Skoðun

Um verkfall, launa bæjarstjóra og 300 milljóna króna starfslok

Hákon Þór Sindrason skrifar

a) Nú er verkfall Eflingar hjá skólaliðum og fleirum í fimm sveitarfélögum, að bætast ofan á Covid lokun hjá mörgum árgöngum. Það er mjög slæmt að sjá hvernig þessi önn er að fyrir marga nemendur, ekki síst þá sem lakar standa í námi og eru jafnvel að útskrifast fyrir framhaldsskóla.

b) Krafa Eflingar vegna félagsmanna er um grunnlaun fyrir þá lægst launuðu um í kringum kr. 340,000. Um er að ræða sambærilega launakröfu og í Reykjavík þar sem samið var fyrr í vetur.

c) Bæjarstjórarnir í þessum fimm sveitarfélögum eru með yfir 2 milljónir kr. í laun á mánuði, að einum undanskildum sem er með aðeins 1,8 milljón kr. Þar er reyndar um að ræða heildarlaun með yfirvinnu, en án fríðinda.

d) Sett í annað samhengi við nýlegar fréttir, þá sögðu tveir forstjórar hjá Högum upp starfi sínu. Hagar reka meðal annars Hagkaup og Bónus og voru forstjórarnir með um 4-5 milljónir kr. á mánuði. Engu að síður er kostnaður Haga vegna starfsloka þeirra um 300 milljónir kr!. Þess ber að geta að Hagar er fyrirtæki í Kauphöllinni og eru meðal annars í eigu lífeyrissjóða og þar með almennings, sem þarf að greiða þennan tékka.

e) Hagar greiddi jafnframt í apríl út arð, en sækir svo í sameiginlega sjóði landsmanna vegna hlutabóta leiðarinnar.

Þetta lyktar af bananalýðveldi, eða hvað?

Höfundur er rekstrarhagfræðingur, framkvæmdastjóri hjá Netið ráðgöf.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×