Óttast að sonur sinn sækist eftir skelfilegum örlögum Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júlí 2019 12:45 Alan Schmegelsky (t.v.) telur ólíklegt að hann sjái son sinn aftur á lífi. Bryer Schmegelsky (t.h.) og Kam McLeod og eru grunaðir um að hafa myrt ungt par á ferðalagi. RCMP Faðir annars unglingsins sem grunaður er um morðin á tveimur ferðamönnum í Kanada segist óttast að flótti drengjanna undan lögreglu hljóti hörmulegan enda. Unglingarnir hafa verið ákærðir fyrir morðið á þriðja einstaklingnum, karlmanni sem nýbúið er að bera kennsl á. Bryer Schmegelsky og Kam McLeod, 18 og 19 ára, eru taldir hafa myrt Lucas Fowler og Chynna Deese, par á þrítugsaldri sem var á ferðalagi um Kanada, í British Columbia í síðustu viku. Þeir hafa þó enn ekki verið ákærðir í tengslum við málið. Leit hefur staðið yfir að ungu mönnunum síðustu daga en það var ekki fyrr en í fyrradag sem lögregla tilkynnti að þeir væru grunaðir um aðild að morðunum.Sjá einnig: Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Fjórum dögum eftir að lík Fowler og Deese fundust við afskekktan þjóðveg fannst lík eldri karlmanns við sama veg. Lögregla hefur nú borið kennsl á líkið en maðurinn hét Leonard Dyck og var frá kanadísku borginni Vancouver. Bíll Schmegelsky og McLeod fannst skammt frá líkfundarstaðnum. Kveikt hafði verið í bílnum og hann brunnið til kaldra kola. Schmegelsky og McLeod hafa nú verið ákærðir fyrir morðið á Dyck.Chynna Deese og Lucas Fowler. Þau voru 24 og 23 ára þegar þau voru myrt.Vísir/EPAÍ fyrstu var talið að málin tengdust ekki en síðar gaf lögregla það út að tenging kynni að vera á milli þeirra. Alan Schmegelsky, faðir Bryers Schmegelsky, ræddi mál sonar síns við fjölmiðla í Kanada í gær. Þar sagði hann Bryer glíma við „afar alvarlegan sársauka“. Þá óttaðist hann að leit lögreglu að drengjunum myndi lykta með „kúlnahríð“, og þar með dauða sonarins. „Hann vill að sársaukanum linni,“ sagði Alan grátklökkur. Viðtal við hann má sjá í spilaranum hér að neðan.Keith McLeod, faðir Kam McLeod, hefur einnig tjáð sig vegna málsins. Hann sagði í yfirlýsingu að Kam væri „hugulsamur og ástríkur ungur maður“.Nasistafáni og hnífur Schmegelsky og McLeod eru æskuvinir og ólust upp í bænum Port Alberni á Vancouver-eyju. Þeir hófu ferðalag sitt þann 12. júlí og hugðust aka til Yukon í leit að vinnu. Í gær birti kanadíska dagblaðið The Globe and Mail myndir af Schmegelsky, þar sem hann sést með gasgrímu fyrir andlitinu og aðra þar sem hann heldur á riffli, íklæddur hergalla. Þriðja myndin sýnir hníf og fána merkta tákni Nasista en báðir munir eru sagðir í eigu Schmegelsky.New: Photos believed to be sent by Bryer Schmegelsky, one of the two homicide suspects, to another user on a video game network https://t.co/pguPDVereZ pic.twitter.com/vvCa9ygjnJ— Andrea Woo | 鄔瑞楓 (@AndreaWoo) July 24, 2019 Lögregla leitar ungu mannanna enn. Þeir hafa verið sagðir hættulegir og er fólki ráðið frá því að nálgast þá heldur hringja beint í lögreglu, sjáist til þeirra. Kanada Tengdar fréttir Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. 23. júlí 2019 12:07 Táningar taldir hafa myrt par á ferðalagi í Kanada Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. 