Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Jóhann K. Jóhannsson og Andri Eysteinsson skrifa 20. ágúst 2019 10:55 Úr Reynisfjöru í gær. Vísir/Jóhann K. „Þetta er á nákvæmlega sama stað og tveir einstaklingar urðu fyrir meiðslum í gær, nákvæmlega á þessum stað þar sem skriðan féll, þar stóð hópur fólks,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi sem kom fyrstur á vettvang í Reynisfjöru en fjörunni var í gær lokað vegna grjóthruns. Stærðarinnar skriða féll svo í fjöruna snemma í morgun, eins og Vísir hefur greint frá. Sigurður var eins og áður segir fyrstur á vettvang í Reynisfjöru. „Þegar ég kem hérna, þá sé ég að stóri hluti úr fjallinu hefur fallið niður í fjöruna við drangana og niður í sjó fram og sjórinn brúnlitaður þannig að þetta hefur gerst snemma í morgun,“ segir Sigurður. „Þetta er á nákvæmlega sama stað og tveir einstaklingar urðu fyrir meiðslum í gær, nákvæmlega á þessum stað þar sem skriðan féll, þar stóð hópur fólks. Það er fólk hérna alls staðar, allan daginn í fjörunni.“Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Jói K.Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins en ófáar fréttir af óförum ferðamanna hafa borist úr fjörunni á síðustu árum. Sigurður segir að enn falli grjót úr hlíðinni. „Það er bara á meðan ég er að tala við þig, að þá er ég að horfa á grjót hrynja úr sárinu þannig að þetta er ekkert alveg búið,“ segir Sigurður og bætir við, „Við komum til með að vera í sambandi við sérfræðinga hjá Veðurstofunni og það er allt í vinnslu.“ Svæðinu var lokað í gærkvöld eftir að ferðamenn slösuðust vegna grjóthruns en eitthvað bar á því að vegfarendur virtu lokanir lögreglu að vettugi. Sigurður telur líklegt að reynt verði að halda svæðinu lokuðu næstu daga. „Já ég held að það sé ekkert vit í öðru. Við reynum að gera okkar besta í að halda þessu lokuðu en það er svolítið erfitt þegar Atlantshafið lemur á öllum lokunum. Við gerum okkar besta,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mýrdalshreppur Umhverfismál Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
„Þetta er á nákvæmlega sama stað og tveir einstaklingar urðu fyrir meiðslum í gær, nákvæmlega á þessum stað þar sem skriðan féll, þar stóð hópur fólks,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi sem kom fyrstur á vettvang í Reynisfjöru en fjörunni var í gær lokað vegna grjóthruns. Stærðarinnar skriða féll svo í fjöruna snemma í morgun, eins og Vísir hefur greint frá. Sigurður var eins og áður segir fyrstur á vettvang í Reynisfjöru. „Þegar ég kem hérna, þá sé ég að stóri hluti úr fjallinu hefur fallið niður í fjöruna við drangana og niður í sjó fram og sjórinn brúnlitaður þannig að þetta hefur gerst snemma í morgun,“ segir Sigurður. „Þetta er á nákvæmlega sama stað og tveir einstaklingar urðu fyrir meiðslum í gær, nákvæmlega á þessum stað þar sem skriðan féll, þar stóð hópur fólks. Það er fólk hérna alls staðar, allan daginn í fjörunni.“Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Jói K.Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins en ófáar fréttir af óförum ferðamanna hafa borist úr fjörunni á síðustu árum. Sigurður segir að enn falli grjót úr hlíðinni. „Það er bara á meðan ég er að tala við þig, að þá er ég að horfa á grjót hrynja úr sárinu þannig að þetta er ekkert alveg búið,“ segir Sigurður og bætir við, „Við komum til með að vera í sambandi við sérfræðinga hjá Veðurstofunni og það er allt í vinnslu.“ Svæðinu var lokað í gærkvöld eftir að ferðamenn slösuðust vegna grjóthruns en eitthvað bar á því að vegfarendur virtu lokanir lögreglu að vettugi. Sigurður telur líklegt að reynt verði að halda svæðinu lokuðu næstu daga. „Já ég held að það sé ekkert vit í öðru. Við reynum að gera okkar besta í að halda þessu lokuðu en það er svolítið erfitt þegar Atlantshafið lemur á öllum lokunum. Við gerum okkar besta,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mýrdalshreppur Umhverfismál Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira