Segir Boris Johnson ljúga um Brexit Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. desember 2019 00:26 Simon Coveney (t.h.) er ekki par sáttur með fullyrðingar Boris Johnson (t.v.) í sambandi við áhrif Brexit á viðskipti við Norður-Írland. getty/ Jack Taylor Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Coveney ítrekaði það í Brussel á mánudag að samkvæmt útgöngusamningnum sem forsætisráðherrann hafði samið um við Evrópusambandið yrðu skoðaðar gaumgæfilega þegar þær færu yfir landamærin, sama í hvora áttina væri verið að flytja þær. „Þetta var kýrskýrt þegar samningurinn var gerður,“ sagði hann í samtali við fréttafólk í Brussel. „Evrópusambandið hefur gert það skýrt að það vilji ekki að flutningur vara verði fyrir áhrifum en á sama tíma þarf að gæta þess að fylgst verði með vörum sem verið er að flytja á milli Norður-Írlands og Bretlands til að tryggja að Evrópusambandið viti hvað er að koma inn á innri markaðinn í gegn um Norður-Írland.“ Þessar athugasemdir Coveney eru í mótsögn við það sem Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði síðasta sunnudag en hann hélt því fram að vörur yrðu ekki athugaðar þegar þær væru fluttar á milli Norður-Írlands og Bretlands. Síðar á mánudag sakaði Arlene Foster, leiðtogi norðurírska stjórnmálaflokksins Lýðræðislega sambandsflokksins, forsætisráðherrann um að segja ranglega frá Brexit samningnum og að hafa gengið á bak orða sinna við Norður-Írland. Coveney sagði í samtali við fréttafólk að samningamenn beggja hliða hafi varið miklum tíma í að skilgreina hvert einasta atriði í samningnum til að vera vissir um að ekki kæmu upp ágreiningsmál. Þá yrðu vörur á leið frá Bretlandi til Norður-Írlands skoðaðar mun betur en vörur á leiðinni til Bretlands. „Það hefur alltaf verið aðgreining milli vara á leið frá Bretlandi inn í Norður-Írland og frá Norður-Írlandi inn í Bretland og við höfum eytt mörgum klukkustundum í að ræða og semja um það og ég held að útskýra það líka.“ Coveney bætti því við að hæpið væri að það tækist að semja um fríverslunarsamning við Bretland fyrir árslok 2020. Johnson hefur verið ásakaður um að ljúga um Brexit samninginn og líkindi þess að semja um fríverslun innan árs. Í síðustu viku var minnisblaði úr Brexit-deild breskra yfirvalda lekið. Í skjalinu kom fram að varhugavert væri að virkja Brexit samninginn fyrir árslok 2020 eins og Johnson hefur ítrekað sagt að muni gerast. Þá myndi það krefjast nýrra reglna og kerfa í verslun við Norður-Írland. Þá kom einnig fram í skjalinu, sem Financial Times fékk í hendur sínar, að 98% útflutningsfyrirtækja myndu eiga í erfiðleikum með að standa undir kostnaði vegna aukinnar pappírsvinnu. Það myndi líklega hafa mest áhrif á neytendur sem þyrftu að greiða hærra verð fyrir vöruna. Yfirvöld hafa hafnað því að nokkuð sé til í þessu skjali og hafnaði einnig skjali sem var lekið til Verkamannaflokksins á föstudag. Yfirvöld héldu því fram að það skjal hafi einungis verið skyndiútreikningar sem gerðir höfðu verið þegar Johnson kom með Brexit samninginn heim til Bretlands í október. Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Norður-Írland Tengdar fréttir Óljóst hvor stóð sig betur í fyrstu kappræðunum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins tókust á í kvöld í fyrstu kappræðunum í aðdraganda bresku þingkosningana. Álitsgjafar segja óljóst hvor þeirra hafi haft betur og almenningur virðist sammála. 19. nóvember 2019 23:03 Íhaldsflokkurinn í sterkri stöðu fyrir kosningarnar Íhaldsflokkurinn er með gott forskot nú þegar það styttist í þingkosningar á Bretlandi. Leiðtogar mættust í kappræðum í gærkvöldi. 20. nóvember 2019 19:00 Hvorugur stærstu flokkana eigi skilinn kosningasigur Við erum í algjöru rugli,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands um stöðu ríkisins í aðdraganda þingkosninga sem munu fara fram 12. desember næstkomandi. 