Tímamótarannsókn talin geta gerbreytt krabbameinsmeðferðum Eiður Þór Árnason skrifar 5. febrúar 2020 21:24 Þúsundir ólíkra stökkbreytinga eru nú sagðar geta leitt til krabbameins. Getty/SCIEPRO Ný rannsókn er sögð veita skýra heildarmynd af þróun flestallra tegunda krabbameins í mannslíkamanum og geta leitt til nýrra framfara í meðferð þeirra. Talið er að niðurstöðurnar gætu gert læknum kleift að sníða krabbameinsmeðferðir sérstaklega að æxli hvers og eins sjúklings eða hjálpað til við að þróa nýjar aðferðir til þess að greina krabbamein fyrr en áður var mögulegt. Yfir þúsund vísindamenn tóku þátt í verkefninu sem fól í sér að greina erfðalykill alls 2.658 mismunandi tegunda krabbameins. Rannsóknarniðurstöðurnar, sem birtar voru í hinu virta vísindariti Nature í dag, eru afrakstur yfir áratugalangrar vinnu rannsóknarteyma í alls 37 löndum. Þessi vinna hefur leitt í ljós hversu flókin fyrirbæri krabbamein geta verið en þúsundir ólíkra stökkbreytinga eru nú sagðar geta leitt til krabbameins. Lincoln Stein, sem starfar við krabbameinsrannsóknir í Ontario í Kanada, segir að fram að þessu hafi læknar átt erfitt með að meðhöndla um þriðjung krabbameinssjúklinga í ljósi þess að ómögulegt hafi verið að greina hvers vegna frumur þeirra hófu að stökkbreytast og mynda krabbamein. Niðurstöður þessa verkefnis benda þó til þess að það séu að meðaltali fjórar til fimm grundvallarstökkbreytingar sem knýi áfram vöxt krabbameins í líkamanum. Með þessari uppgötvun telja sérfræðingar að hægt verði að þróa nýjar meðferðir sem ráðist sérstaklega gegn þessum tilteknu stökkbreytingum. Þrátt fyrir þessar fregnir er ljóst að frekari rannsókna er enn þörf á þeim fimm prósentum krabbameina sem eru ekki keyrð áfram af þessum ákveðnu stökkbreytingum. Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Alþjóða krabbameinsdagurinn: 70% dauðsfalla í þróunarríkjum Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn – World Cancer Day – er í dag, 4. febrúar, og hefur tvíþættan tilgang, annars vegar að vekja almenning til vitundar um krabbamein og veita fræðslu og hins vegar felur hann í sér hvatningu til stjórnvalda og einstaklinga um heim allan að grípa til aðgerða gegn sjúkdómnum. 4. febrúar 2020 10:00 Telja mögulegt að lækna allar tegundir krabbameins með nýrri aðferð Vísindamenn telja sig hafa fundið áður óþekktan hluta ónæmiskerfis manna sem mögulega sé hægt að nota til að lækna margar, ef ekki allar, tegundir krabbameins. 21. janúar 2020 07:51 Aðalatriði að krabbamein verði langvinnur sjúkdómur en ekki bráðdrepandi Vísindamenn í Cardiff telja sig hafa fundið leið til að vinna gegn flestum tegundum krabbameins. Íslenskur krabbameinslæknir segir rannsóknir þeirra á byrjunarstigi, hann hafi gert sambærilega rannsókn fyrir tíu árum. 21. janúar 2020 20:16 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Sjá meira
Ný rannsókn er sögð veita skýra heildarmynd af þróun flestallra tegunda krabbameins í mannslíkamanum og geta leitt til nýrra framfara í meðferð þeirra. Talið er að niðurstöðurnar gætu gert læknum kleift að sníða krabbameinsmeðferðir sérstaklega að æxli hvers og eins sjúklings eða hjálpað til við að þróa nýjar aðferðir til þess að greina krabbamein fyrr en áður var mögulegt. Yfir þúsund vísindamenn tóku þátt í verkefninu sem fól í sér að greina erfðalykill alls 2.658 mismunandi tegunda krabbameins. Rannsóknarniðurstöðurnar, sem birtar voru í hinu virta vísindariti Nature í dag, eru afrakstur yfir áratugalangrar vinnu rannsóknarteyma í alls 37 löndum. Þessi vinna hefur leitt í ljós hversu flókin fyrirbæri krabbamein geta verið en þúsundir ólíkra stökkbreytinga eru nú sagðar geta leitt til krabbameins. Lincoln Stein, sem starfar við krabbameinsrannsóknir í Ontario í Kanada, segir að fram að þessu hafi læknar átt erfitt með að meðhöndla um þriðjung krabbameinssjúklinga í ljósi þess að ómögulegt hafi verið að greina hvers vegna frumur þeirra hófu að stökkbreytast og mynda krabbamein. Niðurstöður þessa verkefnis benda þó til þess að það séu að meðaltali fjórar til fimm grundvallarstökkbreytingar sem knýi áfram vöxt krabbameins í líkamanum. Með þessari uppgötvun telja sérfræðingar að hægt verði að þróa nýjar meðferðir sem ráðist sérstaklega gegn þessum tilteknu stökkbreytingum. Þrátt fyrir þessar fregnir er ljóst að frekari rannsókna er enn þörf á þeim fimm prósentum krabbameina sem eru ekki keyrð áfram af þessum ákveðnu stökkbreytingum.
Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Alþjóða krabbameinsdagurinn: 70% dauðsfalla í þróunarríkjum Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn – World Cancer Day – er í dag, 4. febrúar, og hefur tvíþættan tilgang, annars vegar að vekja almenning til vitundar um krabbamein og veita fræðslu og hins vegar felur hann í sér hvatningu til stjórnvalda og einstaklinga um heim allan að grípa til aðgerða gegn sjúkdómnum. 4. febrúar 2020 10:00 Telja mögulegt að lækna allar tegundir krabbameins með nýrri aðferð Vísindamenn telja sig hafa fundið áður óþekktan hluta ónæmiskerfis manna sem mögulega sé hægt að nota til að lækna margar, ef ekki allar, tegundir krabbameins. 21. janúar 2020 07:51 Aðalatriði að krabbamein verði langvinnur sjúkdómur en ekki bráðdrepandi Vísindamenn í Cardiff telja sig hafa fundið leið til að vinna gegn flestum tegundum krabbameins. Íslenskur krabbameinslæknir segir rannsóknir þeirra á byrjunarstigi, hann hafi gert sambærilega rannsókn fyrir tíu árum. 21. janúar 2020 20:16 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Sjá meira
Alþjóða krabbameinsdagurinn: 70% dauðsfalla í þróunarríkjum Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn – World Cancer Day – er í dag, 4. febrúar, og hefur tvíþættan tilgang, annars vegar að vekja almenning til vitundar um krabbamein og veita fræðslu og hins vegar felur hann í sér hvatningu til stjórnvalda og einstaklinga um heim allan að grípa til aðgerða gegn sjúkdómnum. 4. febrúar 2020 10:00
Telja mögulegt að lækna allar tegundir krabbameins með nýrri aðferð Vísindamenn telja sig hafa fundið áður óþekktan hluta ónæmiskerfis manna sem mögulega sé hægt að nota til að lækna margar, ef ekki allar, tegundir krabbameins. 21. janúar 2020 07:51
Aðalatriði að krabbamein verði langvinnur sjúkdómur en ekki bráðdrepandi Vísindamenn í Cardiff telja sig hafa fundið leið til að vinna gegn flestum tegundum krabbameins. Íslenskur krabbameinslæknir segir rannsóknir þeirra á byrjunarstigi, hann hafi gert sambærilega rannsókn fyrir tíu árum. 21. janúar 2020 20:16