Ástandið á flakinu gerir rannsakendum erfitt fyrir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. september 2019 11:23 Frá vettvangi í dag. Vélin er í forgrunni myndarinnar og eins sést þá kviknaði í henni. Landhelgisgæslan Ekki liggur fyrir hvers vegna lítil eins hreyfils flugvél brotlenti á Skálafellsöxl, nærri Móskarðshnjúkum um miðjan dag í gær. Rannsókn á tildrögum slyssins gæti tekið langan tíma. Það þykir með ólíkindum að flugmaður lítillar flugvélar sem brotlenti á Skálfellsöxl í gær hafi ekki slasast alvarlega. Fyrstu upplýsingar um slysið komu í gegnum stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þegar neyðarsendir vélarinnar fór af stað og voru viðbragðsaðilar sendir á vettvang. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, fann manninn tæpri klukkustund eftir að neyðarboðin bárust og kom hann gangandi á móts við áhöfn þyrlunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var maðurinn með einhverja áverka á andliti og fótum.Mikill viðbúnaður var vegna atviksins. Sjúkrabifreiðar voru meðal annars sendar á vettvang að Skálafelli.Vísir/VilhelmRannsókn á tildrögum slyssins hófst strax af hendi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Flugvélin er afar illa farin en eldur kom upp í henni. Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að vettvangsrannsókn hafi gengið vel en henni lauk á ellefta tímanum í gærkvöldi. „Við tókum flakið saman og það var flutt á sérútbúnum björgunarsveitarbíl í bæinn og í flugskýli Rannsóknarnefndarinnar að því loknu. Í framhaldi af því var vettvangsvinnu lokið,“ segir Ragnar. Ragnar segir að rætt hafi verið við flugmanninn í gær en frekari skýrslutaka er fyrirhuguð.Flugmaðurinn fannst á Skálafelli.Loftmyndir ehf.„Aðstæður voru svo sem ágætar. Það kom í ljós eftir að við vorum komnir á vettvang að það var hægt að komast að á breyttum bílum. Þannig að aðgengi var betra en okkur var tjáð í fyrstu. Vélin var samt illa brunnin.“Hafið þið upplýsingar um hvað kom fyrir? „Ekki sem ég get tjáð mig um að svo stöddu.“ Ragnar segir að rannsóknin á flaki vélarinnar gæti orðið erfið þar sem það sé illa brunnið. „Óneitanlega er minna hægt að lesa út úr vettvangsgögnum þegar að slíkt er, en það er kannski of snemmt að segja hvað við munum samt fá út úr flakinu.“ Flugslysið í gær er það áttunda á aðeins nokkrum mánuðum og segir Ragnar að rannsókn þeirra muni taka langan tíma. „Það var ekkert flugslys í fyrra, sem var mjög gott en vanalega erum við með nokkur flugslys á ári. Við eigum svo sem eftir að fara yfir tölfræðina. Ég tel samt að þetta sé svona í hærri kantinum. Það sem er kannski óvenjulegt er að þau hafa öll verið á skömmum tíma eða þremur mánuðum.Hvað tekur svona rannsókn langan tíma? „Það er erfitt að segja. Það er margt sem spilar inn í þar einfaldlega vegna þess að það hefur verið mikið af flugslysum og alvarlegum flugatvikum í ár og vitanlega mun það líka hafa áhrif.“ Bláskógabyggð Fréttir af flugi Mosfellsbær Samgönguslys Tengdar fréttir Rannsókn lokið á vettvangi flugslyssins Vettvangsrannsókn á flugslysi sem varð við Skálafellsöxl í dag lauk á ellefta tímanum. 17. september 2019 23:00 Fundu flugmanninn gangandi við topp Skálafells Viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst nú á fjórða tímanum tilkynning um flugatvik við Móskarðshnjúka. 17. september 2019 15:38 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvers vegna lítil eins hreyfils flugvél brotlenti á Skálafellsöxl, nærri Móskarðshnjúkum um miðjan dag í gær. Rannsókn á tildrögum slyssins gæti tekið langan tíma. Það þykir með ólíkindum að flugmaður lítillar flugvélar sem brotlenti á Skálfellsöxl í gær hafi ekki slasast alvarlega. Fyrstu upplýsingar um slysið komu í gegnum stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þegar neyðarsendir vélarinnar fór af stað og voru viðbragðsaðilar sendir á vettvang. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, fann manninn tæpri klukkustund eftir að neyðarboðin bárust og kom hann gangandi á móts við áhöfn þyrlunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var maðurinn með einhverja áverka á andliti og fótum.Mikill viðbúnaður var vegna atviksins. Sjúkrabifreiðar voru meðal annars sendar á vettvang að Skálafelli.Vísir/VilhelmRannsókn á tildrögum slyssins hófst strax af hendi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Flugvélin er afar illa farin en eldur kom upp í henni. Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að vettvangsrannsókn hafi gengið vel en henni lauk á ellefta tímanum í gærkvöldi. „Við tókum flakið saman og það var flutt á sérútbúnum björgunarsveitarbíl í bæinn og í flugskýli Rannsóknarnefndarinnar að því loknu. Í framhaldi af því var vettvangsvinnu lokið,“ segir Ragnar. Ragnar segir að rætt hafi verið við flugmanninn í gær en frekari skýrslutaka er fyrirhuguð.Flugmaðurinn fannst á Skálafelli.Loftmyndir ehf.„Aðstæður voru svo sem ágætar. Það kom í ljós eftir að við vorum komnir á vettvang að það var hægt að komast að á breyttum bílum. Þannig að aðgengi var betra en okkur var tjáð í fyrstu. Vélin var samt illa brunnin.“Hafið þið upplýsingar um hvað kom fyrir? „Ekki sem ég get tjáð mig um að svo stöddu.“ Ragnar segir að rannsóknin á flaki vélarinnar gæti orðið erfið þar sem það sé illa brunnið. „Óneitanlega er minna hægt að lesa út úr vettvangsgögnum þegar að slíkt er, en það er kannski of snemmt að segja hvað við munum samt fá út úr flakinu.“ Flugslysið í gær er það áttunda á aðeins nokkrum mánuðum og segir Ragnar að rannsókn þeirra muni taka langan tíma. „Það var ekkert flugslys í fyrra, sem var mjög gott en vanalega erum við með nokkur flugslys á ári. Við eigum svo sem eftir að fara yfir tölfræðina. Ég tel samt að þetta sé svona í hærri kantinum. Það sem er kannski óvenjulegt er að þau hafa öll verið á skömmum tíma eða þremur mánuðum.Hvað tekur svona rannsókn langan tíma? „Það er erfitt að segja. Það er margt sem spilar inn í þar einfaldlega vegna þess að það hefur verið mikið af flugslysum og alvarlegum flugatvikum í ár og vitanlega mun það líka hafa áhrif.“
Bláskógabyggð Fréttir af flugi Mosfellsbær Samgönguslys Tengdar fréttir Rannsókn lokið á vettvangi flugslyssins Vettvangsrannsókn á flugslysi sem varð við Skálafellsöxl í dag lauk á ellefta tímanum. 17. september 2019 23:00 Fundu flugmanninn gangandi við topp Skálafells Viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst nú á fjórða tímanum tilkynning um flugatvik við Móskarðshnjúka. 17. september 2019 15:38 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Rannsókn lokið á vettvangi flugslyssins Vettvangsrannsókn á flugslysi sem varð við Skálafellsöxl í dag lauk á ellefta tímanum. 17. september 2019 23:00
Fundu flugmanninn gangandi við topp Skálafells Viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst nú á fjórða tímanum tilkynning um flugatvik við Móskarðshnjúka. 17. september 2019 15:38