Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. janúar 2020 17:45 Kostnaður vegna kröfugerðar Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nemur sambærilegri upphæð og kostnaður við fjóra bragga í Nauthólsvík samkvæmt greiningu Eflingar. Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að ráðast í verkfallsaðgerðir sem að óbreyttu hefjast í lok febrúar. Efling boðaði til blaðamannafundar í dag þar sem kröfugerð félagsins var kynnt og hún sett í samhengi við kostnaðinn við endurgerð braggans í Nauthólsvík. Sjá einnig: Afhendi borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun „Hér var töluvert mikill kostnaður við það að endurnýja húsbyggingu og við höfum orðið vör við það að það er eins og það gæti einhvers ótta við það að þær tillögur sem við erum að leggja fram um launaleiðréttingu láglaunafólks í borginni sé eitthvað sem að muni setja Reykjavíkurborg á hausinn eða valda einhverjum efnahagslegum ósköpum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. „Eins og við sýnum fram á í þessu kostnaðarmati og eins og má bara mjög auðveldlega álykta út frá þessum tölum sem að við höfum þegar lagt fram og sem að allir geta skoðað að þá er þetta kostnaður sem myndi nema samanlagt fjórfalt þeim kostnaði sem var við að endurnýja þennan bragga,“ segir Viðar en nánar má kynna sér þessa greiningu Eflingar sem hann vitnar til hér. Viðar Þorsteinsson og Sólveig Anna Jónsdóttir kynntu tilboð Eflingar í kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg á blaðamannafundi í bragganum við Nauthólsvík í dag. Boðað hefur verið til verkfalla í næstu viku.Vísir/Friðrik Þór Þá segir Viðar tilboð félagsins fela í sér tryggingu gegn svokölluðu höfrungahlaupi. „Þessi hugmyndafræði sem að við leggjum til er náttúrlega andstaðan við höfrungahlaup eins og það er yfirleitt notað. Það vísar til þess þegar hærra launaðir hópar eru að taka til sín í prósentum einhverjar launahækkanir sem komið hafa til láglaunahópa. En þessi hugmyndafræði sem við leggjum til, hún er þveröfug vegna þess að hún gengur út á að mestu hækkanirnar komi til þeirra sem eru á lægstu laununum og stiglækki svo mjög hratt,“ segir Viðar. Samkvæmt tillögum Eflingar fái enginn sem sé með yfir rúmlega 400 þúsund krónur í mánaðarlaun neina hækkun. Á ekki von á öðru en verkfalli Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kveðst ekki vera bjartsýn á að það takist að semja við borgina áður en til fyrirhugaðra verkfalla kemur. „Það er náttúrlega ekki langt í að fyrsti verkfallsdagurinn okkar verður, þriðjudagurinn í næstu viku, og eins og staðan er núna þá held ég að það sé eiginlega alveg öruggt að verkföll muni hefjast,“ segir Sólveig. Hún fagnar góðri þátttöku í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina en hún var um 60%. „Þetta er held ég bara söguleg stund í verkfallsbaráttunni á Íslandi,“ segir Sólveig. Hún afhenti embætti ríkissáttasemjara og borgarstjóra formlega verkfallsboðun í morgun en aðgerðirnar ná meðal annars til starfsfólks leikskóla, hjúkrunarheimila og við sorphirðu og við gatnaumhirðu. „Við tölum um þetta sem launaleiðréttingu vegna þess að það er það sem þetta er,“ segir Sólveig Anna. Leiðréttingu sem þessa hafi átt að vera búið að framkvæma fyrir löngu síðan að mati Sólveigar. Hugmyndin byggi á leiðréttingu sem framkvæmd var árið 2005 í borgarstjóratíð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Braggamálið Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Kostnaður vegna kröfugerðar Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nemur sambærilegri upphæð og kostnaður við fjóra bragga í Nauthólsvík samkvæmt greiningu Eflingar. Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að ráðast í verkfallsaðgerðir sem að óbreyttu hefjast í lok febrúar. Efling boðaði til blaðamannafundar í dag þar sem kröfugerð félagsins var kynnt og hún sett í samhengi við kostnaðinn við endurgerð braggans í Nauthólsvík. Sjá einnig: Afhendi borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun „Hér var töluvert mikill kostnaður við það að endurnýja húsbyggingu og við höfum orðið vör við það að það er eins og það gæti einhvers ótta við það að þær tillögur sem við erum að leggja fram um launaleiðréttingu láglaunafólks í borginni sé eitthvað sem að muni setja Reykjavíkurborg á hausinn eða valda einhverjum efnahagslegum ósköpum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. „Eins og við sýnum fram á í þessu kostnaðarmati og eins og má bara mjög auðveldlega álykta út frá þessum tölum sem að við höfum þegar lagt fram og sem að allir geta skoðað að þá er þetta kostnaður sem myndi nema samanlagt fjórfalt þeim kostnaði sem var við að endurnýja þennan bragga,“ segir Viðar en nánar má kynna sér þessa greiningu Eflingar sem hann vitnar til hér. Viðar Þorsteinsson og Sólveig Anna Jónsdóttir kynntu tilboð Eflingar í kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg á blaðamannafundi í bragganum við Nauthólsvík í dag. Boðað hefur verið til verkfalla í næstu viku.Vísir/Friðrik Þór Þá segir Viðar tilboð félagsins fela í sér tryggingu gegn svokölluðu höfrungahlaupi. „Þessi hugmyndafræði sem að við leggjum til er náttúrlega andstaðan við höfrungahlaup eins og það er yfirleitt notað. Það vísar til þess þegar hærra launaðir hópar eru að taka til sín í prósentum einhverjar launahækkanir sem komið hafa til láglaunahópa. En þessi hugmyndafræði sem við leggjum til, hún er þveröfug vegna þess að hún gengur út á að mestu hækkanirnar komi til þeirra sem eru á lægstu laununum og stiglækki svo mjög hratt,“ segir Viðar. Samkvæmt tillögum Eflingar fái enginn sem sé með yfir rúmlega 400 þúsund krónur í mánaðarlaun neina hækkun. Á ekki von á öðru en verkfalli Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kveðst ekki vera bjartsýn á að það takist að semja við borgina áður en til fyrirhugaðra verkfalla kemur. „Það er náttúrlega ekki langt í að fyrsti verkfallsdagurinn okkar verður, þriðjudagurinn í næstu viku, og eins og staðan er núna þá held ég að það sé eiginlega alveg öruggt að verkföll muni hefjast,“ segir Sólveig. Hún fagnar góðri þátttöku í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina en hún var um 60%. „Þetta er held ég bara söguleg stund í verkfallsbaráttunni á Íslandi,“ segir Sólveig. Hún afhenti embætti ríkissáttasemjara og borgarstjóra formlega verkfallsboðun í morgun en aðgerðirnar ná meðal annars til starfsfólks leikskóla, hjúkrunarheimila og við sorphirðu og við gatnaumhirðu. „Við tölum um þetta sem launaleiðréttingu vegna þess að það er það sem þetta er,“ segir Sólveig Anna. Leiðréttingu sem þessa hafi átt að vera búið að framkvæma fyrir löngu síðan að mati Sólveigar. Hugmyndin byggi á leiðréttingu sem framkvæmd var árið 2005 í borgarstjóratíð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur.
Braggamálið Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“