Að fengnum tillögum umverfis-og skipulagssviðs Reykjavíkur borgar ákvað lögreglustjórinn að hámarkshraði á Hringbraut milli Sæmundargötu og Ánanausta verði 40 km/klst, hámarkshraði á Hofsvallagötu milli Hringbrautar og Ægissíðu, á Ægissíðu, Nesvegi milli Kaplaskjólsvegar og Granaskjóls/Sörlaskjóls verði 40 km/klst.
Þá verði hámarkshraði 30 km/klst á Arngrímsgötu, Birkimel, Brynjólfsgötu, Guðbrandsgötu og Hagatorg.
Umferðaröryggi við Hringbraut komst í hámæli eftir að keyrt var á 13 ára skólastúlku þann 9. janúar síðastliðinn. Íbúar í Vesturbænum létu í ljós áhyggjur sínar í kjölfar slyssins og kröfðust úrbóta.
Reykjavíkurborg fundaði í kjölfarið með fulltrúum Vegagerðarinnar, lögreglu og íbúum til að ræða umferðaröryggi í Vesturbænum.
Lögreglustjóri @logreglan hefur staðfest lækkun hámarkshraða á Hringbraut, Hofsvallagötu, Birkimel, Hagatorgi og víðar í Vesturbænum. Fagnaðarefni og ávöxtur samstarfs íbúa, @reykjavik, @Vegagerdin og lögreglu. Öruggari götur auka lífsgæði = betri borg. #betrireykjavikpic.twitter.com/XVrgO2MIxg
— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) April 6, 2019
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir það mikið fagnaðarefni að búið sé að lækka hámarkshraðann. Ákvörðunin hafi verið ávöxtur samstarfs íbúa, Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar og lögreglu. „Öruggari götur auka lífsgæði = betri borg,“ skrifar borgarstjórinn á Twitter.