Bréf í Icelandair hækkað um rúmlega þriðjung frá útboði Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2020 17:52 Frá hlutafjárútboði Icelandair á hótel Natura í september. Þeir sem keyptu bréf þá sæju töluverða ávöxtun seldu þeir nú vegna hækkana síðustu daga. Vísir/Vilhelm Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkuðu í dag, þriðja daginn í röð, og er það nú um 37% hærra en í hlutafjárútboði sem var haldið fyrr í haust. Hækkunin kemur í kjölfar frétta af því að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru sem lyfjarisinn Pfizer er með í þróun virðist ætla að gefa góða raun. Viðskiptablaðið segir frá því að sýslað hafi verið með hlutabréf í Icelandair fyrir um 690 milljónir króna í dag. Bréfin hækkuðu í verði um 8,73% en þau höfðu áður hækkað vegna tíðindanna af bóluefninu. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi flugfélaga enda hefur fjöldi ríkja sett verulega takmarkanir við ferðalögum eða jafnvel lokað landamærum sínum alveg til að hefta útbreiðslu hans. Fleiri íslensk fyrirtæki á markaði hafa hækkað í verði síðustu daga. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sagði Vísi í gær að óhætt sé að rekja hækkunina til fregna af bóluefninu. Framhaldið muni ráðast af fréttaflutningi af bóluefninu og viðbrögðum sérfræðinga og heilbrigðisyfirvalda. „Við höfum auðvitað áður fengið fréttir af árangri í lyfjaþróun gegn Covid, og eins bóluefnaþróuninni, sem hefur reynst minni fótur fyrir en upphaflega hljómaði,“ sagði Jón Bjarki. Gefi bóluefnið eins góða raun og fréttir benda til sagði Jón Bjarki að mögulega sæi þá fyrir endann á kreppunni sem faraldurinn hefur haft í för með sér. „Það þýðir að þeir geirar sem eru mest undir hælnum á faraldrinum, ferðaþjónustan og þeir geirar sem sæta lokunum vegna sóttvarnaaðgerða, þeir eru þá að fara að rétta mun fyrr úr kútnum. Bæði fjármálakerfið og opinberir aðilar þurfa þá að bera miklu minni byrðar vegna efnahagsaðgerða til að hjálpa þessum aðilum í gegnum kreppuna en ella væri,“ sagði hann. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. 9. nóvember 2020 15:46 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkuðu í dag, þriðja daginn í röð, og er það nú um 37% hærra en í hlutafjárútboði sem var haldið fyrr í haust. Hækkunin kemur í kjölfar frétta af því að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru sem lyfjarisinn Pfizer er með í þróun virðist ætla að gefa góða raun. Viðskiptablaðið segir frá því að sýslað hafi verið með hlutabréf í Icelandair fyrir um 690 milljónir króna í dag. Bréfin hækkuðu í verði um 8,73% en þau höfðu áður hækkað vegna tíðindanna af bóluefninu. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi flugfélaga enda hefur fjöldi ríkja sett verulega takmarkanir við ferðalögum eða jafnvel lokað landamærum sínum alveg til að hefta útbreiðslu hans. Fleiri íslensk fyrirtæki á markaði hafa hækkað í verði síðustu daga. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sagði Vísi í gær að óhætt sé að rekja hækkunina til fregna af bóluefninu. Framhaldið muni ráðast af fréttaflutningi af bóluefninu og viðbrögðum sérfræðinga og heilbrigðisyfirvalda. „Við höfum auðvitað áður fengið fréttir af árangri í lyfjaþróun gegn Covid, og eins bóluefnaþróuninni, sem hefur reynst minni fótur fyrir en upphaflega hljómaði,“ sagði Jón Bjarki. Gefi bóluefnið eins góða raun og fréttir benda til sagði Jón Bjarki að mögulega sæi þá fyrir endann á kreppunni sem faraldurinn hefur haft í för með sér. „Það þýðir að þeir geirar sem eru mest undir hælnum á faraldrinum, ferðaþjónustan og þeir geirar sem sæta lokunum vegna sóttvarnaaðgerða, þeir eru þá að fara að rétta mun fyrr úr kútnum. Bæði fjármálakerfið og opinberir aðilar þurfa þá að bera miklu minni byrðar vegna efnahagsaðgerða til að hjálpa þessum aðilum í gegnum kreppuna en ella væri,“ sagði hann.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. 9. nóvember 2020 15:46 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51
Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. 9. nóvember 2020 15:46