Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2020 11:45 Jón er ánægður með sjókvíaeldið sem og Gustav Magnar en Haraldi þykir skjóta skökku við að þessi yngsti milljarðamæringur heims sé að hagnast á sjókvíaeldi við Íslandsstrendur. „Í ljósi viðtals við Jón Gunnarsson á Bylgjunni í morgun þá hef ég ákveðið að opna þetta innlegg mitt,“ segir Haraldur Eiríksson um pistil sem hann ritaði og fer nú sem eldur um sinu á Facebook. Þegar þetta er ritað hafa á annað hundrað deilt pistlinum en hann er einnig að finna á Vísi undir fyrirsögninni: Nýju gjafakvótagreifarnir. Haraldur er stjórnarmaður í Íslenska náttúruverndarsjóðnum og Atlantic Salmon Trust en hann er búsettur á Bretlandseyjum. Haraldur spyr hvort Ísland sé Namibía norðursins? En, í því dæmi sem hann tiltekur eru Íslendingar í hlutverki Namibíumanna og Norðmenn eru þeir sem hagnast á auðlindinni. Haraldur birtir mynd af yngsta milljarðamæringi heims. Gustav Magnar Witzøe, einn yngsta milljarðamæring heims en auðæfi hans eru metin á um 400 milljarða ISK og tilkomin vegna eldis á laxi í sjókvíum.Getty/Jason Mendez „Á meðfylgjandi mynd má sjá hinn 25 ára Gustav Magnar Witzøe, einn yngsta milljarðamæring heims. Auðæfi hans eru metin á um 400 milljarða ISK og eru þau tilkomin vegna eldis á laxi í sjókvíum, en faðir hans hefur fært honum umrædd auðæfi í formi hlutabréfa,“ skrifar Haraldur. Hann spyr hvað Íslendingum komi þetta við og svarar þá spurningunni sjálfur: „Jú, þeir feðgar ásamt öðrum, eru meirihlutaeigendur Arnarlax á Vestfjörðum. Gustav og fyrirtæki hans er einn þeirra aðila sem Íslendingar hafa gefið framleiðslukvóta í sjókvíaeldi í lögsögu sinni án útboðs. Arnarlaxi hafa verið færðir framleiðslukvótar á laxi að andvirði 35-40 milljarða við strendur Íslands, ef miðað er við gangverð slíkra kvóta í Noregi í dag. Þeim sem telja ekki hægt að bera saman gangverð laxaframleiðslukvóta á Íslandi og Noregi skal bent á þá staðreynd að það er styttra frá Osló til Íslands, en frá Osló til sjókvía í Norður-Noregi.“ Viðtalið sem Haraldur Eiríksson vísar til má heyra hér ofar en auk Jóns er Jón Helgi Björnsson formaður Landsambands veiðifélaga í hljóðstofu. Þeir ræddu meðal annars nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra. Börn og uppeldi Fiskeldi Noregur Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Hátt í 180 þúsund skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um að hætta sjókvíaeldi Um 180 þúsund einstaklingar, um allan heim, hafa lagt nafn sitt við áskorun til stjórnvalda í Noregi, Skotlandi, Írlandi og á Íslandi um að stöðva útgáfu leyfa fyrir nýjum opnum sjókvíaeldisstöðvum og um að setja fram skuldbindandi áætlun um að nema þegar útgefin leyfi úr gildi í áföngum. 18. nóvember 2019 13:13 Atlaga gegn lífríki Íslands Ákveðnar vísbendingar eru nú komnar fram um að sjávarútvegsráðherra vilji opna fyrir risavaxið sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Slík áform þarf að stöðva með öllum tiltækum ráðum. 8. janúar 2020 15:00 Nýju gjafakvótagreifarnir Verð hlutabréfa sjókvíaeldis fyrirtækisins Arnarlax hefur nærri tvöfaldast frá því viðskipti hófust með bréf fyrirtæksins í kauphöllinni í Osló um miðjan nóvember. 14. janúar 2020 11:00 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
