Innlent

Jóhann Friðrik nýr framkvæmdastjóri Keilis

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jóhann Friðrik Friðriksson.
Jóhann Friðrik Friðriksson. Mynd/Keilir
Jóhann Friðrik Friðriksson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Keilis – miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, í stað Hjálmars Árnasonar sem lætur af störfum í sumar eftir 12 ára starf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Keili.

Jóhann, sem nú starfar sem fagstjóri sálfélagslegra þátta hjá Vinnueftirlitinu, lauk BA prófi í heilbrigðisvísindum og meistaraprófi í lýðheilsuvísindum frá Arnold School of Public Health við University of South Carolina.

Jóhann starfaði áður sem stjórnandi klínískra og akademískra rannsóknateyma og sem vísindamaður við taugalæknadeild og lýðheilsudeild sama skóla. Hann hefur einnig starfað sem verkefnastjóri við vísindastofnanir í Bandaríkjunum og unnið að sjálfstæðum ráðgjafaverkefnum þar og hér heima.

Þá hefur Jóhann haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra á sínu fagsviði. Hann er búsettur í Reykjanesbæ ásamt fjölskyldu sinni þar sem hann gegnir m.a. embætti forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×