Katrín heiðraði Rauðsokkur, Rótina og Knúz Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2019 10:25 Rauðsokkuhreyfingin stillti sér upp á mynd með forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra afhenti jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs í gær. Jafnréttisviðurkenningin var veitt í fyrsta skiptið árið 1992 en í ár kemur það í hlut forsætisráðherra að veita viðurkenninguna. Að þessu sinni voru það þrír aðilar sem hlutu viðurkenninguna eins og segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hlýtur viðurkenningu fyrir að vekja umræðu um konur, fíkn, áföll, ofbeldi og geðheilbrigði og huga að sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur. Í rökstuðningi sínum segir Jafnréttisráð m.a. að félagið sé brautryðjandi í umræðunni um tengsl áfalla, ofbeldis og fíknar hér á landi. Rótin var stofnuð í Reykjavík 8. mars 2013 og hefur því starfað óslitið á sjöunda ár. Í rökstuðningi jafnréttisráðs segir að Rótin hafi með starfi sínu og málflutningi kynnt nýjar kenningar og hugmyndir um konur, fíkn, áföll, ofbeldi og geðheilbrigði. Þannig hafi Rótin ögrað viðteknum hugmyndum um leiðir til bata.Rótin var heiðruð.Rauðsokkahreyfingin fær viðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir að hafa sett kyn- og frjósemisréttindi á dagskrá á Íslandi á 8. áratug síðustu aldar. Þær börðust fyrir frjálsum fóstureyðingum og ruddu þannig brautina fyrir þeim lögum sem loksins voru samþykkt á Alþingi sl. vor, sem tryggja konum sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Í rökstuðningi sínum segir Jafnréttisráð m.a. að barátta Rauðsokkanna hafi gert heiminn betri og rutt brautina fyrir komandi kynlóðir. Rauðsokkurnar eru okkur innblástur til að halda áfram baráttunni fyrir kvenfrelsi og jafnrétti.Forsvarsfólk Knúz með forsætisráðherra.Knúz – femínískt vefrit fær sérstaka fjölmiðlaviðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir að halda úti femínískri umræðu um samfélagsmál. Í rökstuðningi sínum segir Jafnréttisráð að Knúz – femínískt vefrit birti greinar eftir breiðan og fjölbreyttan hóps fólks sem skrifar um jafnrétti og femínisma. Rétt eins og hópurinn sem stendur að vefritinu þá eru greinarnar jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Viðfangsefnin eru allt frá nauðgunarmenningu til launamisréttis auk þess sem tekið er á stórum málum eins og forréttindum. Rödd Knúzins er sterk í baráttunni fyrir kvenfrelsi og jafnrétti. Knúzið hefur sýnt frumkvæði og opnað augu margra fyrir mikilvægi feminískrar umræðu í samfélaginu. Jafnréttismál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra afhenti jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs í gær. Jafnréttisviðurkenningin var veitt í fyrsta skiptið árið 1992 en í ár kemur það í hlut forsætisráðherra að veita viðurkenninguna. Að þessu sinni voru það þrír aðilar sem hlutu viðurkenninguna eins og segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hlýtur viðurkenningu fyrir að vekja umræðu um konur, fíkn, áföll, ofbeldi og geðheilbrigði og huga að sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur. Í rökstuðningi sínum segir Jafnréttisráð m.a. að félagið sé brautryðjandi í umræðunni um tengsl áfalla, ofbeldis og fíknar hér á landi. Rótin var stofnuð í Reykjavík 8. mars 2013 og hefur því starfað óslitið á sjöunda ár. Í rökstuðningi jafnréttisráðs segir að Rótin hafi með starfi sínu og málflutningi kynnt nýjar kenningar og hugmyndir um konur, fíkn, áföll, ofbeldi og geðheilbrigði. Þannig hafi Rótin ögrað viðteknum hugmyndum um leiðir til bata.Rótin var heiðruð.Rauðsokkahreyfingin fær viðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir að hafa sett kyn- og frjósemisréttindi á dagskrá á Íslandi á 8. áratug síðustu aldar. Þær börðust fyrir frjálsum fóstureyðingum og ruddu þannig brautina fyrir þeim lögum sem loksins voru samþykkt á Alþingi sl. vor, sem tryggja konum sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Í rökstuðningi sínum segir Jafnréttisráð m.a. að barátta Rauðsokkanna hafi gert heiminn betri og rutt brautina fyrir komandi kynlóðir. Rauðsokkurnar eru okkur innblástur til að halda áfram baráttunni fyrir kvenfrelsi og jafnrétti.Forsvarsfólk Knúz með forsætisráðherra.Knúz – femínískt vefrit fær sérstaka fjölmiðlaviðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir að halda úti femínískri umræðu um samfélagsmál. Í rökstuðningi sínum segir Jafnréttisráð að Knúz – femínískt vefrit birti greinar eftir breiðan og fjölbreyttan hóps fólks sem skrifar um jafnrétti og femínisma. Rétt eins og hópurinn sem stendur að vefritinu þá eru greinarnar jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Viðfangsefnin eru allt frá nauðgunarmenningu til launamisréttis auk þess sem tekið er á stórum málum eins og forréttindum. Rödd Knúzins er sterk í baráttunni fyrir kvenfrelsi og jafnrétti. Knúzið hefur sýnt frumkvæði og opnað augu margra fyrir mikilvægi feminískrar umræðu í samfélaginu.
Jafnréttismál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira