Heimurinn er að minnka! Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 7. október 2019 09:30 Eitt af því sem ég dýrka við Internetið er hvað það hefur minnkað þessa litlu/stóru veröld okkar. Fyrir ekkert svo mörgum árum síðan, reyndar alveg ótrúlega stutt síðan, að ef maður vildi fá fréttir þá voru bréfaskriftir eina leiðin. Núna tökum við upp gemsann okkar og face time-um einhvern sem er þess vegna hinum megin á hnettinum. Þegar börnin mín verða fullorðin, í hvernig heimi munu þau lifa í? Amma mín ólst upp í torfbæ, í hvernig heimi munu barnabörnin mín lifa í? Eitt af því sem mér hefur fundist dásamlegt við þessa þróun er tækifærið til að kynnast öðrum menningarheimum. Síðastliðin þrjú ár þá höfum við verið með erlenda barnapíur, hálfgert au pair. Ekki það að við höfðum eitthvað á móti þessum íslensku, alls ekki, en ég vildi gefa krökkunum mínum tækifæri til að sjá heiminn okkar (Ísland) með augum einhvers sem var ekki vanur því að forsetinn geti gengið um óáreittur og án þess að vera með lífverði á hægri og vinstri hönd. Sem eitt lítið dæmi þá var barnapían okkar sl. sumar frá Chile. Fyrsta daginn sem hann var að passa þá fer sonur minn (8 ára) út að leika með vinum sínum og á meðan hringir barnapían í mömmu sína úti í Chile. Hún fékk algjört áfall þegar sonur hennar sagði að barnið sem hann ætti að vera að passa væri bara eitt úti, það gæti eitthvað komið fyrir. Hann (barnapían) þurfti virkilega að sannfæra mömmu sína um að þetta væri allt í lagi, hann væri öruggur, börn hérna á Íslandi væru örugg. Þetta virkilega opnað augun mín, það er svo margt sem við tökum fyrir sem sjálfsagt, en er í raun forréttindi. Ég vona að þessi „minni heimur“ sem við lifum í núna verði til þess að auka víðsýni, að fólk gerir sér grein fyrir því að við erum öll eins. Núna í sumar yfir smá tímabil þá vorum við 6 í heimili, ekkert merkilegt við það, en það sem er merkilegt er að við vorum frá 5 mismunandi löndum. Ég og maðurinn minn fædd á Íslandi, börnin mín tvö bæði ættleidd frá sitt hvoru landinu, barnapían mín frá Chile og svo skiptineminn okkar, bónusdóttir mín, frá Tælandi. Þannig að, verið óhrædd við að kynnast nýju fólki, nýjum hlutum. Heimurinn er svo dásamlegur og ótrúlega spennandi og hreinlega bíður eftir þér að vera uppgötvaður. Og mundu, ef þú fléttir aldrei blaðsíðunni, þá kemstu ekkert áfram með bókina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristbjörg Ólafsdóttir Mest lesið Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar Skoðun Hvers vegna Evrópusinni? Einar Helgason skrifar Skoðun Það gera allir mistök Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir sem skaða náttúruna Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem ég dýrka við Internetið er hvað það hefur minnkað þessa litlu/stóru veröld okkar. Fyrir ekkert svo mörgum árum síðan, reyndar alveg ótrúlega stutt síðan, að ef maður vildi fá fréttir þá voru bréfaskriftir eina leiðin. Núna tökum við upp gemsann okkar og face time-um einhvern sem er þess vegna hinum megin á hnettinum. Þegar börnin mín verða fullorðin, í hvernig heimi munu þau lifa í? Amma mín ólst upp í torfbæ, í hvernig heimi munu barnabörnin mín lifa í? Eitt af því sem mér hefur fundist dásamlegt við þessa þróun er tækifærið til að kynnast öðrum menningarheimum. Síðastliðin þrjú ár þá höfum við verið með erlenda barnapíur, hálfgert au pair. Ekki það að við höfðum eitthvað á móti þessum íslensku, alls ekki, en ég vildi gefa krökkunum mínum tækifæri til að sjá heiminn okkar (Ísland) með augum einhvers sem var ekki vanur því að forsetinn geti gengið um óáreittur og án þess að vera með lífverði á hægri og vinstri hönd. Sem eitt lítið dæmi þá var barnapían okkar sl. sumar frá Chile. Fyrsta daginn sem hann var að passa þá fer sonur minn (8 ára) út að leika með vinum sínum og á meðan hringir barnapían í mömmu sína úti í Chile. Hún fékk algjört áfall þegar sonur hennar sagði að barnið sem hann ætti að vera að passa væri bara eitt úti, það gæti eitthvað komið fyrir. Hann (barnapían) þurfti virkilega að sannfæra mömmu sína um að þetta væri allt í lagi, hann væri öruggur, börn hérna á Íslandi væru örugg. Þetta virkilega opnað augun mín, það er svo margt sem við tökum fyrir sem sjálfsagt, en er í raun forréttindi. Ég vona að þessi „minni heimur“ sem við lifum í núna verði til þess að auka víðsýni, að fólk gerir sér grein fyrir því að við erum öll eins. Núna í sumar yfir smá tímabil þá vorum við 6 í heimili, ekkert merkilegt við það, en það sem er merkilegt er að við vorum frá 5 mismunandi löndum. Ég og maðurinn minn fædd á Íslandi, börnin mín tvö bæði ættleidd frá sitt hvoru landinu, barnapían mín frá Chile og svo skiptineminn okkar, bónusdóttir mín, frá Tælandi. Þannig að, verið óhrædd við að kynnast nýju fólki, nýjum hlutum. Heimurinn er svo dásamlegur og ótrúlega spennandi og hreinlega bíður eftir þér að vera uppgötvaður. Og mundu, ef þú fléttir aldrei blaðsíðunni, þá kemstu ekkert áfram með bókina.
Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen Skoðun
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen Skoðun
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun