Hvað gera AP og Fox ef Biden tekur Georgíu? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2020 11:03 Enn er talið vestanhafs og spennandi að sjá hvað miðlarnir gera ef Biden tekur afgerandi forystu í Georgíu eða Nevada. epa/Clemens Bilan Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, hefur nú naumt forskot á Donald Trump í Georgíu en aðeins munar nokkur hundruð atkvæðum á frambjóðendunum. Forsetinn má ekki við því að tapa Georgíu og þarf sömuleiðis að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu til að eiga möguleika á endurkjöri. Nokkurs misræmis gætir í tölum stóru erlendu miðlanna þegar kemur að kjörmönnum en skýringin er sú að hluti þeirra, t.d. Associated Press og Fox News, hafa lýst Biden sigurvegara í Arizona en aðrir, m.a. New York Times og Washington Post, hafa enn ekki úrskurðað hvor frambjóðandinn hlýtur kjörmennina 11. Biden er þannig með 264 kjörmenn hjá fyrrnefndu miðlunum en 253 kjörmenn hjá síðarnefndu miðlunum. Trump er með 213 kjörmenn en frambjóðandi þarf að tryggja sér 270 kjörmenn til að landa Hvíta húsinu. Spáð og spegúlerað Ástæðan fyrir því að erlendu miðlarnir virðast skiptast í tvær blokkir þegar kemur að því að lýsa frambjóðendurna sigurvegara í hverju ríki fyrir sig er m.a. sú að margir þeirra reiða sig á tvær ólíkar upplýsingauppsprettur, ef svo má að orði komast, en svo er einnig samspil þarna á milli. AP, sem hefur löngum þótt „gullstandardinn“ þegar kemur að því að ákveða úrslit í kosningum, heldur úti rannsóknararm sem kallast AP VoteCast og hefur, í samstarfi við University of Chicago, þróað nálgun sem miðar sérstaklega að því að taka tillit til síaukins hlutfalls atkvæða sem greidd eru fyrir kjördag. AP er einnig með um 4 þúsund útsendara á sínum snærum, sem safna upplýsingum frá kjörstjórnum í öllum sýslum landsins og hringja upplýsingarnar inn til sérstakra talningastöðva miðilsins. Þar taka 800 einstaklingar á móti upplýsingunum og fara yfir þær áður en þær eru settar inn í spákerfi AP. Tveir ritstjórnar þurfa síðan að leggja blessun sína yfir hverja ákvörðun um að lýsa sigurvegara. BREAKING: Joe Biden wins Arizona. #APracecall at 12:51 a.m. MST. #Election2020 https://t.co/lGfinjTqT4— AP Politics (@AP_Politics) November 4, 2020 Margir aðrir fjölmiðlar, t.d. Guardian, NPR, PBS. Financial Times og dagblaðakeðjurnar Gannett og McClatchy, reiða sig á upplýsingar frá Associated Press og bíða jafnvel eftir því að AP ríði á vaðið áður en þeir lýsa sigurvegara í kosningum. Google notast einnig við gögn frá AP. Aðrir stórir miðlar, m.a. ABC, CBS, CNN og NBC taka allir eigin ákvarðanir en deila upplýsingum sem aðilar að National Election Pool, sem byggir m.a. á útgönguspám og öðrum gögnum frá rannsóknarfyrirtækinu Edison Research. AP sagði sig frá þessu samstarfi eftir kosningarnar 2016. New York Times og Washington Post horfa vissulega til gagna frá AP en hafa, að þessu sinni a.m.k., farið varlegar í yfirlýsingar og hjá þeim stendur Biden í 253 kjörmönnum. Gætu lent í bobba Greint hefur verið frá því að nánustu samstarfsmenn Trump hafi beitt sér fyrir því að AP og sérstaklega Fox News afturkölluðu ákvörðun sína um að lýsa Biden sigurvegara í Arizona, sérstaklega í ljósi þess að aðrir miðlar hafa haldið aftur að sér og að Trump hefur saxað á forskot Biden eftir því sem liðið hefur á talningu atkvæða. AP og Fox News hafa hins vegar neitað en það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvað gerist ef sú staða kemur upp að Georgía verður næsta ríkið þar sem endanleg úrslit liggja fyrir. Ef Biden tryggir sér þannig hina 16 kjörmenn ríkisins verður hann kominn með 280 kjörmenn hjá þessum miðlum og í raun kjörinn forseti. Hvað gerist þá, spyrja menn? Munu AP og Fox stökkva til og lýsa Biden forseta, eða munu þeir halda að sér höndum; færa töluna upp í 280 en bíða með yfirlýsinguna stóru? Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fjölmiðlar Fréttaskýringar Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Sjá meira
Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, hefur nú naumt forskot á Donald Trump í Georgíu en aðeins munar nokkur hundruð atkvæðum á frambjóðendunum. Forsetinn má ekki við því að tapa Georgíu og þarf sömuleiðis að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu til að eiga möguleika á endurkjöri. Nokkurs misræmis gætir í tölum stóru erlendu miðlanna þegar kemur að kjörmönnum en skýringin er sú að hluti þeirra, t.d. Associated Press og Fox News, hafa lýst Biden sigurvegara í Arizona en aðrir, m.a. New York Times og Washington Post, hafa enn ekki úrskurðað hvor frambjóðandinn hlýtur kjörmennina 11. Biden er þannig með 264 kjörmenn hjá fyrrnefndu miðlunum en 253 kjörmenn hjá síðarnefndu miðlunum. Trump er með 213 kjörmenn en frambjóðandi þarf að tryggja sér 270 kjörmenn til að landa Hvíta húsinu. Spáð og spegúlerað Ástæðan fyrir því að erlendu miðlarnir virðast skiptast í tvær blokkir þegar kemur að því að lýsa frambjóðendurna sigurvegara í hverju ríki fyrir sig er m.a. sú að margir þeirra reiða sig á tvær ólíkar upplýsingauppsprettur, ef svo má að orði komast, en svo er einnig samspil þarna á milli. AP, sem hefur löngum þótt „gullstandardinn“ þegar kemur að því að ákveða úrslit í kosningum, heldur úti rannsóknararm sem kallast AP VoteCast og hefur, í samstarfi við University of Chicago, þróað nálgun sem miðar sérstaklega að því að taka tillit til síaukins hlutfalls atkvæða sem greidd eru fyrir kjördag. AP er einnig með um 4 þúsund útsendara á sínum snærum, sem safna upplýsingum frá kjörstjórnum í öllum sýslum landsins og hringja upplýsingarnar inn til sérstakra talningastöðva miðilsins. Þar taka 800 einstaklingar á móti upplýsingunum og fara yfir þær áður en þær eru settar inn í spákerfi AP. Tveir ritstjórnar þurfa síðan að leggja blessun sína yfir hverja ákvörðun um að lýsa sigurvegara. BREAKING: Joe Biden wins Arizona. #APracecall at 12:51 a.m. MST. #Election2020 https://t.co/lGfinjTqT4— AP Politics (@AP_Politics) November 4, 2020 Margir aðrir fjölmiðlar, t.d. Guardian, NPR, PBS. Financial Times og dagblaðakeðjurnar Gannett og McClatchy, reiða sig á upplýsingar frá Associated Press og bíða jafnvel eftir því að AP ríði á vaðið áður en þeir lýsa sigurvegara í kosningum. Google notast einnig við gögn frá AP. Aðrir stórir miðlar, m.a. ABC, CBS, CNN og NBC taka allir eigin ákvarðanir en deila upplýsingum sem aðilar að National Election Pool, sem byggir m.a. á útgönguspám og öðrum gögnum frá rannsóknarfyrirtækinu Edison Research. AP sagði sig frá þessu samstarfi eftir kosningarnar 2016. New York Times og Washington Post horfa vissulega til gagna frá AP en hafa, að þessu sinni a.m.k., farið varlegar í yfirlýsingar og hjá þeim stendur Biden í 253 kjörmönnum. Gætu lent í bobba Greint hefur verið frá því að nánustu samstarfsmenn Trump hafi beitt sér fyrir því að AP og sérstaklega Fox News afturkölluðu ákvörðun sína um að lýsa Biden sigurvegara í Arizona, sérstaklega í ljósi þess að aðrir miðlar hafa haldið aftur að sér og að Trump hefur saxað á forskot Biden eftir því sem liðið hefur á talningu atkvæða. AP og Fox News hafa hins vegar neitað en það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvað gerist ef sú staða kemur upp að Georgía verður næsta ríkið þar sem endanleg úrslit liggja fyrir. Ef Biden tryggir sér þannig hina 16 kjörmenn ríkisins verður hann kominn með 280 kjörmenn hjá þessum miðlum og í raun kjörinn forseti. Hvað gerist þá, spyrja menn? Munu AP og Fox stökkva til og lýsa Biden forseta, eða munu þeir halda að sér höndum; færa töluna upp í 280 en bíða með yfirlýsinguna stóru?
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fjölmiðlar Fréttaskýringar Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Sjá meira