Færi frekar á bætur en að samþykkja tilboðið frá Icelandair Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2020 17:30 Guðmunda Jónsdóttir, sem starfað hefur óslitið sem flugfreyja óslitið síðan 1984 og segist muna tímana tvenna, segir stöðuna í dag alls ekki góða. Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands eiga í samningaviðræðum á erfiðum tíma flugfélagsins sem reynir að safna 29 milljörðum í hlutafé fyrir 22. maí. „Mér finnst ömurlegt hvernig þessi aðför að okkar stétt er orðin, Maður hefur upplifað það að hafa þurft að berjast fyrir hlutunum í mörg ár. Kannski ekki ég prívat og persónulega en þær sem voru á undan okkur í þessu stéttarfélagi. Það liggur við að krafan sé orðin sú að við megum ekki eiga börn og giftast eins og það var 1960. Þetta er bara fáránlegt.“ Segir lækkun um helming Guðmunda segir boð flugfreyja til Icelandair um tímabundna kjaraskerðingu gott. Fáránlegt sé að fara fram á frekari skerðingu á launum til frambúðar, „um meira en helming“ eins og Guðmunda kemst að orði. Flugvélar Icelandair við Leifsstöð í síðustu viku.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrulega engin hemja og ég tek undir allt sem forystumenn stóru stéttarfélaganna hafa sagt, þetta er fásinna.“ Hún telur rosalega marga telja að flugfreyjur séu hálaunastétt og tekur fram að það sé algjör fyrra. Icelandair svaraði fyrirspurnum fjölmiðla um launakjör í vikunni og þar kom fram að yfirflugfreyjur væru að meðaltali með 740 þúsund krónur í heildarlaun. Heildarlaun flugfreyja væru svo að meðaltali 520 þúsund krónur. Oft hjálpað félaginu upp úr öldudal „Ég er í hæsta skala sem hægt er. Það hljóta að vera inni í þessu desemberuppbót og ómæld eftirvinna. Þetta er ekki rétt tala. Grunnlaun flugfreyja eru fáránlega lág. Auðvitað fáum við vaktavinnuálag enda er mest megnis af vinnutímanum okkar unnin utan níu til fimm.“ Flugfreyjur séu tilbúnar til að gera ýmislegt, en samninganefndin þurfi að svara því betur. Samningarnefnd SA og Icelandair kemur til fundar hjá Ríkissáttasemjara. Flugfreyjur fjölmenntu og studdu við bakið á samninganefnd sinni.Vísir/Vilhelm „Við höfum oft gert ýmislegt til þess að hjálpa þessu félagi upp úr öldudölum. Í hruninu, í Eyjafjallajökulsgosinu. Við erum búnar að gera fullt af hlutum sem við höfum ekki fengið neitt fyrir. Við erum alveg tilbúnar að hjálpa þeim upp úr þessu núna en ekki með þessum afarkjörum.“ Hún segir hiklaust að það verði flótti úr stéttinni. Einstök samstaða „Ég hef aldrei í þau 36 ár sem ég hef verið hérna, upplifað aðra eins rosalega samstöðu. Fólk er reitt. Ég sé fyrir mér flótta.“ Hún spyrji sig, í ljósi þess að gengið hafi vel hjá Icelandair: „Ekki vorum við að setja fyrirtækið á hausinn með þessum „ofurlaunum“?“ Betri tíð sé fram undan með blóm í haga. „Við erum að opna landið, það hlýtur að fara að vænkast hagurinn,“ segir Guðmunda sem ætlar ekki að láta bjóða sér neitt. „Ég prívat og persónulega myndi frekar fara á atvinnuleysisbætur heldur en að láta bjóða mér þetta sem var uppi á borðinu síðan.“ Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Guðmunda Jónsdóttir, sem starfað hefur óslitið sem flugfreyja óslitið síðan 1984 og segist muna tímana tvenna, segir stöðuna í dag alls ekki góða. Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands eiga í samningaviðræðum á erfiðum tíma flugfélagsins sem reynir að safna 29 milljörðum í hlutafé fyrir 22. maí. „Mér finnst ömurlegt hvernig þessi aðför að okkar stétt er orðin, Maður hefur upplifað það að hafa þurft að berjast fyrir hlutunum í mörg ár. Kannski ekki ég prívat og persónulega en þær sem voru á undan okkur í þessu stéttarfélagi. Það liggur við að krafan sé orðin sú að við megum ekki eiga börn og giftast eins og það var 1960. Þetta er bara fáránlegt.“ Segir lækkun um helming Guðmunda segir boð flugfreyja til Icelandair um tímabundna kjaraskerðingu gott. Fáránlegt sé að fara fram á frekari skerðingu á launum til frambúðar, „um meira en helming“ eins og Guðmunda kemst að orði. Flugvélar Icelandair við Leifsstöð í síðustu viku.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrulega engin hemja og ég tek undir allt sem forystumenn stóru stéttarfélaganna hafa sagt, þetta er fásinna.“ Hún telur rosalega marga telja að flugfreyjur séu hálaunastétt og tekur fram að það sé algjör fyrra. Icelandair svaraði fyrirspurnum fjölmiðla um launakjör í vikunni og þar kom fram að yfirflugfreyjur væru að meðaltali með 740 þúsund krónur í heildarlaun. Heildarlaun flugfreyja væru svo að meðaltali 520 þúsund krónur. Oft hjálpað félaginu upp úr öldudal „Ég er í hæsta skala sem hægt er. Það hljóta að vera inni í þessu desemberuppbót og ómæld eftirvinna. Þetta er ekki rétt tala. Grunnlaun flugfreyja eru fáránlega lág. Auðvitað fáum við vaktavinnuálag enda er mest megnis af vinnutímanum okkar unnin utan níu til fimm.“ Flugfreyjur séu tilbúnar til að gera ýmislegt, en samninganefndin þurfi að svara því betur. Samningarnefnd SA og Icelandair kemur til fundar hjá Ríkissáttasemjara. Flugfreyjur fjölmenntu og studdu við bakið á samninganefnd sinni.Vísir/Vilhelm „Við höfum oft gert ýmislegt til þess að hjálpa þessu félagi upp úr öldudölum. Í hruninu, í Eyjafjallajökulsgosinu. Við erum búnar að gera fullt af hlutum sem við höfum ekki fengið neitt fyrir. Við erum alveg tilbúnar að hjálpa þeim upp úr þessu núna en ekki með þessum afarkjörum.“ Hún segir hiklaust að það verði flótti úr stéttinni. Einstök samstaða „Ég hef aldrei í þau 36 ár sem ég hef verið hérna, upplifað aðra eins rosalega samstöðu. Fólk er reitt. Ég sé fyrir mér flótta.“ Hún spyrji sig, í ljósi þess að gengið hafi vel hjá Icelandair: „Ekki vorum við að setja fyrirtækið á hausinn með þessum „ofurlaunum“?“ Betri tíð sé fram undan með blóm í haga. „Við erum að opna landið, það hlýtur að fara að vænkast hagurinn,“ segir Guðmunda sem ætlar ekki að láta bjóða sér neitt. „Ég prívat og persónulega myndi frekar fara á atvinnuleysisbætur heldur en að láta bjóða mér þetta sem var uppi á borðinu síðan.“
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent