Samræma þjónustu fyrir flóttafólk sem kemur til landsins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. september 2020 14:30 Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að þegar hafi tekist samningar við Samtök íslenskra sveitarfélaga um samræmdar aðgerðir. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa ákveðið samræma þjónustu fyrir allt flóttafólk sem hingað kemur. Félagsmálaráðherra segir að ef sveitarfélög fallist ekki á samninginn dragist verkefnið á langinn. Á síðustu tuttugu mánuðum hefur metfjöldi hælisleitenda fengið dvalarleyfi hér á landi, alls sjö hundruð manns. Af þeim hafa fimm hundruð valið að búa í Reykjavík og sér borgin því um stuðning og ráðgjöf fyrir hópinn eftir að hann hefur fengið dvalarleyfi frá Útlendingastofnun. Í langflestum tilvikum kemur fólk hingað allslaust og fær framfærslustyrk og stuðningsþjónustu frá ríki og borg. Útgjöld Reykjavíkurborgar hafa aukist mikið vegna málaflokksins síðustu ár og í vikunni kom fram að velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafi óskað eftir 100 milljón króna fjárframlagi frá ríkinu vegna félagsþjónustu við hópinn og óskaði eftir viðræðum við félagsmálaráðuneytið vegna samræmdrar þjónustu við flóttafólk. Rauði krossinn sér um margs konar þjónustu við flóttafólk og þar hefur komið fram að mikilvægt sé að samræma aðgerðir milli stofnana þegar kemur að málaflokknum. Munu svo setjast niður og meta árangurinn Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að þegar hafi tekist samningar við Samtök íslenskra sveitarfélaga um samræmdar aðgerðir. „Það er búið að ganga frá samningum þar á milli um tilraunaverkefni til eins árs. Við erum að keyra það af stað. Það fylgir þessu fjármagn til þessa árs og að loknu þessu ætlum við að setjast niður og meta árangurinn,“ segir Ásmundur. Aðspurður um kröfu Reykjavíkurborgar um aukið fjárframlag frá ráðuneytinu segir Ásmundur: „Við erum að vinna eftir þeirri fjáraukningu sem lagt var upp með í upphafi kjörtímabilsins. Samningar við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa miðað við þá upphæð. Ef við eigum að hefja þá samninga á nýjan leik þá kostar það tafir vegna þess að það er allt tilbúið til að fara af stað,“ segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Hælisleitendur Félagsmál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Borgin þurfi fjárstuðning vegna aukins fjölda hælisleitenda Þriðjungi fleiri hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi síðustu 20 mánuðum en öll fjögur árin þar á undan. 2. september 2020 07:00 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa ákveðið samræma þjónustu fyrir allt flóttafólk sem hingað kemur. Félagsmálaráðherra segir að ef sveitarfélög fallist ekki á samninginn dragist verkefnið á langinn. Á síðustu tuttugu mánuðum hefur metfjöldi hælisleitenda fengið dvalarleyfi hér á landi, alls sjö hundruð manns. Af þeim hafa fimm hundruð valið að búa í Reykjavík og sér borgin því um stuðning og ráðgjöf fyrir hópinn eftir að hann hefur fengið dvalarleyfi frá Útlendingastofnun. Í langflestum tilvikum kemur fólk hingað allslaust og fær framfærslustyrk og stuðningsþjónustu frá ríki og borg. Útgjöld Reykjavíkurborgar hafa aukist mikið vegna málaflokksins síðustu ár og í vikunni kom fram að velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafi óskað eftir 100 milljón króna fjárframlagi frá ríkinu vegna félagsþjónustu við hópinn og óskaði eftir viðræðum við félagsmálaráðuneytið vegna samræmdrar þjónustu við flóttafólk. Rauði krossinn sér um margs konar þjónustu við flóttafólk og þar hefur komið fram að mikilvægt sé að samræma aðgerðir milli stofnana þegar kemur að málaflokknum. Munu svo setjast niður og meta árangurinn Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að þegar hafi tekist samningar við Samtök íslenskra sveitarfélaga um samræmdar aðgerðir. „Það er búið að ganga frá samningum þar á milli um tilraunaverkefni til eins árs. Við erum að keyra það af stað. Það fylgir þessu fjármagn til þessa árs og að loknu þessu ætlum við að setjast niður og meta árangurinn,“ segir Ásmundur. Aðspurður um kröfu Reykjavíkurborgar um aukið fjárframlag frá ráðuneytinu segir Ásmundur: „Við erum að vinna eftir þeirri fjáraukningu sem lagt var upp með í upphafi kjörtímabilsins. Samningar við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa miðað við þá upphæð. Ef við eigum að hefja þá samninga á nýjan leik þá kostar það tafir vegna þess að það er allt tilbúið til að fara af stað,“ segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra.
Hælisleitendur Félagsmál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Borgin þurfi fjárstuðning vegna aukins fjölda hælisleitenda Þriðjungi fleiri hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi síðustu 20 mánuðum en öll fjögur árin þar á undan. 2. september 2020 07:00 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Borgin þurfi fjárstuðning vegna aukins fjölda hælisleitenda Þriðjungi fleiri hælisleitendur hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi síðustu 20 mánuðum en öll fjögur árin þar á undan. 2. september 2020 07:00