Bíldudalshöfn Rebekka Hilmarsdóttir skrifar 21. október 2019 13:30 Vesturbyggð gaf út í maí á þessu ári Innviðagreiningu fyrir sveitarfélagið sem unnin var í samstarfi við Eflu verkfræðistofu. Í greiningunni er horft til ástands innviða sveitarfélagsins vegna hafsækinnar starfsemi. Lagt var mat á það hvaða innviði þyrfti að byggja upp eða styðja við, svo atvinnulíf á sunnanverðum Vestfjörðum geti haldið áfram að byggjast upp. Þá er einnig í greiningunni dregnar saman þær áskoranir sem samfélag, sem í langan tíma hefur verið í hjöðnum, þarf að takast á við þegar hröð atvinnuuppbygging verður eins og orðið hefur á sunnanverðum Vestfjörðum. Innviðagreininguna má nálgast á heimasíðu Vesturbyggðar. Um hafnarsvæði sveitarfélagsins segir: „Það þrengir verulega að hafnarsvæðum í Vesturbyggð, engar lóðir eru í boði og mikill skortur er á svæðum innan hafnarinnar á Bíldudal, þar sem fyrirtæki geta athafnað sig. Með tilkomu þess að Samskip hafa hafið siglingar til Bíldudals þrengir enn frekar að allri starfsemi í höfninni, en að jafnaði geta verið 25-30 gámar frá Samskip á hafnarsvæðinu.“ Á Bíldudal er eina laxasláturhúsið á Vestfjörðum og þar fer í gegn eldisfiskur úr kvíuum í Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og Dýrafirði. Á árinu 2019 eru því að fara á milli 10.000-13.000 tonn af eldisfisk í gegnum Bíldudalshöfn og um 80.000 tonn af kalkþörungaseti úr Arnarfirði. Lýsing á hefðbundnum degi á þessari litlu höfn er þannig að á höfninni eru 25-30 gámar, 4 lyftarar fyrirtækjanna á ferðinni, gámalyftari Samskipa að afferma eða ferma Bláfell. Brunnbáturinn við störf. Á svæðinu eru 8-10 flutningabílar. Morgunin eftir getur svo dæluskipið Dísa verið á svæðinu að dæla kalkþörungaseti, flutningaskip að taka við kalkþörungum eða jafnvel fóðurskip að leggjast að eða hreinlega allt í einu. Eftir langt tímabil tapreksturs hafnarsjóðs Vesturbyggðar hafa nýframkvæmdir og viðhald verið minna en ella og þá hafa framlög hafnarbótasjóðs í hafnir í Vesturbyggð verið takmarkaðar. Þá hefur atvinnuuppbygging á Bíldudal mögulega verið hraðari og meiri en menn höfðu gert ráð fyrir. Þau miklu þrengsli og þær aðstæður sem starfsmenn fyrirtækjanna og sveitarfélagsins þurfa að vinna við, er með öllu óásættanleg og hefur Vesturbyggð miklar áhyggjur af öryggi starfsmanna sem vinna á hafnarsvæðinu og í nágrenni þess. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær alvarlegt slys verður í þessum miklu þrengslum. Í samgönguáætlun 2019-2023 og í drögum að samgönguáætlun 2020-2024 er gert ráð fyrir 216 millj. kr. framlagi úr hafnarbótasjóði til framkvæmda við Bíldudalshöfn en heildarkostnaður við framkvæmdina eru 387 millj. kr. og leggur hafnarsjóður Vesturbyggðar því 171 millj. kr. til framkvæmdarinnar. Mælt var fyrir um að verkið ætti að hefjast 2019 en tafir hafa orðið á því og hafa þær tafir ekki bætt ástandið á höfninni og óskaði Vesturbyggð eftir því í tillögum sínum í samgönguáætlun að framkvæmdum yrði flýtt, vegna þess mikla neyðarástands sem ríkir á höfninni. Eftir að þeim framkvæmdum sem samgönguáætlun gerir ráð fyrir er lokið, mun athafnarsvæði og viðlegupláss aukast, en framkvæmdin leysir þó aðeins að litlu leyti þann skort sem er á athafnarsvæði og hafnaraðstöðu við Bíldudalshöfn. Fyrirtækin áætla að auka enn frekar framleiðslu sína á sunnanverðum Vestfjörðum og er gert ráð fyrir að fiskeldi verði komið í rúmlega 50.000 tonn innan fárra ára og kalkþörungavinnsla í 120.000 tonn. Þörfin fyrir aukið athafnarsvæði er því brýn og hefur Vesturbyggð óskað eftir sérstökum stuðningi ríkisins til að geta brugðist við þeim framkvæmdum sem nauðsynlegt er að ráðast í við Bíldudalshöfn. Nái áætlanir fyrirtækjanna fram að ganga má gera ráð fyrir að þær muni skila sér í um 70 nýjum störfum og mun slík fjölgun leiða til frekari íbúafjölgunar, sem áætla má að verði um 175 -200 íbúar á næstu árum. Þá er rétt að hafa í huga að sú atvinnustarfsemi sem stunduð er á Bíldudalshöfn í dag, er að skila miklum tekjum í ríkissjóð. Útflutningsverðmæti þeirra afurða sem fara um Bíldudalshöfn hefur verið að aukast jafnt og þétt bæði í fiskeldi og kalkþörungavinnslu. Útflutningsverðmæti fiskeldis er áætlað um 20 ma. kr. á árinu 2019 eða sem nemur um 1% af heildarútflutningi landsins og hefur aukist milli ára um 60%. Um helmingur fiskeldis á Íslandi fer fram á Vestfjörðum. Það þýðir að meirihluti þeirra 10 ma. kr. sem verða til á Vestfjörðum vegna fiskeldis, þá fer mesta magnið í gegnum Bíldudalshöfn, eða um 13.000 tonn á árinu 2019. Miðað við óbreytt afurðaverð mun útflutningsverðmæti fiskeldis verða um 40 ma. kr. árið 2021 sem nemur um 3% af heildarútflutningi og mikill hluti þeirrar framleiðslu fara í gegnum Bíldudalshöfn. Sá mikli viðsnúningur sem hefur orðið í atvinnustarfsemi á Bíldudal, frá því þorpið var skilgreint sem brothætt byggð árið 2012, þar til dagsins í dag, á sér sennilega ekki hliðstæðu á Íslandi. Því er mikilvægt að hlúið sé að þeirri mikilvægu vegferð sem farin er af stað í Vesturbyggð. Í Vesturbyggð er ungu og menntuðu fólki að fjölga, atvinnutækifærum fjölgað mikið á stuttum tíma og eru atvinnutækifærin fjölbreyttari en verið hefur í áratugi. Aukin vöxtur þeirra fyrirtækja sem hafa starfsemi á Bíldudal er því mikilvægur liður í því að viðhalda þeirri jákvæðu byggðaþróun sem orðið hefur á fáum árum. Það neyðarástand sem ríkir nú á Bíldudalshöfn er farið að standa þeirri vegferð verulegum fyrir þrifum og nauðsynlegt að leysa sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Fiskeldi Samgöngur Vesturbyggð Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Vesturbyggð gaf út í maí á þessu ári Innviðagreiningu fyrir sveitarfélagið sem unnin var í samstarfi við Eflu verkfræðistofu. Í greiningunni er horft til ástands innviða sveitarfélagsins vegna hafsækinnar starfsemi. Lagt var mat á það hvaða innviði þyrfti að byggja upp eða styðja við, svo atvinnulíf á sunnanverðum Vestfjörðum geti haldið áfram að byggjast upp. Þá er einnig í greiningunni dregnar saman þær áskoranir sem samfélag, sem í langan tíma hefur verið í hjöðnum, þarf að takast á við þegar hröð atvinnuuppbygging verður eins og orðið hefur á sunnanverðum Vestfjörðum. Innviðagreininguna má nálgast á heimasíðu Vesturbyggðar. Um hafnarsvæði sveitarfélagsins segir: „Það þrengir verulega að hafnarsvæðum í Vesturbyggð, engar lóðir eru í boði og mikill skortur er á svæðum innan hafnarinnar á Bíldudal, þar sem fyrirtæki geta athafnað sig. Með tilkomu þess að Samskip hafa hafið siglingar til Bíldudals þrengir enn frekar að allri starfsemi í höfninni, en að jafnaði geta verið 25-30 gámar frá Samskip á hafnarsvæðinu.“ Á Bíldudal er eina laxasláturhúsið á Vestfjörðum og þar fer í gegn eldisfiskur úr kvíuum í Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og Dýrafirði. Á árinu 2019 eru því að fara á milli 10.000-13.000 tonn af eldisfisk í gegnum Bíldudalshöfn og um 80.000 tonn af kalkþörungaseti úr Arnarfirði. Lýsing á hefðbundnum degi á þessari litlu höfn er þannig að á höfninni eru 25-30 gámar, 4 lyftarar fyrirtækjanna á ferðinni, gámalyftari Samskipa að afferma eða ferma Bláfell. Brunnbáturinn við störf. Á svæðinu eru 8-10 flutningabílar. Morgunin eftir getur svo dæluskipið Dísa verið á svæðinu að dæla kalkþörungaseti, flutningaskip að taka við kalkþörungum eða jafnvel fóðurskip að leggjast að eða hreinlega allt í einu. Eftir langt tímabil tapreksturs hafnarsjóðs Vesturbyggðar hafa nýframkvæmdir og viðhald verið minna en ella og þá hafa framlög hafnarbótasjóðs í hafnir í Vesturbyggð verið takmarkaðar. Þá hefur atvinnuuppbygging á Bíldudal mögulega verið hraðari og meiri en menn höfðu gert ráð fyrir. Þau miklu þrengsli og þær aðstæður sem starfsmenn fyrirtækjanna og sveitarfélagsins þurfa að vinna við, er með öllu óásættanleg og hefur Vesturbyggð miklar áhyggjur af öryggi starfsmanna sem vinna á hafnarsvæðinu og í nágrenni þess. