Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sex manna fjölskylda frá Egyptalandi mun ekki njóta góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra hyggst setja um að fólk eigi rétt á dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur dregist í meira en 16 mánuði. Það munar tæpum þremur vikum á að þau falli undir breytingarnar þrátt fyrir að þau hafi verið á Íslandi í 18 mánuði. Börnin hafa aðlagast vel og tala góða íslensku.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Landspítalinn framkvæmir ekki lögbundna innri endurskoðun en tilgangur hennar að bæta rekstur stofnana. Miðað við umræðuna síðustu ár telur formaður greinarinnar kominn tíma til að framfylgja lögum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum. Einnig verður rætt við ráðgjafa sem segir að transteymið á BUGL, sem hefur nú verið lagt niður, hafi verið gríðarlega mikilvægt.

Þá fjöllum við um skotárásina í Taílandi og Wuhan-veiruna auk þess sem við kíkjum á UT-messuna sem fór fram í Hörpu í dag.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×