Covid-19 flæðir yfir Miðvesturríkin: „Okkur líður eins og við séum að drukkna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2020 22:06 Heilbrigðisstarfsfólk á spítala í Madison í Wisconsin. AP/John Hart Eftir að hafa leikið borgir og þéttbýl svæði Bandaríkjanna grátt hefur tilfellum Covid-19 fjölgað mjög á strjálbýlli svæðum Bandaríkjanna. Þar eru spítalar og heilbrigðsstofnanir oftar en ekki vanbúnar til þess að taka á móti mörgum veikum sjúklingum í einu. Læknir í Wisconson-ríki segir að sér og öðrum vinnufélögum hans líði eins og þeir séu að drukkna. Frá þessu er greint í ítarlegri úttekt Reuters á stöðu kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. Þar kemur meðal annars fram eftir viðtöl við fjölda heilbrigðisstarfsmanna og embættismanna í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna sé ljóst að þar sé sár þörf fyrir fleiri sjúkrarúm og annað búnað á spítölum, ásamt heilbrigðisstarfsfólki, sérfræðingum og hjúkrunarfræðingum ekki síst. Covid-19 tilfellum fer fjölgandi í Bandaríkjunum en mesti vöxturinn er í Miðvesturríkjunum svokölluðu, tólf ríkjum frá Ohio til Dakota-ríkjanna beggja. Þar eru tilfelli tvöfalt fleiri en annars staðar en í Bandaríkjunum og sé hoft til tímabilsins frá júní til nóvember hafa tilfellin tuttugufaldast. Heilbrigðisstarfsfólk þar segir í samtali við Reuters að flestar sjúkrastofnanir séu fullar eða nærri því fullar. Mætt sé eftispurn eftir sjúkraþjónustu með því að umbreyta deildum í Covid-deildir og starfsfólk beðið um að vinna lengri vinnudaga. Glíma við það að fólk sé í afneitun gagnvart Covid-19 Í grein Reuters er meðal annars rætt við Alison Schwartz, lækni í Wisconsin sem segir að það sé algengt að sjúklingar og aðstandendur þeirra séu í afneitun þegar kemur að Covid-19. Segir hún frá einum sjúklingi sem hafi neitað að trúa því að Covid-19 væri lífshættulegur sjúkdómur. Hann lést af völdum sjúkdómsins. Fjölskylda hans vildi ekki viðurkenna að hann hafi látist af völdum Covid-19, þar sem þau trúa því ekki að Covid-19 geti dregið fólk til dauða. Hún segir samstarfsfólk sitt vera uppgefið, erfitt sé að fá þá sem hafi ekki trú á alvarleika kórónuveirufaraldursins til þess að breyta hegðun sinni. „Það halda allir áfram með líf sitt, en okkur líður eins og við séum að drukkna,“ segir Schwartz. Lesa má úttekt Reuters hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Fleiri fréttir Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Sjá meira
Eftir að hafa leikið borgir og þéttbýl svæði Bandaríkjanna grátt hefur tilfellum Covid-19 fjölgað mjög á strjálbýlli svæðum Bandaríkjanna. Þar eru spítalar og heilbrigðsstofnanir oftar en ekki vanbúnar til þess að taka á móti mörgum veikum sjúklingum í einu. Læknir í Wisconson-ríki segir að sér og öðrum vinnufélögum hans líði eins og þeir séu að drukkna. Frá þessu er greint í ítarlegri úttekt Reuters á stöðu kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. Þar kemur meðal annars fram eftir viðtöl við fjölda heilbrigðisstarfsmanna og embættismanna í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna sé ljóst að þar sé sár þörf fyrir fleiri sjúkrarúm og annað búnað á spítölum, ásamt heilbrigðisstarfsfólki, sérfræðingum og hjúkrunarfræðingum ekki síst. Covid-19 tilfellum fer fjölgandi í Bandaríkjunum en mesti vöxturinn er í Miðvesturríkjunum svokölluðu, tólf ríkjum frá Ohio til Dakota-ríkjanna beggja. Þar eru tilfelli tvöfalt fleiri en annars staðar en í Bandaríkjunum og sé hoft til tímabilsins frá júní til nóvember hafa tilfellin tuttugufaldast. Heilbrigðisstarfsfólk þar segir í samtali við Reuters að flestar sjúkrastofnanir séu fullar eða nærri því fullar. Mætt sé eftispurn eftir sjúkraþjónustu með því að umbreyta deildum í Covid-deildir og starfsfólk beðið um að vinna lengri vinnudaga. Glíma við það að fólk sé í afneitun gagnvart Covid-19 Í grein Reuters er meðal annars rætt við Alison Schwartz, lækni í Wisconsin sem segir að það sé algengt að sjúklingar og aðstandendur þeirra séu í afneitun þegar kemur að Covid-19. Segir hún frá einum sjúklingi sem hafi neitað að trúa því að Covid-19 væri lífshættulegur sjúkdómur. Hann lést af völdum sjúkdómsins. Fjölskylda hans vildi ekki viðurkenna að hann hafi látist af völdum Covid-19, þar sem þau trúa því ekki að Covid-19 geti dregið fólk til dauða. Hún segir samstarfsfólk sitt vera uppgefið, erfitt sé að fá þá sem hafi ekki trú á alvarleika kórónuveirufaraldursins til þess að breyta hegðun sinni. „Það halda allir áfram með líf sitt, en okkur líður eins og við séum að drukkna,“ segir Schwartz. Lesa má úttekt Reuters hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Fleiri fréttir Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Sjá meira