Innlent

Arnór endurskipaður forstjóri Menntamálastofnunar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar.
Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar.

Arnór Guðmundsson hefur verið endurskipaður í embætti forstjóra Menntamálastofnunar til næstu fimm ára. Embættið var auglýst laust til umsóknar og sóttu þrír einstaklingar um.

Arnór er með doktorsgráðu í félagsfræði frá University of Minnesota og BA gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands. Þá lauk Arnór diplómaprófi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Þá hefur hann starfað undanfarin fimm ár sem forstjóri Menntamálastofnunar. Áður starfaði hann hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti sem skrifstofustjóri, þróunarstjóri og deildarstjóri.

Menntamálastofnun er stjórnsýslustofnun á sviði menntamála sem stuðla skal að auknum gæðum skólastarfs og framförum í þágu menntunar í samræmi við lög og stefnu stjórnvalda. Stofnunin skal m.a. sjá öllum grunnskólabörnum fyrir fjölbreyttum og vönduðum námsgögnum í samræmi við aðalnámskrá, hafa eftirlit og meta með mælingum árangur af skólastarfi og annast söfnun og greiningu upplýsinga um menntamál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×