25. nóvember 2019 18:04 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Coveney ítrekaði það í Brussel á mánudag að samkvæmt útgöngusamningnum sem forsætisráðherrann hafði samið um við Evrópusambandið yrðu skoðaðar gaumgæfilega þegar þær færu yfir landamærin, sama í hvora áttina væri verið að flytja þær. „Þetta var kýrskýrt þegar samningurinn var gerður,“ sagði hann í samtali við fréttafólk í Brussel. „Evrópusambandið hefur gert það skýrt að það vilji ekki að flutningur vara verði fyrir áhrifum en á sama tíma þarf að gæta þess að fylgst verði með vörum sem verið er að flytja á milli Norður-Írlands og Bretlands til að tryggja að Evrópusambandið viti hvað er að koma inn á innri markaðinn í gegn um Norður-Írland.“ Þessar athugasemdir Coveney eru í mótsögn við það sem Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði síðasta sunnudag en hann hélt því fram að vörur yrðu ekki athugaðar þegar þær væru fluttar á milli Norður-Írlands og Bretlands. Síðar á mánudag sakaði Arlene Foster, leiðtogi norðurírska stjórnmálaflokksins Lýðræðislega sambandsflokksins, forsætisráðherrann um að segja ranglega frá Brexit samningnum og að hafa gengið á bak orða sinna við Norður-Írland. Coveney sagði í samtali við fréttafólk að samningamenn beggja hliða hafi varið miklum tíma í að skilgreina hvert einasta atriði í samningnum til að vera vissir um að ekki kæmu upp ágreiningsmál. Þá yrðu vörur á leið frá Bretlandi til Norður-Írlands skoðaðar mun betur en vörur á leiðinni til Bretlands. „Það hefur alltaf verið aðgreining milli vara á leið frá Bretlandi inn í Norður-Írland og frá Norður-Írlandi inn í Bretland og við höfum eytt mörgum klukkustundum í að ræða og semja um það og ég held að útskýra það líka.“ Coveney bætti því við að hæpið væri að það tækist að semja um fríverslunarsamning við Bretland fyrir árslok 2020. Johnson hefur verið ásakaður um að ljúga um Brexit samninginn og líkindi þess að semja um fríverslun innan árs. Í síðustu viku var minnisblaði úr Brexit-deild breskra yfirvalda lekið. Í skjalinu kom fram að varhugavert væri að virkja Brexit samninginn fyrir árslok 2020 eins og Johnson hefur ítrekað sagt að muni gerast. Þá myndi það krefjast nýrra reglna og kerfa í verslun við Norður-Írland. Þá kom einnig fram í skjalinu, sem Financial Times fékk í hendur sínar, að 98% útflutningsfyrirtækja myndu eiga í erfiðleikum með að standa undir kostnaði vegna aukinnar pappírsvinnu. Það myndi líklega hafa mest áhrif á neytendur sem þyrftu að greiða hærra verð fyrir vöruna. Yfirvöld hafa hafnað því að nokkuð sé til í þessu skjali og hafnaði einnig skjali sem var lekið til Verkamannaflokksins á föstudag. Yfirvöld héldu því fram að það skjal hafi einungis verið skyndiútreikningar sem gerðir höfðu verið þegar Johnson kom með Brexit samninginn heim til Bretlands í október.
Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Norður-Írland Tengdar fréttir Óljóst hvor stóð sig betur í fyrstu kappræðunum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins tókust á í kvöld í fyrstu kappræðunum í aðdraganda bresku þingkosningana. Álitsgjafar segja óljóst hvor þeirra hafi haft betur og almenningur virðist sammála. 19. nóvember 2019 23:03 Íhaldsflokkurinn í sterkri stöðu fyrir kosningarnar Íhaldsflokkurinn er með gott forskot nú þegar það styttist í þingkosningar á Bretlandi. Leiðtogar mættust í kappræðum í gærkvöldi. 20. nóvember 2019 19:00 Hvorugur stærstu flokkana eigi skilinn kosningasigur Við erum í algjöru rugli,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands um stöðu ríkisins í aðdraganda þingkosninga sem munu fara fram 12. desember næstkomandi. 25. nóvember 2019 18:04 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Óljóst hvor stóð sig betur í fyrstu kappræðunum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins tókust á í kvöld í fyrstu kappræðunum í aðdraganda bresku þingkosningana. Álitsgjafar segja óljóst hvor þeirra hafi haft betur og almenningur virðist sammála. 19. nóvember 2019 23:03
Íhaldsflokkurinn í sterkri stöðu fyrir kosningarnar Íhaldsflokkurinn er með gott forskot nú þegar það styttist í þingkosningar á Bretlandi. Leiðtogar mættust í kappræðum í gærkvöldi. 20. nóvember 2019 19:00
Hvorugur stærstu flokkana eigi skilinn kosningasigur Við erum í algjöru rugli,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands um stöðu ríkisins í aðdraganda þingkosninga sem munu fara fram 12. desember næstkomandi. 25. nóvember 2019 18:04
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent