Segja rangt að allir landeigendur séu á móti Reynisfjallsgöngum Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2019 15:30 Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps. Stöð 2/Einar Árnason. „Það er alls ekki rétt að allir hlutaðeigandi landeigendur séu á móti verkinu,“ segir Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, í tilefni fullyrðingar Guðna Einarssonar, bónda í Þórisholti, um að Reynisfjallsgöng hafi verið sett inn á aðalskipulag í óþökk allra landeigenda. Sjá hér: Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda „Það hefur verið hreinn meirihluti fyrir málinu í sveitarstjórn frá kosningum árið 2010 þegar þetta mál var sett fram sem baráttumál, þó að hugmyndin eigi sér að sjálfsögðu mun lengri sögu. Nú háttar svo til að enginn ágreiningur er um málið í sveitarstjórn. Mér þykir slæmt að það, sem er lykilatriði, skuli látið kjurrt liggja á meðan landeigandi sem hefur fyrst og fremst umtalsverðra eiginhagsmuna að gæta fær að þyrla upp ryki. Hann hefur svo ég til viti ekkert umboð til að fullyrða um afstöðu annarra landeigenda en sín sjálfs,“ segir Einar oddviti, sem sjálfur býr á Loðmundarstöðum, einum Sólheimabæjanna.Frá Vík. Horft til Reynisdranga. Nýr vegur kæmi fyrir sunnan byggðina.Stöð 2/Einar Árnason.Bryndís F. Harðardóttir, einn eigenda jarðarinnar Reynishóla, gerir einnig athugasemd við orð Guðna. „Guðni Einarsson er landeigandi í Þórisholti ásamt fleirum og hann er ekki talsmaður Reynishverfinga. Landeigendur í Reynishverfi eru miklu fleiri og margir hverjir styðja þessa framkvæmd,“ segir Bryndís. Hún segir stuðning við göngin hafa komið fram í opinberum umsögnum og nefnir eigendur Presthúsa, Lækjarbakka, Reynis, Teigagerðis auk Reynishóla. „Algjört lykilatriði er að með nýjum vegi losnum við við þjóðveginn úr Víkurþorpi. Hann þverar þorpið, er hættulegur og hefur mjög neikvæð áhrif á samfélagið,“ segir Einar Freyr. „Ný úttekt á vegum Vegagerðarinnar sýnir einmitt fram á neikvæð áhrif vegarins á það hvort börn ganga í skólann eða ekki. Núverandi vegstæði býður ekki upp á úrbætur og því nauðsynlegt að færa veginn. Meðalumferð í gegnum Vík er orðin sú sama í nóvember eins og hún var um hásumar 2013 og fjöldi bíla á dag er orðinn yfir 4.000 þegar mest lætur á sumrin núorðið. Það hefur því aldrei verið mikilvægara að fá nýjan veg heldur en einmitt núna þegar umferðin er orðin jafn mikil og raun ber vitni,“ segir oddvitinn. Mýrdalshreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15 Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda Við landeigendur vorum mjög ósáttir þegar þetta var sett inn í aðalskipulag og það var gert í óþökk allra landeigenda hér, segir Guðni Einarsson, bóndi í Reynishverfi í Mýrdal. 1. desember 2019 10:59 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira
„Það er alls ekki rétt að allir hlutaðeigandi landeigendur séu á móti verkinu,“ segir Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, í tilefni fullyrðingar Guðna Einarssonar, bónda í Þórisholti, um að Reynisfjallsgöng hafi verið sett inn á aðalskipulag í óþökk allra landeigenda. Sjá hér: Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda „Það hefur verið hreinn meirihluti fyrir málinu í sveitarstjórn frá kosningum árið 2010 þegar þetta mál var sett fram sem baráttumál, þó að hugmyndin eigi sér að sjálfsögðu mun lengri sögu. Nú háttar svo til að enginn ágreiningur er um málið í sveitarstjórn. Mér þykir slæmt að það, sem er lykilatriði, skuli látið kjurrt liggja á meðan landeigandi sem hefur fyrst og fremst umtalsverðra eiginhagsmuna að gæta fær að þyrla upp ryki. Hann hefur svo ég til viti ekkert umboð til að fullyrða um afstöðu annarra landeigenda en sín sjálfs,“ segir Einar oddviti, sem sjálfur býr á Loðmundarstöðum, einum Sólheimabæjanna.Frá Vík. Horft til Reynisdranga. Nýr vegur kæmi fyrir sunnan byggðina.Stöð 2/Einar Árnason.Bryndís F. Harðardóttir, einn eigenda jarðarinnar Reynishóla, gerir einnig athugasemd við orð Guðna. „Guðni Einarsson er landeigandi í Þórisholti ásamt fleirum og hann er ekki talsmaður Reynishverfinga. Landeigendur í Reynishverfi eru miklu fleiri og margir hverjir styðja þessa framkvæmd,“ segir Bryndís. Hún segir stuðning við göngin hafa komið fram í opinberum umsögnum og nefnir eigendur Presthúsa, Lækjarbakka, Reynis, Teigagerðis auk Reynishóla. „Algjört lykilatriði er að með nýjum vegi losnum við við þjóðveginn úr Víkurþorpi. Hann þverar þorpið, er hættulegur og hefur mjög neikvæð áhrif á samfélagið,“ segir Einar Freyr. „Ný úttekt á vegum Vegagerðarinnar sýnir einmitt fram á neikvæð áhrif vegarins á það hvort börn ganga í skólann eða ekki. Núverandi vegstæði býður ekki upp á úrbætur og því nauðsynlegt að færa veginn. Meðalumferð í gegnum Vík er orðin sú sama í nóvember eins og hún var um hásumar 2013 og fjöldi bíla á dag er orðinn yfir 4.000 þegar mest lætur á sumrin núorðið. Það hefur því aldrei verið mikilvægara að fá nýjan veg heldur en einmitt núna þegar umferðin er orðin jafn mikil og raun ber vitni,“ segir oddvitinn.
Mýrdalshreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15 Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda Við landeigendur vorum mjög ósáttir þegar þetta var sett inn í aðalskipulag og það var gert í óþökk allra landeigenda hér, segir Guðni Einarsson, bóndi í Reynishverfi í Mýrdal. 1. desember 2019 10:59 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira
Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15
Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda Við landeigendur vorum mjög ósáttir þegar þetta var sett inn í aðalskipulag og það var gert í óþökk allra landeigenda hér, segir Guðni Einarsson, bóndi í Reynishverfi í Mýrdal. 1. desember 2019 10:59