Leigubílar munu aldrei anna aukningu meðal ferðalanga Jakob Bjarnar skrifar 21. mars 2019 13:27 Leigubílsstjórar eru í viðbragðsstöðu en Guðmundur Börkur segir þessi uppgrip ekkert sérstakt ánægjuefni. fbl/stefán Þó uppgrip séu í spilunum vegna verkfalls langferðabifreiða, sem brestur á um miðnætti að öllu óbreyttu, er það ekki svo að leigubílsstjórar hugsi sér gott til glóðarinnar. Guðmundur Börkur Thorarensen framkvæmdastjóri BSR-leigubíla segist ekki vilja nota orðið „uppgrip“ um komandi tíð. „Við reynum okkar besta en það er ljóst að leigubílstjórar geta ekki sinnt öllum þeim fjölda sem fer með rútufyrirtækjunum á sólarhring,“ segir Guðmundur Börkur í samtali við Vísi.Veruleg skerðing á farþegaflutningum Fyrir liggur að verkfallið mun setja strik í reikninginn hvað varðar flutninga á farþegum. Að sögn Viðars Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Eflingar, er þetta á bilinu fjögur til fimm hundruð bílstjórar í Eflingu sem voru á kjörskrá. Og svo er um að ræða hátt í tólf hundruð hótelstarfsmenn sem munu leggja niður störf á miðnætti. Svo bætast meðlimir VR við.Vísir ræddi við Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóra Kynnisferða, fyrr í dag en hann segir að fyrirtækið muni einbeita sér að því að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. Að sögn Björns munu um 170 starfsmenn Kynnisferða leggja niður störf komi til verkfalla. Um fimmtán bílstjórar eru ekki í stéttarfélögunum tveimur sem boðað hafa verkföll og munu þeir keyra flugrútuna milli BSÍ og Keflavíkur á morgun. Þjónustan verður hins vegar skert. Leigubílsstjórar í viðbragðsstöðu Guðmundur Börkur segir að á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum séu um 600 leigubílar í heildina, og er þá litið til allra stöðva svo sem BSR, Hreyfils og Aðalstöðvarinnar í Keflavík. Hann segir að til þessa hafi komið áður, það er verkfall hjá rútubílsstjórum, og þá hafi verið mikið að gera. Og leigubílsstjórar eru nú í viðbragðsstöðu og fylgjast grannt með fréttum af gangi mála.Við erum þá að tala um fyrirsjáanleg uppgrip? „Mér finnst þetta ekki ánægjuefni. Upplifun ferðamannsins skiptir öllu mál. Ferðaþjónustan skila krónum í þjóðarbúið sem svo allir njóta með beinum og óbeinum hætti. Einn sólarhringur eða nokkrir dagar hafa ekki teljandi áhrif á afkomu leigubílstjóra, ekki þegar litið er til heils árs. En skiptir meiru fyrir afkomu leigubílsstjóra að ferðaþjónustan í heild gangi vel,“ segir Guðmundur Börkur. Sem telur þetta áhyggjuefni fyrir okkur öll. „Þetta skiptir alla máli. Ef ekki eru ferðamenn er fólk ekki í vinnu, í hótelum og svo mörgum öðrum greinum.“ Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Leigubílar Verkföll 2019 Tengdar fréttir Búast við verkfallsvörslu en ætla ekki í nein átök Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að fyrirtækið muni fókusera á að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. 21. mars 2019 12:05 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Þó uppgrip séu í spilunum vegna verkfalls langferðabifreiða, sem brestur á um miðnætti að öllu óbreyttu, er það ekki svo að leigubílsstjórar hugsi sér gott til glóðarinnar. Guðmundur Börkur Thorarensen framkvæmdastjóri BSR-leigubíla segist ekki vilja nota orðið „uppgrip“ um komandi tíð. „Við reynum okkar besta en það er ljóst að leigubílstjórar geta ekki sinnt öllum þeim fjölda sem fer með rútufyrirtækjunum á sólarhring,“ segir Guðmundur Börkur í samtali við Vísi.Veruleg skerðing á farþegaflutningum Fyrir liggur að verkfallið mun setja strik í reikninginn hvað varðar flutninga á farþegum. Að sögn Viðars Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Eflingar, er þetta á bilinu fjögur til fimm hundruð bílstjórar í Eflingu sem voru á kjörskrá. Og svo er um að ræða hátt í tólf hundruð hótelstarfsmenn sem munu leggja niður störf á miðnætti. Svo bætast meðlimir VR við.Vísir ræddi við Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóra Kynnisferða, fyrr í dag en hann segir að fyrirtækið muni einbeita sér að því að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. Að sögn Björns munu um 170 starfsmenn Kynnisferða leggja niður störf komi til verkfalla. Um fimmtán bílstjórar eru ekki í stéttarfélögunum tveimur sem boðað hafa verkföll og munu þeir keyra flugrútuna milli BSÍ og Keflavíkur á morgun. Þjónustan verður hins vegar skert. Leigubílsstjórar í viðbragðsstöðu Guðmundur Börkur segir að á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum séu um 600 leigubílar í heildina, og er þá litið til allra stöðva svo sem BSR, Hreyfils og Aðalstöðvarinnar í Keflavík. Hann segir að til þessa hafi komið áður, það er verkfall hjá rútubílsstjórum, og þá hafi verið mikið að gera. Og leigubílsstjórar eru nú í viðbragðsstöðu og fylgjast grannt með fréttum af gangi mála.Við erum þá að tala um fyrirsjáanleg uppgrip? „Mér finnst þetta ekki ánægjuefni. Upplifun ferðamannsins skiptir öllu mál. Ferðaþjónustan skila krónum í þjóðarbúið sem svo allir njóta með beinum og óbeinum hætti. Einn sólarhringur eða nokkrir dagar hafa ekki teljandi áhrif á afkomu leigubílstjóra, ekki þegar litið er til heils árs. En skiptir meiru fyrir afkomu leigubílsstjóra að ferðaþjónustan í heild gangi vel,“ segir Guðmundur Börkur. Sem telur þetta áhyggjuefni fyrir okkur öll. „Þetta skiptir alla máli. Ef ekki eru ferðamenn er fólk ekki í vinnu, í hótelum og svo mörgum öðrum greinum.“
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Leigubílar Verkföll 2019 Tengdar fréttir Búast við verkfallsvörslu en ætla ekki í nein átök Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að fyrirtækið muni fókusera á að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. 21. mars 2019 12:05 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Búast við verkfallsvörslu en ætla ekki í nein átök Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að fyrirtækið muni fókusera á að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. 21. mars 2019 12:05