Átta ára stúlka féll fyrir hendi lögreglu í Brasilíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 16:52 Ágatha var aðeins átta ára gömul þegar hún lést. AP/Leo Correa Mótmæli brutust út í Rio de Janeiro í Brasilíu eftir að átta ára gömul stúlka lést þegar hún varð fyrir byssukúlu lögreglumanna. Rúmlega tólf hundruð almennir borgarar hafa látið lífið í aðgerðum lögreglu í Rio de Janero það sem af er ári. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ágatha Vitória Sales Félix, átta ára gömul, var með ömmu sinni í sendiferðabíl þegar hún var skotin í bakið í fátækrahverfi á föstudag. Íbúar á svæðinu segja lögreglu hafa verið að eltast við mótorhjólamann þegar hún varð fyrir skotinu. Lögregla segir hins vegar að hún hafi verið að bregðast við árás 1.249 manns hafa látið lífið í álíka aðgerðum í Ríó frá því í Janúar fram í Ágúst. Ágatha er fimmta barnið til að deyja vegna ofbeldis sem lögreglunni hefur verið kennt um. Gagnrýnendur segja að harðlínu stefnan sem er framfylgt af Wilson Witzel, íhaldssams ríkisstjóra Ríó, sem tók við embætti í janúar, sé ástæða fjölda dauðsfalla í fátækrahverfum borgarinnar.Moradores do Complexo do Alemão estão neste momento realizando uma manifestação na entrada da Grota pela violência na favela e pela morte da Ágatha Félix, de 8 anos. pic.twitter.com/tCzzDNoLxb — Voz das Comunidades (@vozdacomunidade) September 21, 2019 Á laugardag söfnuðust saman tugir einstaklinga í Alemao, einu stærsta fátækrahverfi Ríó, þar sem Ágatha varð fyrir skoti á föstudagskvöld. Hún var færð á sjúkrahús en dó þar. Einhverjir mótmælendur héldu á spjöldum sem á stóð „Líf í fátækrahverfum skipta máli“ og „Hættið að drepa okkur.“ Búið er að skipuleggja mótmæli sem haldin verða á sunnudag. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að lögreglumennirnir hafi svarað tilkynningu um árásir, sem leiddi til þess að til átaka kom á milli lögreglu og glæpamanna. Málið er nú í rannsókn. Fjölskylda Ágöthu mótmælti þessu og sögðu að lögregla hafi verið að miða á mótorhjólamann þegar hún varð fyrir skotinu og að enginn skotbardagi hafi átt sér stað. „Maður kom á mótorhjóli og lögreglan bað hann um að stoppa. Hann stoppaði ekki og fór, hann bar ekki vopn og lögreglan skaut. Það voru engin átök, bara lögreglan skaut,“ sagði Elías, frændi stúlkunnar.Uppfært 23.9.2019 Orðalagi fréttarinnar um dauða stúlkunnar var breytt. Í upphaflegri útgáfu hennar sagði að stúlkan hefði verið myrt. Brasilía Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Mótmæli brutust út í Rio de Janeiro í Brasilíu eftir að átta ára gömul stúlka lést þegar hún varð fyrir byssukúlu lögreglumanna. Rúmlega tólf hundruð almennir borgarar hafa látið lífið í aðgerðum lögreglu í Rio de Janero það sem af er ári. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ágatha Vitória Sales Félix, átta ára gömul, var með ömmu sinni í sendiferðabíl þegar hún var skotin í bakið í fátækrahverfi á föstudag. Íbúar á svæðinu segja lögreglu hafa verið að eltast við mótorhjólamann þegar hún varð fyrir skotinu. Lögregla segir hins vegar að hún hafi verið að bregðast við árás 1.249 manns hafa látið lífið í álíka aðgerðum í Ríó frá því í Janúar fram í Ágúst. Ágatha er fimmta barnið til að deyja vegna ofbeldis sem lögreglunni hefur verið kennt um. Gagnrýnendur segja að harðlínu stefnan sem er framfylgt af Wilson Witzel, íhaldssams ríkisstjóra Ríó, sem tók við embætti í janúar, sé ástæða fjölda dauðsfalla í fátækrahverfum borgarinnar.Moradores do Complexo do Alemão estão neste momento realizando uma manifestação na entrada da Grota pela violência na favela e pela morte da Ágatha Félix, de 8 anos. pic.twitter.com/tCzzDNoLxb — Voz das Comunidades (@vozdacomunidade) September 21, 2019 Á laugardag söfnuðust saman tugir einstaklinga í Alemao, einu stærsta fátækrahverfi Ríó, þar sem Ágatha varð fyrir skoti á föstudagskvöld. Hún var færð á sjúkrahús en dó þar. Einhverjir mótmælendur héldu á spjöldum sem á stóð „Líf í fátækrahverfum skipta máli“ og „Hættið að drepa okkur.“ Búið er að skipuleggja mótmæli sem haldin verða á sunnudag. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að lögreglumennirnir hafi svarað tilkynningu um árásir, sem leiddi til þess að til átaka kom á milli lögreglu og glæpamanna. Málið er nú í rannsókn. Fjölskylda Ágöthu mótmælti þessu og sögðu að lögregla hafi verið að miða á mótorhjólamann þegar hún varð fyrir skotinu og að enginn skotbardagi hafi átt sér stað. „Maður kom á mótorhjóli og lögreglan bað hann um að stoppa. Hann stoppaði ekki og fór, hann bar ekki vopn og lögreglan skaut. Það voru engin átök, bara lögreglan skaut,“ sagði Elías, frændi stúlkunnar.Uppfært 23.9.2019 Orðalagi fréttarinnar um dauða stúlkunnar var breytt. Í upphaflegri útgáfu hennar sagði að stúlkan hefði verið myrt.
Brasilía Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira