Samræma þjónustu fyrir flóttafólk sem kemur til landsins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. september 2020 14:30 Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að þegar hafi tekist samningar við Samtök íslenskra sveitarfélaga um samræmdar aðgerðir. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa ákveðið samræma þjónustu fyrir allt flóttafólk sem hingað kemur. Félagsmálaráðherra segir að ef sveitarfélög fallist ekki á samninginn dragist verkefnið á langinn. Á síðustu tuttugu mánuðum hefur metfjöldi hælisleitenda fengið dvalarleyfi hér á landi, alls sjö hundruð manns. Af þeim hafa fimm hundruð valið að búa í Reykjavík og sér borgin því um stuðning og ráðgjöf fyrir hópinn eftir að hann hefur fengið dvalarleyfi frá Útlendingastofnun. Í langflestum tilvikum kemur fólk hingað allslaust og fær framfærslustyrk og stuðningsþjónustu frá ríki og borg. Útgjöld Reykjavíkurborgar hafa aukist mikið vegna málaflokksins síðustu ár og í vikunni kom fram að velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafi óskað eftir 100 milljón króna fjárframlagi frá ríkinu vegna félagsþjónustu við hópinn og óskaði eftir viðræðum við félagsmálaráðuneytið vegna samræmdrar þjónustu við flóttafólk. Rauði krossinn sér um margs konar þjónustu við flóttafólk og þar hefur komið fram að mikilvægt sé að samræma aðgerðir milli stofnana þegar kemur að málaflokknum. Munu svo setjast niður og meta árangurinn Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að þegar hafi tekist samningar við Samtök íslenskra sveitarfélaga um samræmdar aðgerðir. „Það er búið að ganga frá samningum þar á milli um tilraunaverkefni til eins árs. Við erum að keyra það af stað. Það fylgir þessu fjármagn til þessa árs og að loknu þessu ætlum við að setjast niður og meta árangurinn,“ segir Ásmundur. Aðspurður um kröfu Reykjavíkurborgar um aukið fjárframlag frá ráðuneytinu segir Ásmundur: „Við erum að vinna eftir þeirri fjáraukningu sem lagt var upp með í upphafi kjörtímabilsins. Samningar við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa miðað við þá upphæð. Ef við eigum að hefja þá samninga á nýjan leik þá kostar það tafir vegna þess að það er allt tilbúið til að fara af stað,“ segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Hælisleitendur Félagsmál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Borgin þurfi fjárstuðning vegna aukins fjölda hælisleitenda Þriðjungi fleiri hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi síðustu 20 mánuðum en öll fjögur árin þar á undan. 2. september 2020 07:00 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira
Félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa ákveðið samræma þjónustu fyrir allt flóttafólk sem hingað kemur. Félagsmálaráðherra segir að ef sveitarfélög fallist ekki á samninginn dragist verkefnið á langinn. Á síðustu tuttugu mánuðum hefur metfjöldi hælisleitenda fengið dvalarleyfi hér á landi, alls sjö hundruð manns. Af þeim hafa fimm hundruð valið að búa í Reykjavík og sér borgin því um stuðning og ráðgjöf fyrir hópinn eftir að hann hefur fengið dvalarleyfi frá Útlendingastofnun. Í langflestum tilvikum kemur fólk hingað allslaust og fær framfærslustyrk og stuðningsþjónustu frá ríki og borg. Útgjöld Reykjavíkurborgar hafa aukist mikið vegna málaflokksins síðustu ár og í vikunni kom fram að velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafi óskað eftir 100 milljón króna fjárframlagi frá ríkinu vegna félagsþjónustu við hópinn og óskaði eftir viðræðum við félagsmálaráðuneytið vegna samræmdrar þjónustu við flóttafólk. Rauði krossinn sér um margs konar þjónustu við flóttafólk og þar hefur komið fram að mikilvægt sé að samræma aðgerðir milli stofnana þegar kemur að málaflokknum. Munu svo setjast niður og meta árangurinn Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að þegar hafi tekist samningar við Samtök íslenskra sveitarfélaga um samræmdar aðgerðir. „Það er búið að ganga frá samningum þar á milli um tilraunaverkefni til eins árs. Við erum að keyra það af stað. Það fylgir þessu fjármagn til þessa árs og að loknu þessu ætlum við að setjast niður og meta árangurinn,“ segir Ásmundur. Aðspurður um kröfu Reykjavíkurborgar um aukið fjárframlag frá ráðuneytinu segir Ásmundur: „Við erum að vinna eftir þeirri fjáraukningu sem lagt var upp með í upphafi kjörtímabilsins. Samningar við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa miðað við þá upphæð. Ef við eigum að hefja þá samninga á nýjan leik þá kostar það tafir vegna þess að það er allt tilbúið til að fara af stað,“ segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra.
Hælisleitendur Félagsmál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Borgin þurfi fjárstuðning vegna aukins fjölda hælisleitenda Þriðjungi fleiri hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi síðustu 20 mánuðum en öll fjögur árin þar á undan. 2. september 2020 07:00 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira
Borgin þurfi fjárstuðning vegna aukins fjölda hælisleitenda Þriðjungi fleiri hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi síðustu 20 mánuðum en öll fjögur árin þar á undan. 2. september 2020 07:00