Óvíst hvort undirritaðir séu sjómenn Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. nóvember 2018 21:00 Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. Stjórn félagsins kemur saman eftir helgi þar sem skorið verður úr um lögmæti kröfunnar.Rúmlega 160 einstaklingar settu nafn sitt við undirskriftasöfnunina þar sem þess var krafist að Sjómannafélag Íslands mynda boða til félagsfundar ekki síðar en í dag í ljósi þeirrar „grafalvarlegu stöðu“ sem komin sé upp í félaginu eftir að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur var vikið úr Sjómannafélaginu fyrir helgi. Samkvæmt lögum sjómannafélagsins þurfa 100 félagsmenn að óska eftir því að boðað sé til fundar og því mætti ætla að undirskriftarsöfnunin uppfylli þau skilyrði. Nú er hins vegar ljóst að stjórn Sjómannafélagsins hefur ekki orðið við þessari áskorun. Enginn félagsfundur hefur verið boðaður - þrátt fyrir að svo virðist vera sem að um þriðjungur félagsmanna sjómannafélagsins hafi sett nafn sitt við kröfuna. Að sögn stjórnamanns í félaginu hefur engin formleg ákvörðun verið tekin um framhaldið, enda sé málið ekki jafn einfalt og það lítur út fyrir að vera.Sjá einnig: Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Sigurgeir Friðriksson, stjórnarmaður í Sjómannafélaginu, sagði í samtali við fréttastofu í dag að lögmæti kröfunnar sé nefnilega óljóst. Það eigi eftir að ganga úr skugga um að allir þeir sem rituðu nafn sitt við undirskriftasöfnunina séu í raun félagsmenn í Sjómannafélaginu. Því þurfi að bera saman undirskriftalistann við félagatal Sjómannafélagsins áður en formlega verður hægt að boða til félagsfundar. Hvenær þessi samanburður mun eiga sér stað liggur ekki fyrir en að sögn Arngríms Jónssonar, ritara Sjómannafélagsins, mun stjórn félagsins funda um framhaldið fljótlega eftir helgi. Að öðru leyti vildu þeir Sigurgeir og Arngrímur ekki ræða við fréttastofu um málið og bentu á formanninn Jónas Garðarsson. Fréttastofa hefur reynt að ná á Jónas með ítrekuðum símhringum og skilaboðum frá því snemma í morgun, en án árangurs. Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. Stjórn félagsins kemur saman eftir helgi þar sem skorið verður úr um lögmæti kröfunnar.Rúmlega 160 einstaklingar settu nafn sitt við undirskriftasöfnunina þar sem þess var krafist að Sjómannafélag Íslands mynda boða til félagsfundar ekki síðar en í dag í ljósi þeirrar „grafalvarlegu stöðu“ sem komin sé upp í félaginu eftir að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur var vikið úr Sjómannafélaginu fyrir helgi. Samkvæmt lögum sjómannafélagsins þurfa 100 félagsmenn að óska eftir því að boðað sé til fundar og því mætti ætla að undirskriftarsöfnunin uppfylli þau skilyrði. Nú er hins vegar ljóst að stjórn Sjómannafélagsins hefur ekki orðið við þessari áskorun. Enginn félagsfundur hefur verið boðaður - þrátt fyrir að svo virðist vera sem að um þriðjungur félagsmanna sjómannafélagsins hafi sett nafn sitt við kröfuna. Að sögn stjórnamanns í félaginu hefur engin formleg ákvörðun verið tekin um framhaldið, enda sé málið ekki jafn einfalt og það lítur út fyrir að vera.Sjá einnig: Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Sigurgeir Friðriksson, stjórnarmaður í Sjómannafélaginu, sagði í samtali við fréttastofu í dag að lögmæti kröfunnar sé nefnilega óljóst. Það eigi eftir að ganga úr skugga um að allir þeir sem rituðu nafn sitt við undirskriftasöfnunina séu í raun félagsmenn í Sjómannafélaginu. Því þurfi að bera saman undirskriftalistann við félagatal Sjómannafélagsins áður en formlega verður hægt að boða til félagsfundar. Hvenær þessi samanburður mun eiga sér stað liggur ekki fyrir en að sögn Arngríms Jónssonar, ritara Sjómannafélagsins, mun stjórn félagsins funda um framhaldið fljótlega eftir helgi. Að öðru leyti vildu þeir Sigurgeir og Arngrímur ekki ræða við fréttastofu um málið og bentu á formanninn Jónas Garðarsson. Fréttastofa hefur reynt að ná á Jónas með ítrekuðum símhringum og skilaboðum frá því snemma í morgun, en án árangurs.
Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57
Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00
Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59