Bönnuðu vinnu við City Park Hótel í október þar sem aðstæður þóttu lífshættulegar starfsmönnum Birgir Olgeirsson skrifar 25. febrúar 2019 14:40 Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tókust á í morgun. Vísir/Vilhelm Snörp orðaskipti eiganda City Park Hotel í Ármúla og formanns stéttarfélagsins Eflingar í hádeginu hafa vakið mikla athygli. Snerust deilur þeirra um að starfsmenn hótelsins fengju að greiða atkvæði um boðun verkfalls þeirra hótelstarfsmanna sem eru í Eflingu. Er þetta ekki í fyrsta skiptið sem málefni City Park Hotel rata í fjölmiðla en í október síðastliðnum ákvað Vinnueftirlitið að banna alla vinnu hjá City Park Hótel. Hafði eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins leitt í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna hefði ekki verið í samræmi við lög og reglur.Vinnueftirlitið mat það svo að veruleg hætta væri fyrir líf og heilbrigði starfsmanna á byggingarvinnustaðnum. Var um að ræða byggingarframkvæmdir við hótelið sem voru í gangi á verkstað án byggingarleyfis frá Reykjavíkurborg, að því er fram kom í ákvörðun Vinnueftirlitsins, og merki um að starfsmenn sofi og hafist við á verkstað.Framkvæmdastjórinn og formaðurinn deildu ansi harkalega fyrr í dag.Vísir/VilhelmVið heimsókn Vinnueftirlitsins á verkstað þann 12. október í fyrra var öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrir verkið ekki til staðar. Ástand rafmagnsmála á verkstað var mjög hættulegt að mati Vinnueftirlitsins en rafmagnssnúrur voru hangandi niður úr loftum og ótryggir rafmagnskaplar á milli hæða og í rafmagnstöflu. Slysahætta var af þessu fyrir starfsmenn. Þá taldi Vinnueftirlitið umferðarleiðir á milli á verkstað ófullnægjandi. Starfsmenn þurftu að fara um brattan stiga án handriða. Voru óvarin op í gólfi og við umferðarleiðir og vantaði fallvarnir við op á gólfi. Skapaði þetta slysahættu fyrir starfsmenn að mati eftirlitsins. Þá var notkun persónuhlífa ábótavant þar sem starfsmenn voru ekki í öryggisskóm né með hjálma við vinnu sína. Kjaramál Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Segir ræstingafólk tilbúið í aðgerðir „Eins og ég sé stöðuna þurfa atvinnurekendur að finna fyrir þrýstingi, og finna fyrir því að við munum gera allt í okkar valdi til að breyta stöðunni,“ segir Zsófia Sidlovits, ræstitæknir á Hótel Borg og Apóteki hóteli. 25. febrúar 2019 07:00 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Snörp orðaskipti eiganda City Park Hotel í Ármúla og formanns stéttarfélagsins Eflingar í hádeginu hafa vakið mikla athygli. Snerust deilur þeirra um að starfsmenn hótelsins fengju að greiða atkvæði um boðun verkfalls þeirra hótelstarfsmanna sem eru í Eflingu. Er þetta ekki í fyrsta skiptið sem málefni City Park Hotel rata í fjölmiðla en í október síðastliðnum ákvað Vinnueftirlitið að banna alla vinnu hjá City Park Hótel. Hafði eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins leitt í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna hefði ekki verið í samræmi við lög og reglur.Vinnueftirlitið mat það svo að veruleg hætta væri fyrir líf og heilbrigði starfsmanna á byggingarvinnustaðnum. Var um að ræða byggingarframkvæmdir við hótelið sem voru í gangi á verkstað án byggingarleyfis frá Reykjavíkurborg, að því er fram kom í ákvörðun Vinnueftirlitsins, og merki um að starfsmenn sofi og hafist við á verkstað.Framkvæmdastjórinn og formaðurinn deildu ansi harkalega fyrr í dag.Vísir/VilhelmVið heimsókn Vinnueftirlitsins á verkstað þann 12. október í fyrra var öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrir verkið ekki til staðar. Ástand rafmagnsmála á verkstað var mjög hættulegt að mati Vinnueftirlitsins en rafmagnssnúrur voru hangandi niður úr loftum og ótryggir rafmagnskaplar á milli hæða og í rafmagnstöflu. Slysahætta var af þessu fyrir starfsmenn. Þá taldi Vinnueftirlitið umferðarleiðir á milli á verkstað ófullnægjandi. Starfsmenn þurftu að fara um brattan stiga án handriða. Voru óvarin op í gólfi og við umferðarleiðir og vantaði fallvarnir við op á gólfi. Skapaði þetta slysahættu fyrir starfsmenn að mati eftirlitsins. Þá var notkun persónuhlífa ábótavant þar sem starfsmenn voru ekki í öryggisskóm né með hjálma við vinnu sína.
Kjaramál Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Segir ræstingafólk tilbúið í aðgerðir „Eins og ég sé stöðuna þurfa atvinnurekendur að finna fyrir þrýstingi, og finna fyrir því að við munum gera allt í okkar valdi til að breyta stöðunni,“ segir Zsófia Sidlovits, ræstitæknir á Hótel Borg og Apóteki hóteli. 25. febrúar 2019 07:00 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36
Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07
Segir ræstingafólk tilbúið í aðgerðir „Eins og ég sé stöðuna þurfa atvinnurekendur að finna fyrir þrýstingi, og finna fyrir því að við munum gera allt í okkar valdi til að breyta stöðunni,“ segir Zsófia Sidlovits, ræstitæknir á Hótel Borg og Apóteki hóteli. 25. febrúar 2019 07:00