Dwyane Wade, þrefaldur NBA-meistari með Miami Heat, fékk boð í brúðkaup frá ókunnugu pari eftir að hann var óvart hluti af bónorði þess.
Wade var á gangi á Miramar ströndinni í Kaliforníu þegar hann varð vitni að því þegar Ryan Basch bað kærustu sinnar, Katie Ryan. Wade var óvænt með á bónorðsmyndunum og þegar parið áttaði sig á hver þetta væri tóku þau nokkrar skemmtilegar myndir með körfuboltastjörnunni fyrrverandi.
Af myndunum af dæma var Wade ekki minna kátur með ráðahaginn en brúðhjónin verðandi eins og sjá má hér fyrir neðan.
Basch og Ryan ákváðu í kjölfarið að bjóða Wade og eiginkonu hans, Gabrielle Union, í brúðkaupið.
Wade lagði skóna á hilluna í fyrra. Hann lék nær allan sinn feril í NBA með Miami Heat og varð þrisvar sinnum meistari með liðinu.