Atli segir sig úr Pírötum: „Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun“ Sylvía Hall skrifar 3. nóvember 2018 16:27 Atli Þór Fanndal (til vinstri) var ráðinn sem pólitískur ráðgjafi Pírata fyrir sveitastjórnarkosningarnar nú í vor. Atli Þór Fanndal, blaðamaður og pólitískur ráðgjafi Pírata, hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar mikilla deilna innan flokksins en í gærkvöld birti úrskurðarnefnd Pírata úrskurð þess efnis að reka ætti aðstoðarmann framkvæmdastjóra flokksins og varð til þess að Rannveig Ernudóttir varaborgarfulltrúi tilkynnti að hún hefði hug á því að segja skilið við Pírata.Sjá einnig: Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Á Facebook-síðu sinni segir Atli „Kafkaestkt einelti“ þrífast innan flokksins og hann upplifi einelti sem hluta af kerfinu. Þá segist hann ekki ætla að starfa fyrir Pírata á neinn hátt fyrr en hann sjái breytingar. „Ítrekuðum ráðleggingum mínum um hvernig takast á við svona hegðun hefur ekki verið fylgt. Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun. Ég skammast mín fyrir hönd þeirra sem skrifuðu þennan úrskurð og gera sér kannski ekki grein fyrir því að þarna formgerðu þau einelti, samþykktu og styrktu.“Segir umhverfi innan flokksins „helsjúkt“ Einn þeirra sem tjáir sig við færslu Atla er Sindri Viborg, fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata en Sindri steig til hliðar eftir vantraustsyfirlýsingu í kjölfar ráðningar á aðstoðarmanni framkvæmdarstjóra. Í athugasemd sem Sindri skrifar segir hann einelti grasserast innan flokksins og „flati strúktur“ Pírata sé fullkomið umhverfi fyrir slíka hegðun. „Eðlilegar samskiptaleiðir eru gerðar tortryggilegar og einstaklingar gaslightaðir í drasl. Þetta umhverfi er svo helsjúkt að maður á ekki til orð,“ segir Sindri sem segist skammast sín fyrir að hafa kennt sig við flokk sem leyfi þessu að viðgangast. Að lokum hrósar hann Atla Þór og Rannveigu Ernudóttur varaborgarfulltrúa fyrir að taka þá ákvörðun að leyfa þessu ekki að viðgangast en Rannveig tilkynnti fyrirhugaða ákvörðun sína um að segja skilið við Pírata í gær. Færslu Atla má lesa í heild sinni hér að neðan. Stj.mál Tengdar fréttir Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12 Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Atli Þór Fanndal, blaðamaður og pólitískur ráðgjafi Pírata, hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar mikilla deilna innan flokksins en í gærkvöld birti úrskurðarnefnd Pírata úrskurð þess efnis að reka ætti aðstoðarmann framkvæmdastjóra flokksins og varð til þess að Rannveig Ernudóttir varaborgarfulltrúi tilkynnti að hún hefði hug á því að segja skilið við Pírata.Sjá einnig: Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Á Facebook-síðu sinni segir Atli „Kafkaestkt einelti“ þrífast innan flokksins og hann upplifi einelti sem hluta af kerfinu. Þá segist hann ekki ætla að starfa fyrir Pírata á neinn hátt fyrr en hann sjái breytingar. „Ítrekuðum ráðleggingum mínum um hvernig takast á við svona hegðun hefur ekki verið fylgt. Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun. Ég skammast mín fyrir hönd þeirra sem skrifuðu þennan úrskurð og gera sér kannski ekki grein fyrir því að þarna formgerðu þau einelti, samþykktu og styrktu.“Segir umhverfi innan flokksins „helsjúkt“ Einn þeirra sem tjáir sig við færslu Atla er Sindri Viborg, fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata en Sindri steig til hliðar eftir vantraustsyfirlýsingu í kjölfar ráðningar á aðstoðarmanni framkvæmdarstjóra. Í athugasemd sem Sindri skrifar segir hann einelti grasserast innan flokksins og „flati strúktur“ Pírata sé fullkomið umhverfi fyrir slíka hegðun. „Eðlilegar samskiptaleiðir eru gerðar tortryggilegar og einstaklingar gaslightaðir í drasl. Þetta umhverfi er svo helsjúkt að maður á ekki til orð,“ segir Sindri sem segist skammast sín fyrir að hafa kennt sig við flokk sem leyfi þessu að viðgangast. Að lokum hrósar hann Atla Þór og Rannveigu Ernudóttur varaborgarfulltrúa fyrir að taka þá ákvörðun að leyfa þessu ekki að viðgangast en Rannveig tilkynnti fyrirhugaða ákvörðun sína um að segja skilið við Pírata í gær. Færslu Atla má lesa í heild sinni hér að neðan.
Stj.mál Tengdar fréttir Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12 Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12
Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27