Bjóða upp á 75 metra langa lýðveldisköku á 17. júní Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2019 13:29 Landssamband bakarameistara hefur hannað Lýðveldisköku í samstarfi við forsætisráðuneytið í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins. Vísir/Vilhelm Sérstakur hátíðarblær verður á hátíðahöldunum á þjóðhátíðadaginn 17. júní nk. í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins. Hátíðardagskrá á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst á Austurvelli klukkan 11.00. Forseti Íslands leggur blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli, Lúðrasveitin Svanur flytur nokkur lög, Hamrahlíðarkórinn syngur og fjallkonan flytur ávarp. Að lokinni athöfn á Austurvelli verður gengið fylktu liði að kirkjugarðinum við Suðurgötu þar sem Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Skrúðgöngur fara frá Hallgrímskirkju og Hagatorgi stundvíslega klukkan 13.00 þar sem lúðrasveitir ganga í broddi fylkingar. Í Hljómskálagarðinum verða skátarnir með leiktæki fyrir gesti og er frítt í tækin. Boðið verður upp á sýningu og kennslu í kvistbolta eða Quidditch sem margir þekkja úr kvikmyndunum um Harry Potter. Þá munu kraftakonur keppa um titilinn Stálkona Íslands, Sirkus Íslands verður með skemmtiatriði, Stangveiðifélag Íslands kennir flugukast og boðið verður upp á hestasýningu. Í Ráðhúsi Reykjavíkur verður svo boðið upp á harmonikkuball þar sem gestir geta bæði notið tónlistarinnar og dansað. Fyrir yngstu börnin verður Brúðubíllinn í Hljómskálagarðinum og Skoppa og Skrítla verða í Hörpu. Stórtónleikar hefjast svo klukkan 14.00 á sviðinu í Hljómskálagarðinum þar sem fram koma meðal annarra Herra Hnetusmjör og Huginn, Friðrik Dór, Bríet og GDRN, Emmsjé Gauti & Aron Can ásamt fleirum. Tónleikunum lýkur klukkan 17.00. Landssamband bakarameistara hefur hannað Lýðveldisköku í samstarfi við forsætisráðuneytið í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins. Boðið verður upp á kökuna í miðbæ Reykjavíkur og verður hún 75 metrar á lengd eða sem samsvarar einni Hallgrímskirkju. Lýðveldiskakan er þriggja botna mjúk súkkulaðikaka með karamellu- rjómaostakremi og marsípani. Þjóðminjasafnið var „morgungjöf“ þjóðarinnar til lýðveldisins eftir stofnun þess 17. júní 1944 og í tilefni tímamótanna verður opnað nýtt fjölskyldu- og fræðslurými í safninu á þjóðhátíðardaginn klukkan 14.00. Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg, Alþingi, Hæstiréttur, Héraðsdómur Reykjavíkur, Seðlabanki Íslands og Hafrannsóknarstofnun vera opin almenningi frá kl. 14.00 til 18.00. Gull og gersemar verða til sýnis í myntsafni Seðlabanka Íslands og gefst gestum og gangandi færi á að handfjatla gullstöng og komist að virði hennar. Hjá Héraðsdómi Reykjavíkur verður hægt að fylgjast með sýndarréttarhöldum, leiðsögn verður um Hæstarétt og fiskar og fræðsla verður hjá Hafrannsóknarstofnun. Alþingi Tímamót Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira
Sérstakur hátíðarblær verður á hátíðahöldunum á þjóðhátíðadaginn 17. júní nk. í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins. Hátíðardagskrá á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst á Austurvelli klukkan 11.00. Forseti Íslands leggur blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli, Lúðrasveitin Svanur flytur nokkur lög, Hamrahlíðarkórinn syngur og fjallkonan flytur ávarp. Að lokinni athöfn á Austurvelli verður gengið fylktu liði að kirkjugarðinum við Suðurgötu þar sem Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Skrúðgöngur fara frá Hallgrímskirkju og Hagatorgi stundvíslega klukkan 13.00 þar sem lúðrasveitir ganga í broddi fylkingar. Í Hljómskálagarðinum verða skátarnir með leiktæki fyrir gesti og er frítt í tækin. Boðið verður upp á sýningu og kennslu í kvistbolta eða Quidditch sem margir þekkja úr kvikmyndunum um Harry Potter. Þá munu kraftakonur keppa um titilinn Stálkona Íslands, Sirkus Íslands verður með skemmtiatriði, Stangveiðifélag Íslands kennir flugukast og boðið verður upp á hestasýningu. Í Ráðhúsi Reykjavíkur verður svo boðið upp á harmonikkuball þar sem gestir geta bæði notið tónlistarinnar og dansað. Fyrir yngstu börnin verður Brúðubíllinn í Hljómskálagarðinum og Skoppa og Skrítla verða í Hörpu. Stórtónleikar hefjast svo klukkan 14.00 á sviðinu í Hljómskálagarðinum þar sem fram koma meðal annarra Herra Hnetusmjör og Huginn, Friðrik Dór, Bríet og GDRN, Emmsjé Gauti & Aron Can ásamt fleirum. Tónleikunum lýkur klukkan 17.00. Landssamband bakarameistara hefur hannað Lýðveldisköku í samstarfi við forsætisráðuneytið í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins. Boðið verður upp á kökuna í miðbæ Reykjavíkur og verður hún 75 metrar á lengd eða sem samsvarar einni Hallgrímskirkju. Lýðveldiskakan er þriggja botna mjúk súkkulaðikaka með karamellu- rjómaostakremi og marsípani. Þjóðminjasafnið var „morgungjöf“ þjóðarinnar til lýðveldisins eftir stofnun þess 17. júní 1944 og í tilefni tímamótanna verður opnað nýtt fjölskyldu- og fræðslurými í safninu á þjóðhátíðardaginn klukkan 14.00. Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg, Alþingi, Hæstiréttur, Héraðsdómur Reykjavíkur, Seðlabanki Íslands og Hafrannsóknarstofnun vera opin almenningi frá kl. 14.00 til 18.00. Gull og gersemar verða til sýnis í myntsafni Seðlabanka Íslands og gefst gestum og gangandi færi á að handfjatla gullstöng og komist að virði hennar. Hjá Héraðsdómi Reykjavíkur verður hægt að fylgjast með sýndarréttarhöldum, leiðsögn verður um Hæstarétt og fiskar og fræðsla verður hjá Hafrannsóknarstofnun.
Alþingi Tímamót Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira