Stefnt að því að hækka bæði framfærslu og frítekjumark hjá LÍN Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2019 11:03 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, situr fyrir svörum á Alþingi í dag. vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að bæði framfærsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna verði hækkuð sem og frítekjumark þeirra. Þetta kom fram í máli hennar á Alþingi í dag í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði ráðherrann út í LÍN og vísaði í herferð Landssambands íslenskra stúdenta undir yfirskriftinni „Stúdentar mega ekki hafa það betra“ en herferðin er um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þingmaðurinn sagði að krafa stúdenta um að sjóðurinn tæki upp styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd færi sívaxandi og þá vakti hún athygli á lágu framfærsluviðmiði sjóðsins sem stendur í tæpum 193 þúsund krónum. Þá er það svo að lán námsmanna skerðast vinni þeir sér inn pening, til að mynda yfir sumartímann, og hafa stúdentar gagnrýnt það í gegnum tíðina og kallað eftir hærra frítekjumarki. Auk þess hafa stúdentar gagnrýnt það fyrirkomulag sem tíðkast við útborgun lánanna en það fjöldi námsmanna þarf að taka yfirdrátt til að brúa bilið áður en lánin fást greidd út.„Ég get lofað Alþingi því að við munum fá eitt besta lánasjóðakerfi á Norðurlöndum“ Nú fer fram endurskoðun á lögum um LÍN og beindi Jóhanna Vigdís nokkrum spurningum til ráðherra. „Stendur til að hækka framfærsluviðmið sjóðsins og miða við lágmarkslaun? Mun frítekjumark lánþega hjá LÍN hækka þannig að sumarvinna nemenda lækki ekki launin þeirra? Mun lánasjóðurinn greiða út 100 prósent af reiknaðri framfærsluþörf nemenda eftir endurskoðun? Mun fyrirkomulag á útborgun lána breytast þannig að þeir verða ekki komnir upp á yfirdrátt hjá bönkunum? Stendur til að færa fyrirkomulag lána allra námsmanna nær norrænu styrkjakerfi þar sem hluti náms fellur niður að námi loknu?“ spurði Jóhanna Vigdís. Lilja fagnaði fyrirspurninni og sagði að góð vinna hefði farið fram við endurskoðun laga um LÍN. Hún hefði haft öfluga verkefnastjórn sem væri að skila góðum tillögum og svo kallað til færustu lánasérfræðinga landsins til að búa til nýtt og öflugt kerfi. „Og ég get lofað Alþingi því að við munum fá eitt besta lánasjóðakerfi á Norðurlöndum. Háttvirtur þingmaður spyr hvort það eigi að hækka framfærsluna. Já, hún verður hækkuð. Háttvirtur þingmaður spyr á að hækka frítekjumarkið? Já, það verður hækkað. Stefnum við að 100 prósentunum? Já, við gerum það og það sem við munum fá, við viljum vera framsækið og öflugt menntakerfi og það mun svo sannarlega takast á vakt þess menntamálaráðherra,“ sagði Lilja. Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Yfir sexhundruð færri í námi vegna aðgerða LÍN segir stjórnarformaður SÍNE Íslenskum námsmönnum sem sækja nám erlendis og fá námslán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna voru ríflega sexhundruð færri árið 2016 en árið 2013. Stjórnarformaður Sambands íslenskra námsmanna í útlöndum segir að dregið hafi gríðarlega úr hvata til náms vegna niðurskurður á námslánum. 23. janúar 2019 12:00 Stúdentar mega ekki hafa það gott Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. 21. janúar 2019 07:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að bæði framfærsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna verði hækkuð sem og frítekjumark þeirra. Þetta kom fram í máli hennar á Alþingi í dag í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði ráðherrann út í LÍN og vísaði í herferð Landssambands íslenskra stúdenta undir yfirskriftinni „Stúdentar mega ekki hafa það betra“ en herferðin er um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þingmaðurinn sagði að krafa stúdenta um að sjóðurinn tæki upp styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd færi sívaxandi og þá vakti hún athygli á lágu framfærsluviðmiði sjóðsins sem stendur í tæpum 193 þúsund krónum. Þá er það svo að lán námsmanna skerðast vinni þeir sér inn pening, til að mynda yfir sumartímann, og hafa stúdentar gagnrýnt það í gegnum tíðina og kallað eftir hærra frítekjumarki. Auk þess hafa stúdentar gagnrýnt það fyrirkomulag sem tíðkast við útborgun lánanna en það fjöldi námsmanna þarf að taka yfirdrátt til að brúa bilið áður en lánin fást greidd út.„Ég get lofað Alþingi því að við munum fá eitt besta lánasjóðakerfi á Norðurlöndum“ Nú fer fram endurskoðun á lögum um LÍN og beindi Jóhanna Vigdís nokkrum spurningum til ráðherra. „Stendur til að hækka framfærsluviðmið sjóðsins og miða við lágmarkslaun? Mun frítekjumark lánþega hjá LÍN hækka þannig að sumarvinna nemenda lækki ekki launin þeirra? Mun lánasjóðurinn greiða út 100 prósent af reiknaðri framfærsluþörf nemenda eftir endurskoðun? Mun fyrirkomulag á útborgun lána breytast þannig að þeir verða ekki komnir upp á yfirdrátt hjá bönkunum? Stendur til að færa fyrirkomulag lána allra námsmanna nær norrænu styrkjakerfi þar sem hluti náms fellur niður að námi loknu?“ spurði Jóhanna Vigdís. Lilja fagnaði fyrirspurninni og sagði að góð vinna hefði farið fram við endurskoðun laga um LÍN. Hún hefði haft öfluga verkefnastjórn sem væri að skila góðum tillögum og svo kallað til færustu lánasérfræðinga landsins til að búa til nýtt og öflugt kerfi. „Og ég get lofað Alþingi því að við munum fá eitt besta lánasjóðakerfi á Norðurlöndum. Háttvirtur þingmaður spyr hvort það eigi að hækka framfærsluna. Já, hún verður hækkuð. Háttvirtur þingmaður spyr á að hækka frítekjumarkið? Já, það verður hækkað. Stefnum við að 100 prósentunum? Já, við gerum það og það sem við munum fá, við viljum vera framsækið og öflugt menntakerfi og það mun svo sannarlega takast á vakt þess menntamálaráðherra,“ sagði Lilja.
Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Yfir sexhundruð færri í námi vegna aðgerða LÍN segir stjórnarformaður SÍNE Íslenskum námsmönnum sem sækja nám erlendis og fá námslán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna voru ríflega sexhundruð færri árið 2016 en árið 2013. Stjórnarformaður Sambands íslenskra námsmanna í útlöndum segir að dregið hafi gríðarlega úr hvata til náms vegna niðurskurður á námslánum. 23. janúar 2019 12:00 Stúdentar mega ekki hafa það gott Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. 21. janúar 2019 07:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Yfir sexhundruð færri í námi vegna aðgerða LÍN segir stjórnarformaður SÍNE Íslenskum námsmönnum sem sækja nám erlendis og fá námslán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna voru ríflega sexhundruð færri árið 2016 en árið 2013. Stjórnarformaður Sambands íslenskra námsmanna í útlöndum segir að dregið hafi gríðarlega úr hvata til náms vegna niðurskurður á námslánum. 23. janúar 2019 12:00
Stúdentar mega ekki hafa það gott Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. 21. janúar 2019 07:00