Nígerskur lektor leystur frá störfum eftir að hafa boðið nemendum góðar einkunnir í stað kynlífs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. október 2019 18:09 Háskólinn í Lagos. getty/ Frédéric Soltan Háskólinn í Lagos hefur leyst lektor frá störfum eftir að myndband náðist af honum kynferðislega áreita fréttamann breska ríkisútvarpsins sem þóttist vera nemandi. Lektorinn, sem heitir Boniface Igbeneghu, er líka prestur og hefur kirkjan hans fordæmt hann síðan myndbandið var birt. Hann var einn nokkurra fræðimanna sem var myndaður í leyni í árslangri rannsókn BBC Africa Eye. Í myndinni, sem hefur vakið upp mikla umræðu á veraldarvefnum, voru meint kynferðisbrot nokkurra starfsmanna tveggja virtustu háskólanna í Vestur-Afríku rannsökuð. Fréttamaðurinn talaði einnig við stúdenta sem sökuðu starfsmennina um að hafa áreitt sig kynferðislega. Í myndinni spurði Igbeneghu fréttamanninn óviðeigandi spurninga og bað hana meðal annars að læsa skrifstofunni sinni og kyssa sig en hann áreitti hana einnig kynferðislega. Fréttamaðurinn þóttist vera sautján ára gamall nemandi og hótaði hann henni meðal annars að klaga hana til móður hennar ef hún „hlýddi“ ekki beiðnum hans. Nokkrir stúdentar sökuðu lektorinn um að hafa brotið á sér kynferðislega í myndinni. Einn fyrrverandi nemandi Igbeneghu sagði meðal annars að hún hafi gert tilraunir til sjálfsvígs ítrekað eftir að hann braut á henni. Eftir að myndin var birt hélt Háskólinn í Lagos neyðarfund á mánudag þar sem Igbeneghu var leystur frá störfum tafarlaust og er honum meinaður aðgangur að háskólasvæðinu. Í yfirlýsingu sagðist háskólinn vera miður sín vegna ásakannana og hét því að gera allt sem í hans valdi stæði til að rannsaka og berjast gegn ógninni sem stafaði af áreitinni innan skólans. Nígería Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Háskólinn í Lagos hefur leyst lektor frá störfum eftir að myndband náðist af honum kynferðislega áreita fréttamann breska ríkisútvarpsins sem þóttist vera nemandi. Lektorinn, sem heitir Boniface Igbeneghu, er líka prestur og hefur kirkjan hans fordæmt hann síðan myndbandið var birt. Hann var einn nokkurra fræðimanna sem var myndaður í leyni í árslangri rannsókn BBC Africa Eye. Í myndinni, sem hefur vakið upp mikla umræðu á veraldarvefnum, voru meint kynferðisbrot nokkurra starfsmanna tveggja virtustu háskólanna í Vestur-Afríku rannsökuð. Fréttamaðurinn talaði einnig við stúdenta sem sökuðu starfsmennina um að hafa áreitt sig kynferðislega. Í myndinni spurði Igbeneghu fréttamanninn óviðeigandi spurninga og bað hana meðal annars að læsa skrifstofunni sinni og kyssa sig en hann áreitti hana einnig kynferðislega. Fréttamaðurinn þóttist vera sautján ára gamall nemandi og hótaði hann henni meðal annars að klaga hana til móður hennar ef hún „hlýddi“ ekki beiðnum hans. Nokkrir stúdentar sökuðu lektorinn um að hafa brotið á sér kynferðislega í myndinni. Einn fyrrverandi nemandi Igbeneghu sagði meðal annars að hún hafi gert tilraunir til sjálfsvígs ítrekað eftir að hann braut á henni. Eftir að myndin var birt hélt Háskólinn í Lagos neyðarfund á mánudag þar sem Igbeneghu var leystur frá störfum tafarlaust og er honum meinaður aðgangur að háskólasvæðinu. Í yfirlýsingu sagðist háskólinn vera miður sín vegna ásakannana og hét því að gera allt sem í hans valdi stæði til að rannsaka og berjast gegn ógninni sem stafaði af áreitinni innan skólans.
Nígería Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira