Á rétt á bótum eftir að hafa tekist á loft við Reynisfjöru Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2019 18:04 Reynisfjara er vinsæll ferðamannastaður. Fréttablaðið/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt að bresk kona sem slasaðist í ferð á vegum Sterna Travel árið 2014 eigi rétt á skaðabótum frá Sternu vegna helmings þess tjóns sem hún varð fyrir er hún slasaðist.Konan var á ferð hér á landi í október árið 2014 og daginn sem slysið varð var hún í rútuferð um Suðurland á vegum Sterna Travel. Stóð til að aka að Sólheimajökli en sökum slæms veður var hætt við það. Ekið var beint að Reynisfjöru þar sem farþegum var hleypt út til að skoða sig.Mjög hvasst var umræddan dag og gekk á með hviðum. Á bakaleið frá fjörunni tókst konan á loft í einni vindhviðunni, kastaðist á steina og meiddist við það á öxl. Var henni komið undir læknishendur en að því er fram kemur í dómi héraðsdóms hefur konan glímt við axlarmein frá því að slysið varð. Vildi meina að fararstjóri hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi Deilur konunnar og Sternu snerust um það hvort að starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins bæru sök á því hvernig fór. Vildi konan meina að óveður hafi geisað á svæðinu og að óforsvaranlegt hafi verið að hleypa ferðamönnum út úr rútunni við Reynisfjöru til að skoða sig um. Fararstjórinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að senda ferðamenn niður í fjöruna Vísaði konan meðal annars í gögn frá Veðurstofu Íslands sem sýndu að þegar ferðamönnum var vísað í fjöruna hafi hviður við mælingarstöðvar í næsta nágrenni farið upp í allt að 40 metra á sekúndu. Þá hafi veður reynst enn verra en spár gerðu ráð fyrir.Hún sjálf hafi tekið áhættuna Sterna vildi hins vegar meina að fyrirtækið bæri ekki ábyrgð á tjóni konunnar. Ósannað væri að konan hefði slasast við það að vindhviða feykti henni. Margvíslegar ástæður gætu verið fyrir falli hennar, svo sem að að hún hafi misstigið sig eða hrasað um eitthvað í fjörunni. Um óhappatilvik hafi verið að ræða. Þá hafi engar veðurviðvaranir verið gefnar og því hafi ekki þótt ástæða til að gera breytingar á ferðinni. Við komuna í Reynisfjöru hafi þó verið ljóst að hvassara var þar en gert var ráð fyrir. Vildi Sterna meina að fararstjórinn hefði mælst til þess að farþegar myndu ekki fara í fjöruna. Það hafi farþegar hins vegar ekki viljað og haldið í fjöruna. Þá sé það rangt að „algjört óveður“ hafi verið á svæðinu. Með því að fara í fjöruna hefði konan tekið meðvitaða áhættu sem hún sjálf bæri alla ábyrgð á.Ósannað að ferðamennirnir hafi fengið skýr fyrirmæli Í dómi héraðsdóms segir að bæði leiðsögumaður og ökumaður rútunnar hafi séð farþega fjúka til á bílastæðinu við Reynisfjöru. Þá hafi eiginmaður konunnar og vinur hennar séð konuna fjúka í vindhviðu með þeim afleiðingum að hún slasaðist. Það væri því nægjanlega sannað að vindhviða hafi orsakað fall hennar.Þá þótti héraðsdómi það ósannað að farþegarnir hafi fengið skýr og eindregin fyrirmæli um að hætta við för í fjöruna. Þó væri það ljóst að konunnni,sem og samferðarfólki hennar, hafi ekki geta dulist að veður hafi verið varasamt og var konan því talin bera nokkra ábyrgð á því hvernig fór.Viðurkenndi héraðsdómur því kröfu konunnar um að hún ætti rétt á skaðabótum úr hendi Sterna Travel vegna helmings tjóns hennar. Þá þarf Sterna að greiða konunni 500 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt að bresk kona sem slasaðist í ferð á vegum Sterna Travel árið 2014 eigi rétt á skaðabótum frá Sternu vegna helmings þess tjóns sem hún varð fyrir er hún slasaðist.Konan var á ferð hér á landi í október árið 2014 og daginn sem slysið varð var hún í rútuferð um Suðurland á vegum Sterna Travel. Stóð til að aka að Sólheimajökli en sökum slæms veður var hætt við það. Ekið var beint að Reynisfjöru þar sem farþegum var hleypt út til að skoða sig.Mjög hvasst var umræddan dag og gekk á með hviðum. Á bakaleið frá fjörunni tókst konan á loft í einni vindhviðunni, kastaðist á steina og meiddist við það á öxl. Var henni komið undir læknishendur en að því er fram kemur í dómi héraðsdóms hefur konan glímt við axlarmein frá því að slysið varð. Vildi meina að fararstjóri hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi Deilur konunnar og Sternu snerust um það hvort að starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins bæru sök á því hvernig fór. Vildi konan meina að óveður hafi geisað á svæðinu og að óforsvaranlegt hafi verið að hleypa ferðamönnum út úr rútunni við Reynisfjöru til að skoða sig um. Fararstjórinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að senda ferðamenn niður í fjöruna Vísaði konan meðal annars í gögn frá Veðurstofu Íslands sem sýndu að þegar ferðamönnum var vísað í fjöruna hafi hviður við mælingarstöðvar í næsta nágrenni farið upp í allt að 40 metra á sekúndu. Þá hafi veður reynst enn verra en spár gerðu ráð fyrir.Hún sjálf hafi tekið áhættuna Sterna vildi hins vegar meina að fyrirtækið bæri ekki ábyrgð á tjóni konunnar. Ósannað væri að konan hefði slasast við það að vindhviða feykti henni. Margvíslegar ástæður gætu verið fyrir falli hennar, svo sem að að hún hafi misstigið sig eða hrasað um eitthvað í fjörunni. Um óhappatilvik hafi verið að ræða. Þá hafi engar veðurviðvaranir verið gefnar og því hafi ekki þótt ástæða til að gera breytingar á ferðinni. Við komuna í Reynisfjöru hafi þó verið ljóst að hvassara var þar en gert var ráð fyrir. Vildi Sterna meina að fararstjórinn hefði mælst til þess að farþegar myndu ekki fara í fjöruna. Það hafi farþegar hins vegar ekki viljað og haldið í fjöruna. Þá sé það rangt að „algjört óveður“ hafi verið á svæðinu. Með því að fara í fjöruna hefði konan tekið meðvitaða áhættu sem hún sjálf bæri alla ábyrgð á.Ósannað að ferðamennirnir hafi fengið skýr fyrirmæli Í dómi héraðsdóms segir að bæði leiðsögumaður og ökumaður rútunnar hafi séð farþega fjúka til á bílastæðinu við Reynisfjöru. Þá hafi eiginmaður konunnar og vinur hennar séð konuna fjúka í vindhviðu með þeim afleiðingum að hún slasaðist. Það væri því nægjanlega sannað að vindhviða hafi orsakað fall hennar.Þá þótti héraðsdómi það ósannað að farþegarnir hafi fengið skýr og eindregin fyrirmæli um að hætta við för í fjöruna. Þó væri það ljóst að konunnni,sem og samferðarfólki hennar, hafi ekki geta dulist að veður hafi verið varasamt og var konan því talin bera nokkra ábyrgð á því hvernig fór.Viðurkenndi héraðsdómur því kröfu konunnar um að hún ætti rétt á skaðabótum úr hendi Sterna Travel vegna helmings tjóns hennar. Þá þarf Sterna að greiða konunni 500 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira