Bjargaði lífi manns kviknakinn um miðja nótt í brunagaddi Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2020 09:00 Þráinn vaknaði við að hús hans var barið að utan. Þegar hann áttaði sig á því hvað var að rauk hann til hjálpar og lét sig engu skipta þó hann væri nakinn og brunagaddur úti. Ólöf Lilja Þráinn Ársælsson, bifvélavirki í Vík í Mýrdal, lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Hann bjargaði manni frá bráðum bana um helgina. Sem eitt út af fyrir sig er í frásögur færandi en Þráinn var kviknakinn meðan á þessu stóð. Sængin fljót að fjúka Það var aðfararnótt sunnudags að tveir menn voru að laga fjallatrukk, Ford Econoline á 46 tommu dekkjum, sem stóð til að færi í ferð með ferðamenn næsta dag. Annar þeirra var að ganga frá loftpúða að aftan þegar loftlögnin hrekkur af. Grind bílsins gaf eftir og hann festist milli dekks og grindar; fastur með hausinn í hjólaskálinni. Pikkfastur með höfuðið eins og í skrúfstykki. Þetta var í innkeyrslu að Sunnubraut 2 og hinn maðurinn hljóp í ofboði til að leita hjálpar í næsta hús. Og barði það utan. Þráinn var í fasta svefni en brást skjótt við, fór til dyra með sængina um sig. Og var fljótur að átta sig á því hvers kyns var. Hann hafði engar vöflur á og hljóp yfir götuna. „Sængin var fljót að fjúka,“ segir Þráinn í samtali við Vísi. „Ég hugsaði mig ekki tvisvar um. Þarna var maður fastur undir bíl og þá er bara hlaupið.“ Búinn að missa meðvitund með hausinn í skrúfstykki Eiginkona hans Ólöf Lilja Steinþórsdóttir kom fram í gættina og út á hlað, á náttsloppnum með tveggja ára dóttur þeirra Sóley Sif í fanginu og hringdi á neyðarlínuna. „Við reyndum að koma drullutjakki undir stuðarann til að lyfta honum upp. Hann var bilaður. Tvisvar náðum við þó að lyfta honum aðeins en tjakkurinn vildi alltaf fara niður á við. Það vantaði sveifina á hann. Um leið og við náðum að tjónka við tjakkinn og lyfta bílnum gátum við að snúið hausnum á manninum og dregið hann undan. Hann var þá orðinn meðvitundarlaus. Þetta var sekúnduspursmál hvort hann kæmist undan á lífi,“ segir Þráinn. Þráinn fór eftir atburðinn til að skoða hann og var að því einmitt þegar Vísir ræddi við hann. Þráinn lýsti því þá að hárlufsur af manninum loddu við hjólaskálina. Þráinn segir þetta hafa verið þröngt, hann rétt svo komi krepptum hnefanum þar á milli hvar höfuð mannsins sat fast. Fann ekki fyrir kulda meðan á þessu stóð „Það var ekki fyrr en hann var kominn undan að við sáum að hann andaði. Við mældum á honum púlsinn og reyndum að athuga hvort hann sýndi einhver viðbrögð,“ segir Þráinn. Þegar það lá fyrir stökk Þráinn yfir í hús sitt til að fara í föt. Hann segir að lögreglunni, sem kom þá aðvífandi eftir götunni, hljóti að hafa brugðið við að sjá nakinn mann á hlaupum að næturlagi í brunagaddi. Meðan Þráinn var að reyna að lyfta trukknum með biluðum tjakki hringdi Ólöf Lilja í neyðarlínuna, með tveggja ára dóttur þeirra í fanginu úti á hlaði. Lögreglunni hefur líkast til brugðið þegar hún sá kviknakinn Þráinn á hlaupum að næturlagi í brunagaddi.Ólöf Lilja „Þegar ég kom til baka aftur klæddur var maðurinn kominn til meðvitundar,“ segir Þráinn sem naut reynslu sinnar sem björgunarsveitarmaður en hann hefur að auki verið í slökkviliði bæjarins og hefur fengist við sjúkraflutninga. Þráinn segir að þó kalt hafi verið hafi hann ekki fundið fyrir kulda meðan á þessu stóð. Maðurinn var illa lemstraður og bólginn en slapp merkilega vel. Hann kom svo og þakkaði Þráni fyrir lífgjöfina og þeir fóru yfir stöðuna. Þráinn segir gott að þetta hafi farið svona vel en ekki mátti tæpara standa. Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Þráinn Ársælsson, bifvélavirki í Vík í Mýrdal, lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Hann bjargaði manni frá bráðum bana um helgina. Sem eitt út af fyrir sig er í frásögur færandi en Þráinn var kviknakinn meðan á þessu stóð. Sængin fljót að fjúka Það var aðfararnótt sunnudags að tveir menn voru að laga fjallatrukk, Ford Econoline á 46 tommu dekkjum, sem stóð til að færi í ferð með ferðamenn næsta dag. Annar þeirra var að ganga frá loftpúða að aftan þegar loftlögnin hrekkur af. Grind bílsins gaf eftir og hann festist milli dekks og grindar; fastur með hausinn í hjólaskálinni. Pikkfastur með höfuðið eins og í skrúfstykki. Þetta var í innkeyrslu að Sunnubraut 2 og hinn maðurinn hljóp í ofboði til að leita hjálpar í næsta hús. Og barði það utan. Þráinn var í fasta svefni en brást skjótt við, fór til dyra með sængina um sig. Og var fljótur að átta sig á því hvers kyns var. Hann hafði engar vöflur á og hljóp yfir götuna. „Sængin var fljót að fjúka,“ segir Þráinn í samtali við Vísi. „Ég hugsaði mig ekki tvisvar um. Þarna var maður fastur undir bíl og þá er bara hlaupið.“ Búinn að missa meðvitund með hausinn í skrúfstykki Eiginkona hans Ólöf Lilja Steinþórsdóttir kom fram í gættina og út á hlað, á náttsloppnum með tveggja ára dóttur þeirra Sóley Sif í fanginu og hringdi á neyðarlínuna. „Við reyndum að koma drullutjakki undir stuðarann til að lyfta honum upp. Hann var bilaður. Tvisvar náðum við þó að lyfta honum aðeins en tjakkurinn vildi alltaf fara niður á við. Það vantaði sveifina á hann. Um leið og við náðum að tjónka við tjakkinn og lyfta bílnum gátum við að snúið hausnum á manninum og dregið hann undan. Hann var þá orðinn meðvitundarlaus. Þetta var sekúnduspursmál hvort hann kæmist undan á lífi,“ segir Þráinn. Þráinn fór eftir atburðinn til að skoða hann og var að því einmitt þegar Vísir ræddi við hann. Þráinn lýsti því þá að hárlufsur af manninum loddu við hjólaskálina. Þráinn segir þetta hafa verið þröngt, hann rétt svo komi krepptum hnefanum þar á milli hvar höfuð mannsins sat fast. Fann ekki fyrir kulda meðan á þessu stóð „Það var ekki fyrr en hann var kominn undan að við sáum að hann andaði. Við mældum á honum púlsinn og reyndum að athuga hvort hann sýndi einhver viðbrögð,“ segir Þráinn. Þegar það lá fyrir stökk Þráinn yfir í hús sitt til að fara í föt. Hann segir að lögreglunni, sem kom þá aðvífandi eftir götunni, hljóti að hafa brugðið við að sjá nakinn mann á hlaupum að næturlagi í brunagaddi. Meðan Þráinn var að reyna að lyfta trukknum með biluðum tjakki hringdi Ólöf Lilja í neyðarlínuna, með tveggja ára dóttur þeirra í fanginu úti á hlaði. Lögreglunni hefur líkast til brugðið þegar hún sá kviknakinn Þráinn á hlaupum að næturlagi í brunagaddi.Ólöf Lilja „Þegar ég kom til baka aftur klæddur var maðurinn kominn til meðvitundar,“ segir Þráinn sem naut reynslu sinnar sem björgunarsveitarmaður en hann hefur að auki verið í slökkviliði bæjarins og hefur fengist við sjúkraflutninga. Þráinn segir að þó kalt hafi verið hafi hann ekki fundið fyrir kulda meðan á þessu stóð. Maðurinn var illa lemstraður og bólginn en slapp merkilega vel. Hann kom svo og þakkaði Þráni fyrir lífgjöfina og þeir fóru yfir stöðuna. Þráinn segir gott að þetta hafi farið svona vel en ekki mátti tæpara standa.
Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira