Faraldurinn nær nýjum hæðum í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2020 14:09 Bandarískir heilbrigðisstarfsmenn reyna endurlífgunartilraunir á sjúklingi. Þrátt fyrir að dánartíðni vegna Covid-19 hafi lækkað töluvert hafa sífellt fleiri dáið. AP/Jae C. Hong Faraldur nýju kórónuveirunnar náði methæðum í Bandaríkjunum í gær. 3.150 manns dóu og samtals voru fleiri en hundrað þúsund manns á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Rétt rúmlega 200 þúsund greindust smitaðir af Covid-19. Þetta er samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum sem hefur haldið utan um opinberar tölur í Bandaríkjunum. Í heildina hafa 273.847 dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum. Þó tilfellum hafi fjölgað hratt í Bandaríkjunum á undanförnum vikum og mánuðum hefur dánartíðni vegna Covid-19 lækkað töluvert. New York Times vísar í tölur frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) um að tíðnin hafi lækkað úr 6,7 prósentum í apríl í 1,9 prósent í september. Þrátt fyrir það hefur dauðsföllum heilt yfir farið fjölgandi í Bandaríkjunum. Í gær gerðist það í fyrsta sinn að dauðsföll fóru yfir þrjú þúsund. Robert Redfield, forstjóri CDC, varaði í gær við því að veturinn gæti orðið sá erfiðasti í lýðheilsusögu Bandaríkjanna og að dauðsföll vestanhafs vegna Covid-19 gætu náð 450 þúsundum í febrúar. AP fréttaveitan sagði frá því í morgun að sjúkrahús víðsvegar um Bandaríkin reyni að fá hjúkrunarfræðinga og lækna sem sest hafa í helgan stein til að snúa aftur til starfa. Sömuleiðis hafi verið leitað til nema og starfsmema og boðið þeim mun hærri laun en eðlilegt teljist vegna mikillar manneklu. Innlagnir í Bandaríkjunum vegna Covid-19 hafi tvöfaldast á undanförnum mánuði og að álag á heilbrigðisstarfsmenn hafi aukist samhliða því. Ríkisstjórar í Wisconsin og Nebraska hafa fellt niður gjöld og annað til að gera hjúkrunarfræðingum auðveldara að snúa aftur til vinnu eftir að hafa sest í helgan stein. Þeir hjúkrunarfræðingar eru að miklu leyti að vinna störf sem setja þau ekki í návígi við sjúklinga með Covid-19 en létta þó undir með þeim hjúkrunarfræðingum sem gera það. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tugir einstaklinga smitaðir af Covid-19 eftir „swing“-ráðstefnu í New Orleans 41 einstaklingur hefur greinst með Covid-19 eftir að hafa sótt svokallaða „swing“-ráðstefnu í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum. Yfirvöld segja ráðstefnuna hafa verið viðburð sem stuðlaði að „ofurdreifingu“ kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. 3. desember 2020 10:33 Obama treystir Fauci og segist myndu láta sjónvarpa bólusetningu sinni Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hiklaust munu láta bólusetja sig ef Anthony Fauci, æðsti sóttvarnasérfræðingurinn vestanhafs, segir það óhætt. 2. desember 2020 23:33 Starfsmenn og íbúar dvalarheimila fremstir í forgangsröðinni Ráðgefandi nefnd við bandarísku sóttvarnastofnunina (CDC) hefur gefið út hvaða forgangsröðun hún vill viðhafa þegar bólusetningar við Covid-19 hefjast vestanhafs. 2. desember 2020 06:16 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira
Þetta er samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum sem hefur haldið utan um opinberar tölur í Bandaríkjunum. Í heildina hafa 273.847 dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum. Þó tilfellum hafi fjölgað hratt í Bandaríkjunum á undanförnum vikum og mánuðum hefur dánartíðni vegna Covid-19 lækkað töluvert. New York Times vísar í tölur frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) um að tíðnin hafi lækkað úr 6,7 prósentum í apríl í 1,9 prósent í september. Þrátt fyrir það hefur dauðsföllum heilt yfir farið fjölgandi í Bandaríkjunum. Í gær gerðist það í fyrsta sinn að dauðsföll fóru yfir þrjú þúsund. Robert Redfield, forstjóri CDC, varaði í gær við því að veturinn gæti orðið sá erfiðasti í lýðheilsusögu Bandaríkjanna og að dauðsföll vestanhafs vegna Covid-19 gætu náð 450 þúsundum í febrúar. AP fréttaveitan sagði frá því í morgun að sjúkrahús víðsvegar um Bandaríkin reyni að fá hjúkrunarfræðinga og lækna sem sest hafa í helgan stein til að snúa aftur til starfa. Sömuleiðis hafi verið leitað til nema og starfsmema og boðið þeim mun hærri laun en eðlilegt teljist vegna mikillar manneklu. Innlagnir í Bandaríkjunum vegna Covid-19 hafi tvöfaldast á undanförnum mánuði og að álag á heilbrigðisstarfsmenn hafi aukist samhliða því. Ríkisstjórar í Wisconsin og Nebraska hafa fellt niður gjöld og annað til að gera hjúkrunarfræðingum auðveldara að snúa aftur til vinnu eftir að hafa sest í helgan stein. Þeir hjúkrunarfræðingar eru að miklu leyti að vinna störf sem setja þau ekki í návígi við sjúklinga með Covid-19 en létta þó undir með þeim hjúkrunarfræðingum sem gera það.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tugir einstaklinga smitaðir af Covid-19 eftir „swing“-ráðstefnu í New Orleans 41 einstaklingur hefur greinst með Covid-19 eftir að hafa sótt svokallaða „swing“-ráðstefnu í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum. Yfirvöld segja ráðstefnuna hafa verið viðburð sem stuðlaði að „ofurdreifingu“ kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. 3. desember 2020 10:33 Obama treystir Fauci og segist myndu láta sjónvarpa bólusetningu sinni Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hiklaust munu láta bólusetja sig ef Anthony Fauci, æðsti sóttvarnasérfræðingurinn vestanhafs, segir það óhætt. 2. desember 2020 23:33 Starfsmenn og íbúar dvalarheimila fremstir í forgangsröðinni Ráðgefandi nefnd við bandarísku sóttvarnastofnunina (CDC) hefur gefið út hvaða forgangsröðun hún vill viðhafa þegar bólusetningar við Covid-19 hefjast vestanhafs. 2. desember 2020 06:16 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira
Tugir einstaklinga smitaðir af Covid-19 eftir „swing“-ráðstefnu í New Orleans 41 einstaklingur hefur greinst með Covid-19 eftir að hafa sótt svokallaða „swing“-ráðstefnu í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum. Yfirvöld segja ráðstefnuna hafa verið viðburð sem stuðlaði að „ofurdreifingu“ kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. 3. desember 2020 10:33
Obama treystir Fauci og segist myndu láta sjónvarpa bólusetningu sinni Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hiklaust munu láta bólusetja sig ef Anthony Fauci, æðsti sóttvarnasérfræðingurinn vestanhafs, segir það óhætt. 2. desember 2020 23:33
Starfsmenn og íbúar dvalarheimila fremstir í forgangsröðinni Ráðgefandi nefnd við bandarísku sóttvarnastofnunina (CDC) hefur gefið út hvaða forgangsröðun hún vill viðhafa þegar bólusetningar við Covid-19 hefjast vestanhafs. 2. desember 2020 06:16