„Í ljósi viðtals við Jón Gunnarsson á Bylgjunni í morgun þá hef ég ákveðið að opna þetta innlegg mitt,“ segir Haraldur Eiríksson um pistil sem hann ritaði og fer nú sem eldur um sinu á Facebook. Þegar þetta er ritað hafa á annað hundrað deilt pistlinum en hann er einnig að finna á Vísi undir fyrirsögninni: Nýju gjafakvótagreifarnir. Haraldur er stjórnarmaður í Íslenska náttúruverndarsjóðnum og Atlantic Salmon Trust en hann er búsettur á Bretlandseyjum. Haraldur spyr hvort Ísland sé Namibía norðursins? En, í því dæmi sem hann tiltekur eru Íslendingar í hlutverki Namibíumanna og Norðmenn eru þeir sem hagnast á auðlindinni. Haraldur birtir mynd af yngsta milljarðamæringi heims. Gustav Magnar Witzøe, einn yngsta milljarðamæring heims en auðæfi hans eru metin á um 400 milljarða ISK og tilkomin vegna eldis á laxi í sjókvíum.Getty/Jason Mendez „Á meðfylgjandi mynd má sjá hinn 25 ára Gustav Magnar Witzøe, einn yngsta milljarðamæring heims. Auðæfi hans eru metin á um 400 milljarða ISK og eru þau tilkomin vegna eldis á laxi í sjókvíum, en faðir hans hefur fært honum umrædd auðæfi í formi hlutabréfa,“ skrifar Haraldur. Hann spyr hvað Íslendingum komi þetta við og svarar þá spurningunni sjálfur: „Jú, þeir feðgar ásamt öðrum, eru meirihlutaeigendur Arnarlax á Vestfjörðum. Gustav og fyrirtæki hans er einn þeirra aðila sem Íslendingar hafa gefið framleiðslukvóta í sjókvíaeldi í lögsögu sinni án útboðs. Arnarlaxi hafa verið færðir framleiðslukvótar á laxi að andvirði 35-40 milljarða við strendur Íslands, ef miðað er við gangverð slíkra kvóta í Noregi í dag. Þeim sem telja ekki hægt að bera saman gangverð laxaframleiðslukvóta á Íslandi og Noregi skal bent á þá staðreynd að það er styttra frá Osló til Íslands, en frá Osló til sjókvía í Norður-Noregi.“ Viðtalið sem Haraldur Eiríksson vísar til má heyra hér ofar en auk Jóns er Jón Helgi Björnsson formaður Landsambands veiðifélaga í hljóðstofu. Þeir ræddu meðal annars nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra.
Börn og uppeldi Fiskeldi Noregur Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Hátt í 180 þúsund skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um að hætta sjókvíaeldi Um 180 þúsund einstaklingar, um allan heim, hafa lagt nafn sitt við áskorun til stjórnvalda í Noregi, Skotlandi, Írlandi og á Íslandi um að stöðva útgáfu leyfa fyrir nýjum opnum sjókvíaeldisstöðvum og um að setja fram skuldbindandi áætlun um að nema þegar útgefin leyfi úr gildi í áföngum. 18. nóvember 2019 13:13 Atlaga gegn lífríki Íslands Ákveðnar vísbendingar eru nú komnar fram um að sjávarútvegsráðherra vilji opna fyrir risavaxið sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Slík áform þarf að stöðva með öllum tiltækum ráðum. 8. janúar 2020 15:00 Nýju gjafakvótagreifarnir Verð hlutabréfa sjókvíaeldis fyrirtækisins Arnarlax hefur nærri tvöfaldast frá því viðskipti hófust með bréf fyrirtæksins í kauphöllinni í Osló um miðjan nóvember. 14. janúar 2020 11:00 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Hátt í 180 þúsund skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um að hætta sjókvíaeldi Um 180 þúsund einstaklingar, um allan heim, hafa lagt nafn sitt við áskorun til stjórnvalda í Noregi, Skotlandi, Írlandi og á Íslandi um að stöðva útgáfu leyfa fyrir nýjum opnum sjókvíaeldisstöðvum og um að setja fram skuldbindandi áætlun um að nema þegar útgefin leyfi úr gildi í áföngum. 18. nóvember 2019 13:13
Atlaga gegn lífríki Íslands Ákveðnar vísbendingar eru nú komnar fram um að sjávarútvegsráðherra vilji opna fyrir risavaxið sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Slík áform þarf að stöðva með öllum tiltækum ráðum. 8. janúar 2020 15:00
Nýju gjafakvótagreifarnir Verð hlutabréfa sjókvíaeldis fyrirtækisins Arnarlax hefur nærri tvöfaldast frá því viðskipti hófust með bréf fyrirtæksins í kauphöllinni í Osló um miðjan nóvember. 14. janúar 2020 11:00
Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13