Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2019 10:54 Sólveig Anna með verkfallsboðunina í húsakynnum Samtaka atvinnulífsins í morgun. Vísir/Vilhelm Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. Samkvæmt tillögunni munu aðeins þeir félagsmenn sem verkfallsboðunin tekur til greiða atkvæði sem er ólíkt því sem var í nýafstaðinni atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfallsaðgerðir hreingerningarfólks. „Kjarasamningur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins rann út þann 31. desember 2018 og hafa viðræður um endurnýjun samnings ekki borið árangur. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara þann 21. desember 2018 og þann 21. febrúar mat Efling það svo að viðræður hefðu reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara,“ segir á vef Eflingar. Krafa Eflingar sé að hægt sé að lifa af lægstu launum. Boðun vinnustöðvunar samkvæmt tillögu samninganefndar nái til 40 hótela og allra hópbifreiðafyrirtækja á félagssvæði Eflingar. Boðað yrði til fullrar vinnustöðvunar frá miðnætti til miðnættis á eftirtöldum dögum: 22. mars 2019 28.-29. mars 2019 3.-5. apríl 2019 9.-11. apríl 2019 15.-17. apríl 2019 23.- 25. apríl 2019 Boðað yrði til ótímabundinnar vinnustöðvunar frá og með 1. maí 2019 Athygli vekur að um sömu daga er að ræða og í verkfallsboðun hjá VR en aðgerðin nær til eins dags en ekki tveggja eða þriggja eins og í aðgerð VR. Er um að ræða sex verkfallsdaga hjá Eflingu en fimmtán hjá VR. Að auki samþykkti samninganefnd Eflingar að boðað verði til smærri verkfallsaðgerða á ofangreindum vinnustöðum á tímabilinu 18. mars til 30. apríl á þeim dögum sem falla utan fullrar vinnustöðvunar. Þær aðgerðir fela í sér að starfsmenn mæta til vinnu en fella niður einstaka verkþætti svo sem nánar er lýst í tillögu samninganefndar sem lesa má um á vef Eflingar. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. Samkvæmt tillögunni munu aðeins þeir félagsmenn sem verkfallsboðunin tekur til greiða atkvæði sem er ólíkt því sem var í nýafstaðinni atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfallsaðgerðir hreingerningarfólks. „Kjarasamningur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins rann út þann 31. desember 2018 og hafa viðræður um endurnýjun samnings ekki borið árangur. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara þann 21. desember 2018 og þann 21. febrúar mat Efling það svo að viðræður hefðu reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara,“ segir á vef Eflingar. Krafa Eflingar sé að hægt sé að lifa af lægstu launum. Boðun vinnustöðvunar samkvæmt tillögu samninganefndar nái til 40 hótela og allra hópbifreiðafyrirtækja á félagssvæði Eflingar. Boðað yrði til fullrar vinnustöðvunar frá miðnætti til miðnættis á eftirtöldum dögum: 22. mars 2019 28.-29. mars 2019 3.-5. apríl 2019 9.-11. apríl 2019 15.-17. apríl 2019 23.- 25. apríl 2019 Boðað yrði til ótímabundinnar vinnustöðvunar frá og með 1. maí 2019 Athygli vekur að um sömu daga er að ræða og í verkfallsboðun hjá VR en aðgerðin nær til eins dags en ekki tveggja eða þriggja eins og í aðgerð VR. Er um að ræða sex verkfallsdaga hjá Eflingu en fimmtán hjá VR. Að auki samþykkti samninganefnd Eflingar að boðað verði til smærri verkfallsaðgerða á ofangreindum vinnustöðum á tímabilinu 18. mars til 30. apríl á þeim dögum sem falla utan fullrar vinnustöðvunar. Þær aðgerðir fela í sér að starfsmenn mæta til vinnu en fella niður einstaka verkþætti svo sem nánar er lýst í tillögu samninganefndar sem lesa má um á vef Eflingar.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37
VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24