Ungir kjósendur snúa baki við Justin Trudeau Atli Ísleifsson skrifar 16. október 2019 14:45 Jagmeet Singh og Justin Trudeau ræðast við fyrr í mánuðinum. EPA Kanadamenn ganga til þingkosninga á mánudaginn og er óljóst hvort að framhald verði á valdatíð forsætisráðherrans Justin Trudeau. Kosningabaráttan hefur einkennst af hneykslismáli tengdu gömlum ljósmyndum frá háskólaárum Trudeau, deilum um olíuleiðslu, spillingarmál og sikka sem er í framboði og þykir gæddum miklum persónutöfrum. Jagmeet Singh, leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins (NDP), hefur verið sérstaklega áberandi í kosningabaráttunni og hefur myndband farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem sjá má hann eiga í samskiptum við eldri mann á götum Montréal. Maðurinn hallar sér upp að Singh, sem er sikki og lögfræðingur að mennt, og ráðleggur honum að taka af sér túrbaninn. Þannig myndi Singh „betur líkjast Kanadamanni“. Singh tekur þá um öxl mannsins og segir: „Ég held að Kanadamenn líti alls konar út. Það er það sem er svo fallegt við Kanada.“Myndir frá háskólaárunum Stuðningur við Singh og flokk hans hefur aukist nokkuð eftir að ljósmyndir af Trudeau frá háskólaárunum voru grafnar upp, þar sem mátti sjá hann með andlit sitt litað svart. Viðbrögð Singh vöktu aðdáun margra þar sem hann ræddi sína eigin reynslu af rasisma. Þótti mörgum hann nálgast málefnið með yfirveguðum og beinskeyttum hætti. Þá þóttu orð hans ekki til þess fallinn að skapa frekari ágreining. Þannig hafa kannanir Campaign research bent til að Singh sé sá flokksleiðtogi sem nú nýtur mest trausts.Íhaldsflokkurinn mælist með mest fylgi Kosið er til neðri deildar þingsins þar sem sæti eiga 338 þingmenn. Nýleg skoðanakönnun CBC bendir til að Íhaldsflokkurinn, með Andrew Sheer í broddi fylkingar, sé stærstur og mælist hann með um 32,4 prósent fylgi. Frjálslyndi flokkurinn, flokkur Trudeau, mælist með 31,8 prósent fylgi, Nýi lýðræðisflokkurinn (NDP) með 16,7 prósent, Græningjar með 9,4 prósent, Québec-bandalagið 6,5 prósent og Framsækni íhaldsflokkur Kanada með 2,5 prósent fylgi. Flokkur Trudeau hlaut 39,5 prósent fylgi í kosningunum 2015 og Íhaldsflokkurinn 32 prósent.Breytt staða Pólitískt landslag í Kanada breyttist mikið eftir kosningarnar 2015 eftir að hinn þá 43 ára Trudeau hafði komið eins og stormsveipur inn á sviðið. Kom hann þá Stephen Harper og Íhaldsflokknum frá völdum eftir um níu ára valdatíð þeirra. Ásýnd Kanada breyttist nokkuð þar sem hinn ungi forsætisráðherra mætti í kröfugöngur hinsegin fólks og tók persónulega á móti fjölda flóttafólks sem hafði þá komið til landsins. Þá lofaði hann róttækum aðgerðum í loftslagsmálum og opnari pólitík.Jagmeet Singh, leiðtogi NDP, Elizabeth May, leiðtogi Græningja, Maxime Bernier, leiðtogi Kanadíska þjóðarflokksins, Justin Trudeau, leiðtogi Frjálslynda flokksins, Andrew Schee, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Yves-Francois Blanchet, leiðtogi Quebec-bandalagsins.EPANú er hins vegar öldin önnur og ímynd Trudeau hefur laskast nokkuð. Myndirnar af Trudeau hratt af stað umræðu um rasisma í kanadísku samfélagi og þá hefur forsætisráðherrann lent upp á kant við samtök umhverfissinna og frumbyggja eftir að stjórn Trudeau samþykkti lagningu gríðarlangrar olíuleiðslu yfir landið þvert. Er hann sakaður um að leika tveimur skjöldum – að vilja vera í framvarðasveit þeirra sem berjast gegn loftslagsbreytingum, auk þess að halda olíufyrirtækjunum góðum.Ungir snúa baki við Trudeau Forsætisráðherrann hefur sömuleiðis sætt gagnrýni eftir ásakanir um að hafa hindrað framgang réttvísinnar, sér í lagi eftir fyrri loforð um aukið gegnsæi í stjórnsýslunni. Dómsmálaráðherrann fyrrverandi, Jody Wilson-Raybould, greindi frá því á síðasta ári að nánustu samstarfsmenn Trudeau hafi þrýst á sig að ákæra ekki SNC-Lavalin, einu stærsta verkfræði- og byggingarfyrirtækis vegna spillingarmáls í Líbíu. Ljóst má vera að Trudeau á nokkuð undir högg að sækja, en kannanir benda til að ungir kjósendur hafi að stórum hluta ákveðið að snúa baki við Trudeau. Samkvæmt könnun Léger hyggst þriðjungur þeirra sem kusu Frjálslynda flokkinn árið 2015 ekki gera það í kosningunum á mánudag. Fréttaskýringar Kanada Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Sjá meira
