Synd að stjórnvöld bregðist með þessum hætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júní 2019 13:00 Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra segir ákvörðun hæfisnefndar um að horfa ekki til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins ástæðu þess að hann dró umsögn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka. Forsætisráðherra verði að ákveða sjálf hvort hún bregðist við umkvörtunum hans. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Benedikt hefði sent Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bréf þar sem hann tilkynnti henni að hann hefði dregið umsókn sína til baka. Benedikt segir í samtali við fréttastofu að hann dragi umsóknina til baka eftir að Sigríður Benediktsdóttir formaður hæfisnefndar hafi tjáð sér í viðtali að ekki yrði horft til þess við mat á umsækjendum að sameina eigi Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Frumvarp þess efnis er nú til umræðu á Alþingi. „Það er vitað að ríkisstjórnin hefur sett það sem forgangsmál að breyta Seðlabankanum, sameina Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann í eina stofnun, og gera breytingar á stjórnsýslu Seðlabankans. Það er augljóslega allt önnur staða sem verður þegar þessar breytingar verða komnar í gegn og mér finnst mjög óeðlilegt að nefndin taki ekki tillit til þess. Þegar á að gera svona breytingar eiga stjórnvöld að vanda sig.“Líti til framtíðar Benedikt segir að forsætisráðherra verði að ákveða það sjálf hvort hún vilji bregðast við umkvörtunum hans. Hann hefði sjálfur gert það í hennar sporum. „Þá myndi ég hafa sett þá reglu strax frá upphafi að auðvitað eigi að líta til framtíðar. Það á að gera það alltaf þegar við horfum á stjórnsýsluna og ekki vera að binda okkur í reglur sem eru að falla úr gildi. Mér finnst þetta svolítil synd vegna þess að þarna er verið að leggja í viðamiklar breytingar sem munu hafa áhrif um langan tíma og að þar skuli menn bregðast með þessum hætti.“ Sextán sóttu um stöðu seðlabankastjóra. Tveir umsækjendanna, þeir Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, og Vilhjálmur Bjarnason lektor, kvörtuðu vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefndina. Þeir sögðust telja Sigríði vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00 Benedikt segir óeðlilegt mat hjá hæfisnefnd Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, dró umsókn um stöðu seðlabankastjóra til baka. Starf hæfisnefndar sé í „hæsta máta óeðlilegt“. Hann varar forsætisráðherra við mistökum. 14. júní 2019 06:15 Ráðuneytin telja ekki ástæðu til að lengja skipunartíma seðlabankastjóra Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið telja ekki ástæðu til þess að lengja skipunartíma seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra úr fimm árum í sex eða sjö ár, líkt og Seðlabankinn hefur lagt til. 15. maí 2019 07:30 Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra segir ákvörðun hæfisnefndar um að horfa ekki til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins ástæðu þess að hann dró umsögn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka. Forsætisráðherra verði að ákveða sjálf hvort hún bregðist við umkvörtunum hans. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Benedikt hefði sent Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bréf þar sem hann tilkynnti henni að hann hefði dregið umsókn sína til baka. Benedikt segir í samtali við fréttastofu að hann dragi umsóknina til baka eftir að Sigríður Benediktsdóttir formaður hæfisnefndar hafi tjáð sér í viðtali að ekki yrði horft til þess við mat á umsækjendum að sameina eigi Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Frumvarp þess efnis er nú til umræðu á Alþingi. „Það er vitað að ríkisstjórnin hefur sett það sem forgangsmál að breyta Seðlabankanum, sameina Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann í eina stofnun, og gera breytingar á stjórnsýslu Seðlabankans. Það er augljóslega allt önnur staða sem verður þegar þessar breytingar verða komnar í gegn og mér finnst mjög óeðlilegt að nefndin taki ekki tillit til þess. Þegar á að gera svona breytingar eiga stjórnvöld að vanda sig.“Líti til framtíðar Benedikt segir að forsætisráðherra verði að ákveða það sjálf hvort hún vilji bregðast við umkvörtunum hans. Hann hefði sjálfur gert það í hennar sporum. „Þá myndi ég hafa sett þá reglu strax frá upphafi að auðvitað eigi að líta til framtíðar. Það á að gera það alltaf þegar við horfum á stjórnsýsluna og ekki vera að binda okkur í reglur sem eru að falla úr gildi. Mér finnst þetta svolítil synd vegna þess að þarna er verið að leggja í viðamiklar breytingar sem munu hafa áhrif um langan tíma og að þar skuli menn bregðast með þessum hætti.“ Sextán sóttu um stöðu seðlabankastjóra. Tveir umsækjendanna, þeir Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, og Vilhjálmur Bjarnason lektor, kvörtuðu vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefndina. Þeir sögðust telja Sigríði vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans.
Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00 Benedikt segir óeðlilegt mat hjá hæfisnefnd Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, dró umsókn um stöðu seðlabankastjóra til baka. Starf hæfisnefndar sé í „hæsta máta óeðlilegt“. Hann varar forsætisráðherra við mistökum. 14. júní 2019 06:15 Ráðuneytin telja ekki ástæðu til að lengja skipunartíma seðlabankastjóra Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið telja ekki ástæðu til þess að lengja skipunartíma seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra úr fimm árum í sex eða sjö ár, líkt og Seðlabankinn hefur lagt til. 15. maí 2019 07:30 Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00
Benedikt segir óeðlilegt mat hjá hæfisnefnd Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, dró umsókn um stöðu seðlabankastjóra til baka. Starf hæfisnefndar sé í „hæsta máta óeðlilegt“. Hann varar forsætisráðherra við mistökum. 14. júní 2019 06:15
Ráðuneytin telja ekki ástæðu til að lengja skipunartíma seðlabankastjóra Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið telja ekki ástæðu til þess að lengja skipunartíma seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra úr fimm árum í sex eða sjö ár, líkt og Seðlabankinn hefur lagt til. 15. maí 2019 07:30
Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24