23. júlí 2019 21:08 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Faðir annars unglingsins sem grunaður er um morðin á tveimur ferðamönnum í Kanada segist óttast að flótti drengjanna undan lögreglu hljóti hörmulegan enda. Unglingarnir hafa verið ákærðir fyrir morðið á þriðja einstaklingnum, karlmanni sem nýbúið er að bera kennsl á. Bryer Schmegelsky og Kam McLeod, 18 og 19 ára, eru taldir hafa myrt Lucas Fowler og Chynna Deese, par á þrítugsaldri sem var á ferðalagi um Kanada, í British Columbia í síðustu viku. Þeir hafa þó enn ekki verið ákærðir í tengslum við málið. Leit hefur staðið yfir að ungu mönnunum síðustu daga en það var ekki fyrr en í fyrradag sem lögregla tilkynnti að þeir væru grunaðir um aðild að morðunum.Sjá einnig: Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Fjórum dögum eftir að lík Fowler og Deese fundust við afskekktan þjóðveg fannst lík eldri karlmanns við sama veg. Lögregla hefur nú borið kennsl á líkið en maðurinn hét Leonard Dyck og var frá kanadísku borginni Vancouver. Bíll Schmegelsky og McLeod fannst skammt frá líkfundarstaðnum. Kveikt hafði verið í bílnum og hann brunnið til kaldra kola. Schmegelsky og McLeod hafa nú verið ákærðir fyrir morðið á Dyck.Chynna Deese og Lucas Fowler. Þau voru 24 og 23 ára þegar þau voru myrt.Vísir/EPAÍ fyrstu var talið að málin tengdust ekki en síðar gaf lögregla það út að tenging kynni að vera á milli þeirra. Alan Schmegelsky, faðir Bryers Schmegelsky, ræddi mál sonar síns við fjölmiðla í Kanada í gær. Þar sagði hann Bryer glíma við „afar alvarlegan sársauka“. Þá óttaðist hann að leit lögreglu að drengjunum myndi lykta með „kúlnahríð“, og þar með dauða sonarins. „Hann vill að sársaukanum linni,“ sagði Alan grátklökkur. Viðtal við hann má sjá í spilaranum hér að neðan.Keith McLeod, faðir Kam McLeod, hefur einnig tjáð sig vegna málsins. Hann sagði í yfirlýsingu að Kam væri „hugulsamur og ástríkur ungur maður“.Nasistafáni og hnífur Schmegelsky og McLeod eru æskuvinir og ólust upp í bænum Port Alberni á Vancouver-eyju. Þeir hófu ferðalag sitt þann 12. júlí og hugðust aka til Yukon í leit að vinnu. Í gær birti kanadíska dagblaðið The Globe and Mail myndir af Schmegelsky, þar sem hann sést með gasgrímu fyrir andlitinu og aðra þar sem hann heldur á riffli, íklæddur hergalla. Þriðja myndin sýnir hníf og fána merkta tákni Nasista en báðir munir eru sagðir í eigu Schmegelsky.New: Photos believed to be sent by Bryer Schmegelsky, one of the two homicide suspects, to another user on a video game network https://t.co/pguPDVereZ pic.twitter.com/vvCa9ygjnJ— Andrea Woo | 鄔瑞楓 (@AndreaWoo) July 24, 2019 Lögregla leitar ungu mannanna enn. Þeir hafa verið sagðir hættulegir og er fólki ráðið frá því að nálgast þá heldur hringja beint í lögreglu, sjáist til þeirra.
Kanada Tengdar fréttir Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. 23. júlí 2019 12:07 Táningar taldir hafa myrt par á ferðalagi í Kanada Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. 23. júlí 2019 21:08 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. 23. júlí 2019 12:07
Táningar taldir hafa myrt par á ferðalagi í Kanada Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. 23. júlí 2019 21:08