Kanadamenn ganga til þingkosninga á mánudaginn og er óljóst hvort að framhald verði á valdatíð forsætisráðherrans Justin Trudeau. Kosningabaráttan hefur einkennst af hneykslismáli tengdu gömlum ljósmyndum frá háskólaárum Trudeau, deilum um olíuleiðslu, spillingarmál og sikka sem er í framboði og þykir gæddum miklum persónutöfrum. Jagmeet Singh, leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins (NDP), hefur verið sérstaklega áberandi í kosningabaráttunni og hefur myndband farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem sjá má hann eiga í samskiptum við eldri mann á götum Montréal. Maðurinn hallar sér upp að Singh, sem er sikki og lögfræðingur að mennt, og ráðleggur honum að taka af sér túrbaninn. Þannig myndi Singh „betur líkjast Kanadamanni“. Singh tekur þá um öxl mannsins og segir: „Ég held að Kanadamenn líti alls konar út. Það er það sem er svo fallegt við Kanada.“Myndir frá háskólaárunum Stuðningur við Singh og flokk hans hefur aukist nokkuð eftir að ljósmyndir af Trudeau frá háskólaárunum voru grafnar upp, þar sem mátti sjá hann með andlit sitt litað svart. Viðbrögð Singh vöktu aðdáun margra þar sem hann ræddi sína eigin reynslu af rasisma. Þótti mörgum hann nálgast málefnið með yfirveguðum og beinskeyttum hætti. Þá þóttu orð hans ekki til þess fallinn að skapa frekari ágreining. Þannig hafa kannanir Campaign research bent til að Singh sé sá flokksleiðtogi sem nú nýtur mest trausts.Íhaldsflokkurinn mælist með mest fylgi Kosið er til neðri deildar þingsins þar sem sæti eiga 338 þingmenn. Nýleg skoðanakönnun CBC bendir til að Íhaldsflokkurinn, með Andrew Sheer í broddi fylkingar, sé stærstur og mælist hann með um 32,4 prósent fylgi. Frjálslyndi flokkurinn, flokkur Trudeau, mælist með 31,8 prósent fylgi, Nýi lýðræðisflokkurinn (NDP) með 16,7 prósent, Græningjar með 9,4 prósent, Québec-bandalagið 6,5 prósent og Framsækni íhaldsflokkur Kanada með 2,5 prósent fylgi. Flokkur Trudeau hlaut 39,5 prósent fylgi í kosningunum 2015 og Íhaldsflokkurinn 32 prósent.Breytt staða Pólitískt landslag í Kanada breyttist mikið eftir kosningarnar 2015 eftir að hinn þá 43 ára Trudeau hafði komið eins og stormsveipur inn á sviðið. Kom hann þá Stephen Harper og Íhaldsflokknum frá völdum eftir um níu ára valdatíð þeirra. Ásýnd Kanada breyttist nokkuð þar sem hinn ungi forsætisráðherra mætti í kröfugöngur hinsegin fólks og tók persónulega á móti fjölda flóttafólks sem hafði þá komið til landsins. Þá lofaði hann róttækum aðgerðum í loftslagsmálum og opnari pólitík.Jagmeet Singh, leiðtogi NDP, Elizabeth May, leiðtogi Græningja, Maxime Bernier, leiðtogi Kanadíska þjóðarflokksins, Justin Trudeau, leiðtogi Frjálslynda flokksins, Andrew Schee, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Yves-Francois Blanchet, leiðtogi Quebec-bandalagsins.EPANú er hins vegar öldin önnur og ímynd Trudeau hefur laskast nokkuð. Myndirnar af Trudeau hratt af stað umræðu um rasisma í kanadísku samfélagi og þá hefur forsætisráðherrann lent upp á kant við samtök umhverfissinna og frumbyggja eftir að stjórn Trudeau samþykkti lagningu gríðarlangrar olíuleiðslu yfir landið þvert. Er hann sakaður um að leika tveimur skjöldum – að vilja vera í framvarðasveit þeirra sem berjast gegn loftslagsbreytingum, auk þess að halda olíufyrirtækjunum góðum.Ungir snúa baki við Trudeau Forsætisráðherrann hefur sömuleiðis sætt gagnrýni eftir ásakanir um að hafa hindrað framgang réttvísinnar, sér í lagi eftir fyrri loforð um aukið gegnsæi í stjórnsýslunni. Dómsmálaráðherrann fyrrverandi, Jody Wilson-Raybould, greindi frá því á síðasta ári að nánustu samstarfsmenn Trudeau hafi þrýst á sig að ákæra ekki SNC-Lavalin, einu stærsta verkfræði- og byggingarfyrirtækis vegna spillingarmáls í Líbíu. Ljóst má vera að Trudeau á nokkuð undir högg að sækja, en kannanir benda til að ungir kjósendur hafi að stórum hluta ákveðið að snúa baki við Trudeau. Samkvæmt könnun Léger hyggst þriðjungur þeirra sem kusu Frjálslynda flokkinn árið 2015 ekki gera það í kosningunum á mánudag.
Fréttaskýringar Kanada Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Sjá meira