Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2020 14:42 Donald Trump, forseti, á fundi með stuðningsmönnum sínum í gær. AP/Bruce Kluckhohn Alls hafa nú rúmlega níu milljónir Bandaríkjamanna smitast af Nýju kórónuveirunni frá því heimsfaraldur hennar hófst. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum og hefur metfjöldi nýsmitaðra greinst undanfarna daga. Það tók Bandaríkin einungis fjórtán daga að fara úr átta milljónum smitaðra í níu milljónir og hefur smitum aldrei fjölgað svo hratt þar í landi. Mörg ríki Bandaríkjanna hafa tilkynnt metfjölda nýsmitaðra á undanförnum dögum. Tæplega 230 þúsund manns hafa dáið í Bandaríkjunum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem Nýja kórónuveiran veldur, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Þær tölur byggja á opinberum tölum. Á fimmtudaginn greindust alls 91 þúsund manns í Bandaríkjunum og er útlit fyrir að fjöldinn hafi verið enn meiri í gær. Samkvæmt CNN hafa þeir fimm dagar þar sem flestir greinast smitaðir gerst á síðustu átta dögum. Robert Redfield, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sagði í viðtali í gær að einkennalaust ungt fólk væri að miklu leyti að valda dreifingu veirunnar. Faraldurinn færi á milli tólf til 30 ára gamals fólks og færðist þaðan yfir á eldra og viðkvæmara fólk. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í gær að læknar og sjúkrahús fengju meiri peninga ef þeir héldu því fram að fleiri létu lífið vegna veirunnar. „Þið við að læknarnir okkar fá meiri peninga ef einhver deyr úr Covid. Þið vitið það,“ sagði Trump. Hann sagði að í öðrum ríkjum eins og Þýskalandi væru dauðsföll skráð öðruvísi. Ef Þjóðverji með krabbamein fái Covid og deyi sé það ekki skráð sem dauðsfall vegna Covid. „Hjá okkur er það þannig að ef þú ert í vafa, þá er velur þú Covid.“ Þeir væru sem sagt að gera of mikið úr faraldrinum í Bandaríkjunum og græða á því. Hann sagði einnig að gróðinn fyrir hvert dauðsfall væri um tvö þúsund dalir en útskýrði það ekki nánar. Heilbrigðisstarfsmenn hafa brugðist reiðir við þessum ásökunum forsetans. Enda virðast þær vera alfarið rangar. Fjölmiðlar vestanhafs hafa ekki fundið neinar sannanir fyrir máli Trump. Í yfirlýsingu frá samtökum lækna í bandaríkjunum segir að heilbrigðisstarfsmenn hafi hætt heilsu sinni og jafnvel lífi til að bjarga lífum annarra. Það sé svívirðilegt að halda því fram að þeir ýki tölur um fórnarlömb Covid til að hagnast. „Covid-19 tilfellum eru að ná nýjum hæðum. Í stað þess að ráðast á okkur og varpa fram innistæðulausum ásökunum að heilbrigðisstarfsmönnum, ættu leiðtogar okkar að fylgja vísindunum og hvetja fólk til að fara eftir sóttvarnarráðum sem við vitum að virka. Að vera með grímur, þvo hendur og stunda félagsforðun,“ sagði Susan R. Baily, yfirmaður samtaka lækna í Bandaríkjunum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Bandaríkjamenn sem ekki hafa þegar greitt atkvæði, ganga margir hverjir til kosninga á þriðjudaginn. Helstu kostirnir í forsetakosningunum að þessu sinni eru þeir Donald Trump, núverandi forseti, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og öldungadeildarþingmaður. 31. október 2020 07:01 Metfjöldi nýsmitaðra í Bandaríkjunum: „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum“ Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa. 30. október 2020 23:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira
Alls hafa nú rúmlega níu milljónir Bandaríkjamanna smitast af Nýju kórónuveirunni frá því heimsfaraldur hennar hófst. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum og hefur metfjöldi nýsmitaðra greinst undanfarna daga. Það tók Bandaríkin einungis fjórtán daga að fara úr átta milljónum smitaðra í níu milljónir og hefur smitum aldrei fjölgað svo hratt þar í landi. Mörg ríki Bandaríkjanna hafa tilkynnt metfjölda nýsmitaðra á undanförnum dögum. Tæplega 230 þúsund manns hafa dáið í Bandaríkjunum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem Nýja kórónuveiran veldur, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Þær tölur byggja á opinberum tölum. Á fimmtudaginn greindust alls 91 þúsund manns í Bandaríkjunum og er útlit fyrir að fjöldinn hafi verið enn meiri í gær. Samkvæmt CNN hafa þeir fimm dagar þar sem flestir greinast smitaðir gerst á síðustu átta dögum. Robert Redfield, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sagði í viðtali í gær að einkennalaust ungt fólk væri að miklu leyti að valda dreifingu veirunnar. Faraldurinn færi á milli tólf til 30 ára gamals fólks og færðist þaðan yfir á eldra og viðkvæmara fólk. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í gær að læknar og sjúkrahús fengju meiri peninga ef þeir héldu því fram að fleiri létu lífið vegna veirunnar. „Þið við að læknarnir okkar fá meiri peninga ef einhver deyr úr Covid. Þið vitið það,“ sagði Trump. Hann sagði að í öðrum ríkjum eins og Þýskalandi væru dauðsföll skráð öðruvísi. Ef Þjóðverji með krabbamein fái Covid og deyi sé það ekki skráð sem dauðsfall vegna Covid. „Hjá okkur er það þannig að ef þú ert í vafa, þá er velur þú Covid.“ Þeir væru sem sagt að gera of mikið úr faraldrinum í Bandaríkjunum og græða á því. Hann sagði einnig að gróðinn fyrir hvert dauðsfall væri um tvö þúsund dalir en útskýrði það ekki nánar. Heilbrigðisstarfsmenn hafa brugðist reiðir við þessum ásökunum forsetans. Enda virðast þær vera alfarið rangar. Fjölmiðlar vestanhafs hafa ekki fundið neinar sannanir fyrir máli Trump. Í yfirlýsingu frá samtökum lækna í bandaríkjunum segir að heilbrigðisstarfsmenn hafi hætt heilsu sinni og jafnvel lífi til að bjarga lífum annarra. Það sé svívirðilegt að halda því fram að þeir ýki tölur um fórnarlömb Covid til að hagnast. „Covid-19 tilfellum eru að ná nýjum hæðum. Í stað þess að ráðast á okkur og varpa fram innistæðulausum ásökunum að heilbrigðisstarfsmönnum, ættu leiðtogar okkar að fylgja vísindunum og hvetja fólk til að fara eftir sóttvarnarráðum sem við vitum að virka. Að vera með grímur, þvo hendur og stunda félagsforðun,“ sagði Susan R. Baily, yfirmaður samtaka lækna í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Bandaríkjamenn sem ekki hafa þegar greitt atkvæði, ganga margir hverjir til kosninga á þriðjudaginn. Helstu kostirnir í forsetakosningunum að þessu sinni eru þeir Donald Trump, núverandi forseti, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og öldungadeildarþingmaður. 31. október 2020 07:01 Metfjöldi nýsmitaðra í Bandaríkjunum: „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum“ Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa. 30. október 2020 23:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira
Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Bandaríkjamenn sem ekki hafa þegar greitt atkvæði, ganga margir hverjir til kosninga á þriðjudaginn. Helstu kostirnir í forsetakosningunum að þessu sinni eru þeir Donald Trump, núverandi forseti, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og öldungadeildarþingmaður. 31. október 2020 07:01
Metfjöldi nýsmitaðra í Bandaríkjunum: „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum“ Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa. 30. október 2020 23:00