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær alvarlegt slys verður í þessum miklu þrengslum. Í samgönguáætlun 2019-2023 og í drögum að samgönguáætlun 2020-2024 er gert ráð fyrir 216 millj. kr. framlagi úr hafnarbótasjóði til framkvæmda við Bíldudalshöfn en heildarkostnaður við framkvæmdina eru 387 millj. kr. og leggur hafnarsjóður Vesturbyggðar því 171 millj. kr. til framkvæmdarinnar. Mælt var fyrir um að verkið ætti að hefjast 2019 en tafir hafa orðið á því og hafa þær tafir ekki bætt ástandið á höfninni og óskaði Vesturbyggð eftir því í tillögum sínum í samgönguáætlun að framkvæmdum yrði flýtt, vegna þess mikla neyðarástands sem ríkir á höfninni. Eftir að þeim framkvæmdum sem samgönguáætlun gerir ráð fyrir er lokið, mun athafnarsvæði og viðlegupláss aukast, en framkvæmdin leysir þó aðeins að litlu leyti þann skort sem er á athafnarsvæði og hafnaraðstöðu við Bíldudalshöfn. Fyrirtækin áætla að auka enn frekar framleiðslu sína á sunnanverðum Vestfjörðum og er gert ráð fyrir að fiskeldi verði komið í rúmlega 50.000 tonn innan fárra ára og kalkþörungavinnsla í 120.000 tonn. Þörfin fyrir aukið athafnarsvæði er því brýn og hefur Vesturbyggð óskað eftir sérstökum stuðningi ríkisins til að geta brugðist við þeim framkvæmdum sem nauðsynlegt er að ráðast í við Bíldudalshöfn. Nái áætlanir fyrirtækjanna fram að ganga má gera ráð fyrir að þær muni skila sér í um 70 nýjum störfum og mun slík fjölgun leiða til frekari íbúafjölgunar, sem áætla má að verði um 175 -200 íbúar á næstu árum. Þá er rétt að hafa í huga að sú atvinnustarfsemi sem stunduð er á Bíldudalshöfn í dag, er að skila miklum tekjum í ríkissjóð. Útflutningsverðmæti þeirra afurða sem fara um Bíldudalshöfn hefur verið að aukast jafnt og þétt bæði í fiskeldi og kalkþörungavinnslu. Útflutningsverðmæti fiskeldis er áætlað um 20 ma. kr. á árinu 2019 eða sem nemur um 1% af heildarútflutningi landsins og hefur aukist milli ára um 60%. Um helmingur fiskeldis á Íslandi fer fram á Vestfjörðum. Það þýðir að meirihluti þeirra 10 ma. kr. sem verða til á Vestfjörðum vegna fiskeldis, þá fer mesta magnið í gegnum Bíldudalshöfn, eða um 13.000 tonn á árinu 2019. Miðað við óbreytt afurðaverð mun útflutningsverðmæti fiskeldis verða um 40 ma. kr. árið 2021 sem nemur um 3% af heildarútflutningi og mikill hluti þeirrar framleiðslu fara í gegnum Bíldudalshöfn. Sá mikli viðsnúningur sem hefur orðið í atvinnustarfsemi á Bíldudal, frá því þorpið var skilgreint sem brothætt byggð árið 2012, þar til dagsins í dag, á sér sennilega ekki hliðstæðu á Íslandi. Því er mikilvægt að hlúið sé að þeirri mikilvægu vegferð sem farin er af stað í Vesturbyggð. Í Vesturbyggð er ungu og menntuðu fólki að fjölga, atvinnutækifærum fjölgað mikið á stuttum tíma og eru atvinnutækifærin fjölbreyttari en verið hefur í áratugi. Aukin vöxtur þeirra fyrirtækja sem hafa starfsemi á Bíldudal er því mikilvægur liður í því að viðhalda þeirri jákvæðu byggðaþróun sem orðið hefur á fáum árum. Það neyðarástand sem ríkir nú á Bíldudalshöfn er farið að standa þeirri vegferð verulegum fyrir þrifum og nauðsynlegt að leysa sem allra fyrst.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun