Ekkert enskt félag meðal fimm verðmætustu íþróttafélaga heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 07:30 Stuðningsmenn Dallas Cowboys fá hér gjöf frá stjörnuhlaupara liðsins Ezekiel Elliott. Getty/Jim Cowsert Forbes hefur gefið út árlegan lista sinn yfir verðmætustu íþróttafélög heims og í efsta sæti situr ameríska fótboltablaðið Dallas Cowboys. NFL-liðið Dallas Cowboys er á toppnum fjórða árið í röð og Forbes segir að það sé nú virði fimm milljarða Bandaríkjadala eða 625 milljarða íslenskra króna. Bandaríkjamenn eiga einnig liðið í öðru sæti sem er hafnarboltafélagið New York Yankees sem er metið á 4,6 milljarða dala. Í þriðja og fjórða sæti eru síðan spænsku knattspyrnufélögin Real Madrid og Barcelona. Efsta körfuboltafélagið er síðan NBA-liðið New York Knicks. New York Knicks á það sameiginlegt með Dallas Cowboys að vera metið svo verðmætt þrátt fyrir slakt gengi inn á vellinum sjálfum en Knicks hefur verið í hálfgerðum ruslflokki í NBA-deildinni undanfarin tímabil.The WORLD'S TOP 5 most valuable sports franchises. pic.twitter.com/NwSOOEVH93 — NBC Sports (@NBCSports) July 22, 2019Það þarf síðan að fara alla leið niður í sjötta sætið til að finna fyrsta enska knattspyrnufélagið en það er Manchester United sem er metið á 3.81 milljarða Bandaríkjadala. United er jafnframt eina enska félagið á topp tíu. Í sætum sjö til tíu eru NFL-liðin New England Patriots og New York Giants ásamt NBA-liðunum Los Angeles Lakers og Golden State Warriors. Jerry Jones eignaðist Dallas Cowboys árið 1989 og síðan hefur reksturinn blómstrað þótt að undanfarin ár hafi lítið gengið inn á vellinum sjálfum. Liðið varð síðast meistari árið 1995 en var þá að vinna í þriðja sinn á fjórum árum. Eitt af lykilatriðum í góðum rekstri Dallas Cowboys var bygging hins magnaða AT&T leikvangs sem er sá völlur sem skilar félagi meiri tekjum frá styrktaraðilum og sölu miða en nokkur annar leikvangur í bandarískum íþróttum. Næsta enska knattspyrnufélag á eftir Manchester United eru nágrannar þeirra í Manchester City sem eru í 25. sæti. Það eru þannig tíu NFL-félög á undan Manchester City á þessum lista eða Cowboys, Patriots, Giants, Los Angeles Rams, Washington Redskins, San Francisco 49ers, Chicago Bears, Houston Texans, New York Jets og Philadelphia Eagles. NFL-deildin á meira en helming félaganna á listanum en eigendur þeirra græða á tá og fingri þessa daganna vegna mikilla vinsælda og svo mjög hagstæðra sjónvarpssamninga. Tekjur NFL-deildarinnar af sjónvarpssamningum er í algjörum sérflokki hvað varðar íþróttafélög heimsins og líka í samanburði við ensku úrvalsdeildina sem fær þó miklar tekjur í gegnum sölu sjónvarpsréttar. Ensku knattspyrnufélögin meðal fimmtíu verðmætustu íþróttafélaga heims eru alls fimm. Manchester United (6. sæti) og Manchester City (25. sæti) eru þau einu meðal efstu 25 en hin á listanum eru Chelsea (32. sæti), Arsenal (42. sæti) og Liverpool (45. sæti). Það má sjá allan listann með því að smella hér. Enski boltinn NBA NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Sjá meira
Forbes hefur gefið út árlegan lista sinn yfir verðmætustu íþróttafélög heims og í efsta sæti situr ameríska fótboltablaðið Dallas Cowboys. NFL-liðið Dallas Cowboys er á toppnum fjórða árið í röð og Forbes segir að það sé nú virði fimm milljarða Bandaríkjadala eða 625 milljarða íslenskra króna. Bandaríkjamenn eiga einnig liðið í öðru sæti sem er hafnarboltafélagið New York Yankees sem er metið á 4,6 milljarða dala. Í þriðja og fjórða sæti eru síðan spænsku knattspyrnufélögin Real Madrid og Barcelona. Efsta körfuboltafélagið er síðan NBA-liðið New York Knicks. New York Knicks á það sameiginlegt með Dallas Cowboys að vera metið svo verðmætt þrátt fyrir slakt gengi inn á vellinum sjálfum en Knicks hefur verið í hálfgerðum ruslflokki í NBA-deildinni undanfarin tímabil.The WORLD'S TOP 5 most valuable sports franchises. pic.twitter.com/NwSOOEVH93 — NBC Sports (@NBCSports) July 22, 2019Það þarf síðan að fara alla leið niður í sjötta sætið til að finna fyrsta enska knattspyrnufélagið en það er Manchester United sem er metið á 3.81 milljarða Bandaríkjadala. United er jafnframt eina enska félagið á topp tíu. Í sætum sjö til tíu eru NFL-liðin New England Patriots og New York Giants ásamt NBA-liðunum Los Angeles Lakers og Golden State Warriors. Jerry Jones eignaðist Dallas Cowboys árið 1989 og síðan hefur reksturinn blómstrað þótt að undanfarin ár hafi lítið gengið inn á vellinum sjálfum. Liðið varð síðast meistari árið 1995 en var þá að vinna í þriðja sinn á fjórum árum. Eitt af lykilatriðum í góðum rekstri Dallas Cowboys var bygging hins magnaða AT&T leikvangs sem er sá völlur sem skilar félagi meiri tekjum frá styrktaraðilum og sölu miða en nokkur annar leikvangur í bandarískum íþróttum. Næsta enska knattspyrnufélag á eftir Manchester United eru nágrannar þeirra í Manchester City sem eru í 25. sæti. Það eru þannig tíu NFL-félög á undan Manchester City á þessum lista eða Cowboys, Patriots, Giants, Los Angeles Rams, Washington Redskins, San Francisco 49ers, Chicago Bears, Houston Texans, New York Jets og Philadelphia Eagles. NFL-deildin á meira en helming félaganna á listanum en eigendur þeirra græða á tá og fingri þessa daganna vegna mikilla vinsælda og svo mjög hagstæðra sjónvarpssamninga. Tekjur NFL-deildarinnar af sjónvarpssamningum er í algjörum sérflokki hvað varðar íþróttafélög heimsins og líka í samanburði við ensku úrvalsdeildina sem fær þó miklar tekjur í gegnum sölu sjónvarpsréttar. Ensku knattspyrnufélögin meðal fimmtíu verðmætustu íþróttafélaga heims eru alls fimm. Manchester United (6. sæti) og Manchester City (25. sæti) eru þau einu meðal efstu 25 en hin á listanum eru Chelsea (32. sæti), Arsenal (42. sæti) og Liverpool (45. sæti). Það má sjá allan listann með því að smella hér.
Enski boltinn NBA NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Sjá meira