Pence vill menn á tunglið innan fimm ára Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2019 13:16 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. AP/Eric Schultz Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kallaði í gær eftir því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi menn til tunglsins á fimm árum. Hann sagði það nauðsynlegt og að stofnunin þyrfti að taka stakkaskiptum á næstu árum. Í sumar verða 50 ár liðin frá því að menn lentu fyrst á tunglinu, en það var síðast gert árið 1972. Þetta sagði Pence á fundi Geimráðs Bandaríkjanna. Varaforsetinn sagði koma til greina að skipta út eldflaugum og geimförum NASA fyrir eldflaugar og geimför einkafyrirtækja. Hann sagði að fyrra markmiðið hefði verið að lenda mönnunum á tunglinu í fyrsta lagið árið 2028. Pence viðurkenndi að til að ná nýja markmiðinu þyrfti mikla hæfileika og sömuleiðis peninga. „Það er kominn tími til að spýta í lófana,“ hefur AP fréttaveitan eftir Pence. „Þetta getur gerst, en mun ekki gerast nema við gefum í.“ Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, staðhæfði að starfsmenn stofnunarinnar myndu gera allt sem í valdi þeirra stæði til að ná markmiði þessu. Sérfræðingur sem blaðamenn AP ræddu við dró það þó verulega í efa. Það þyrfti að þróa, byggja og prófa nýtt lendingarfar, sem er tímafrekt ferli. Þar að auki þyrfti nánast öll fjárveiting NASA að fara í þetta verkefniVísir/NASABridenstine segir nauðsynlegt að fá nýja eldflaug NASA, Space Launch System, í notkun. Pence gagnrýndi þá eldflaug hins vegar og sagði hana gott dæmi um verkefni sem væri að drukkna í stjórnsýslu. Þar þyrfti einnig að spýta í lófana.Sjá einnig: Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Bridenstein sagði að könnun NASA hefði leitt í ljós að eldflaugar einkafyrirtækja eins og SpaceX og United Launch Alliance myndu ekki duga fyrir djúp-geimverkefni. Það er að segja að þær dugi ekki til þess að skjóta geimförum NASA til tunglsins og Mars. Ríkisstjórn Donald Trump hefur þó lagt verulega niðurskurði til varðandi þróun SLS-eldflaugarinnar. NASA birti meðfylgjandi myndband um ætlanir sínar fyrir tveimur vikum. Bandaríkin Geimurinn Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kallaði í gær eftir því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi menn til tunglsins á fimm árum. Hann sagði það nauðsynlegt og að stofnunin þyrfti að taka stakkaskiptum á næstu árum. Í sumar verða 50 ár liðin frá því að menn lentu fyrst á tunglinu, en það var síðast gert árið 1972. Þetta sagði Pence á fundi Geimráðs Bandaríkjanna. Varaforsetinn sagði koma til greina að skipta út eldflaugum og geimförum NASA fyrir eldflaugar og geimför einkafyrirtækja. Hann sagði að fyrra markmiðið hefði verið að lenda mönnunum á tunglinu í fyrsta lagið árið 2028. Pence viðurkenndi að til að ná nýja markmiðinu þyrfti mikla hæfileika og sömuleiðis peninga. „Það er kominn tími til að spýta í lófana,“ hefur AP fréttaveitan eftir Pence. „Þetta getur gerst, en mun ekki gerast nema við gefum í.“ Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, staðhæfði að starfsmenn stofnunarinnar myndu gera allt sem í valdi þeirra stæði til að ná markmiði þessu. Sérfræðingur sem blaðamenn AP ræddu við dró það þó verulega í efa. Það þyrfti að þróa, byggja og prófa nýtt lendingarfar, sem er tímafrekt ferli. Þar að auki þyrfti nánast öll fjárveiting NASA að fara í þetta verkefniVísir/NASABridenstine segir nauðsynlegt að fá nýja eldflaug NASA, Space Launch System, í notkun. Pence gagnrýndi þá eldflaug hins vegar og sagði hana gott dæmi um verkefni sem væri að drukkna í stjórnsýslu. Þar þyrfti einnig að spýta í lófana.Sjá einnig: Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Bridenstein sagði að könnun NASA hefði leitt í ljós að eldflaugar einkafyrirtækja eins og SpaceX og United Launch Alliance myndu ekki duga fyrir djúp-geimverkefni. Það er að segja að þær dugi ekki til þess að skjóta geimförum NASA til tunglsins og Mars. Ríkisstjórn Donald Trump hefur þó lagt verulega niðurskurði til varðandi þróun SLS-eldflaugarinnar. NASA birti meðfylgjandi myndband um ætlanir sínar fyrir tveimur vikum.
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira