Segir Kína ætla að drottna yfir Bandaríkjunum og heiminum öllum Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2020 13:31 John Ratcliffe, yfirmaður málefna leyniþjónusta Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci John Ratcliffe, æðsti yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, segir að ráðamenn í Kína séu að undirbúa sig fyrir átök við Bandaríkin. Hann segir að Bandaríkjamenn og lýðræðið hafi ekki staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn síðan í seinni heimsstyrjöldinni. „Upplýsingarnar eru skýrar: Peking ætlar að drottna yfir Bandaríkjunum og restinni af plánetunni efnahagslega, hernaðarlega og tækniþróunarlega.“ Þetta skrifar Ratcliffe í grein í Wall Street Journal (áskriftarvefur). Í grein sinni fer Ratcliffe um víðan völl og gagnrýnir Kína fyrir þjófnað á leyndarmálum, hernaðaruppbyggingu og annað. Hann sakar Kommúnistaflokk Kína um að hafa staðið fyrir umfangsmikilli áróðursherferð gagnvart tugum bandarískra þingmanna á þessu ári. Hugverkaþjófnaður umfangsmikill Ratcliffe gagnrýnir Kínverja einnig harðlega fyrir þjófnað á tækni og annars konar hugverkum og segir ráðmenn í Kína stunda það sem hann kallar að „ræna, endurgera og skipta út“. Nefnir hann sérstaklega fyrirtækið Sinovel, sem er kínverskt fyrirtæki sem framleiðir vindtúrbínur. Ratcliffe vísar til dómsmála um að fyrirtækið hafi stolið iðnaðarleyndarmálum af bandaríska fyrirtækinu American Superconductor og svo notað þá tækni til að bola fyrirtækinu af mörkuðum. „Í dag selur Sinovel vindtúrbínur um heiminn allan eins og það hafi byggt lögmætt fyrirtæki á hugviti og erfiðisvinnu, í stað þjófnaðar,“ skrifar Ratcliffe. NPR fjallaði ítarlega um mál American Superconductor og Sinovel árið 2018. Lengi sakaðir um hugverkaþjófnað Kínverjar hafa lengi verið sakaðir um þjófnað á iðnaðarleyndarmálum. Þær ásakanir hafa meðal annars snúið að því að alþjóðleg fyrirtæki séu látin veita hinu opinbera aðgang að einkaleyfum sínum fyrir aðgang að kínverskum mörkuðum. Þeim einkaleyfum hafi svo verið lekið til kínverskra fyrirtækja. Ratcliffe nefnir einnig mál yfirmanns efnafræðideildar Harvard háskólans sem var nýverið ákærður fyrir að hafa þegið 50 þúsund dali á mánuði frá Kína. Hann er sakaður um að hafa hjálpað Kínverjum að ná til vísindamanna og tala þá inn á að stela tækni fyrir Kína. Ríkisstjórn Donald Trumps skipaði Kínverjum fyrr á þessu ári að loka ræðisskrifstofu ríkisins í Houston og var það gert til að verja bandarísk hugverk og einkaupplýsingar Bandaríkjamanna, samkvæmt ráðamönnum vestanhafs. Sjá einnig: Kínverjum skipað að loka ræðisskrifstofu í Houston Í grein sinni sagði Ratcliffe einnig að leiðtogar í Bandaríkjunum þyrftu að taka höndum saman, þvert á flokka til að takast á við þá ógn sem þeim stafar af Kína. Samskipti ríkjanna hafa beðið mikla hnekki á undanförnum mánuðum og jafnvel árum. Bandaríkjamenn hafa ítrekað sakað Kínverja um þjófnað á bandarískum hugverkum. Þá hafa Bandaríkin einnig harðlega mótmælt ólöglegu tilkalli Kína til Suður-Kínahafs þar sem heilu eyjurnar hafa verið byggðar upp og vopnum og herstöðvum komið fyrir á þeim. Alþjóðagerðardómurinn í Haag úrskurðaði árið 2016 að tilkallið væri ólöglegt. Málefni Taívan hafa einnig komið niður á samskiptum ríkjanna. Nú í september varaði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sérstaklega við hættunni á nýju köldu stríði milli Bandaríkjanna og Kína. Sjá einnig: Varaði við köldu stríði Kína og Bandaríkjanna Ratcliffe fjallaði um það í grein sinni að ráðamenn í Kína hafa varið miklu púðri í hernaðaruppbyggingu á undanförnum árum og hefur hernaðargeta Kínverja aukist til muna. Bandaríkjamenn hafa sagt að Kínverjar hafi getað nútímavætt herafla sinn mun ódýrar en aðrir með því að kaupa og jafnvel stela tækni af öðrum ríkjum. Ratcliffe segir í grein sinni að kínverskir vísindamenn hafi gert tilraunir á hermönnum. Þeim tilraunum sé ætlað að auka getu hermanna. Hann fer ekki nánar í það og skrifstofa hans og Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) hafa ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Fjölmiðlar segja þó frá því að greinar hafi verið skrifaðar af fræðimönnum í Bandaríkjunum um þessar mögulegu tilraunir. ABC News vitna í grein þar sem því var haldið fram að Kínverjar væru að kanna hvort hægt væri að breyta erfðaefni hermanna til að bæta getu þeirra, með tækni sem í daglegu tali kallast CRISPR. Þær Emmanuelle Charpentier og Jennifer Doudna hlutu Nóbelsverðlaun í efnafræði í október fyrir þeirra þátt í þróun á aðferð til þess að breyta erfðamengi sem hefur verið nefnd CRISPR/Cas9. Tæknin er sögð byltingarkennd fyrir lífvísindi. Sjá einnig: Erfðagalli fjarlægður úr fósturvísi í fyrsta sinn CNN hefur eftir heimildarmönnum sínum að grein Rattcliffe sé hluti af umfangsmeiri viðleitni ríkisstjórnar Trumps til að hafa áhrif á samband Bandaríkjanna og Kína í forsetatíð Joe Bidens. Trump-liðar séu einnig sannfæðir um að viðvarnir þeirra muni reynast sannar. Ratcliffe mætti einnig í viðtal hjá CBS News í gærkvöldi þar sem hann ræddi Kína. Director of National Intelligence John Ratcliffe tells @CBS_Herridge that China is using blackmail, bribery and covert influence to target members of Congress and make sure only laws that are favorable to China are passed" https://t.co/zloXmJ4vmk pic.twitter.com/s3fb1m7359— CBS News (@CBSNews) December 3, 2020 Director of National Intelligence John Ratcliffe tells @CBS_Herridge that China's president and Communist Party leaders lied to the rest of the world about what they knew of COVID-19, and that China has attempted to steal our research on vaccines https://t.co/zjpkWcsn4R pic.twitter.com/FabuCZH53Y— CBS News (@CBSNews) December 3, 2020 Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Hernaður Tengdar fréttir Kínverjar reyni að endurskrifa sögu Covid-19 Um ári eftir að nýja kórónuveiran stakk fyrst upp kollinum í Wuhan í Kína er útlit fyrir að ráðamenn í Kína séu að reyna að endurskrifa sögu veirunnar og Covid-19, sjúkdómsins sem hún veldur. Ríkismiðlar Í Kína hafa fjallað ítarlega um það að veiran hafi fundist utan landamæra Kína fyrir desember í fyrra. 29. nóvember 2020 14:41 Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30 Hóta að refsa Bandaríkjunum vegna Taívan Kínverjar hafa hótað Bandaríkjunum aðgerðum eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Taívan tilheyrði ekki Kína. 13. nóvember 2020 10:35 Halda aftur flotaæfingar í Suður-Kínahafi og víðar Yfirvöld Kína halda nú fimm mismunandi flotaæfingar á hafsvæðum í Austur-Asíu. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem herinn heldur svo umfangsmiklar æfingar og á sama tíma er spenna að aukast mikið á svæðinu. 28. september 2020 16:41 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
„Upplýsingarnar eru skýrar: Peking ætlar að drottna yfir Bandaríkjunum og restinni af plánetunni efnahagslega, hernaðarlega og tækniþróunarlega.“ Þetta skrifar Ratcliffe í grein í Wall Street Journal (áskriftarvefur). Í grein sinni fer Ratcliffe um víðan völl og gagnrýnir Kína fyrir þjófnað á leyndarmálum, hernaðaruppbyggingu og annað. Hann sakar Kommúnistaflokk Kína um að hafa staðið fyrir umfangsmikilli áróðursherferð gagnvart tugum bandarískra þingmanna á þessu ári. Hugverkaþjófnaður umfangsmikill Ratcliffe gagnrýnir Kínverja einnig harðlega fyrir þjófnað á tækni og annars konar hugverkum og segir ráðmenn í Kína stunda það sem hann kallar að „ræna, endurgera og skipta út“. Nefnir hann sérstaklega fyrirtækið Sinovel, sem er kínverskt fyrirtæki sem framleiðir vindtúrbínur. Ratcliffe vísar til dómsmála um að fyrirtækið hafi stolið iðnaðarleyndarmálum af bandaríska fyrirtækinu American Superconductor og svo notað þá tækni til að bola fyrirtækinu af mörkuðum. „Í dag selur Sinovel vindtúrbínur um heiminn allan eins og það hafi byggt lögmætt fyrirtæki á hugviti og erfiðisvinnu, í stað þjófnaðar,“ skrifar Ratcliffe. NPR fjallaði ítarlega um mál American Superconductor og Sinovel árið 2018. Lengi sakaðir um hugverkaþjófnað Kínverjar hafa lengi verið sakaðir um þjófnað á iðnaðarleyndarmálum. Þær ásakanir hafa meðal annars snúið að því að alþjóðleg fyrirtæki séu látin veita hinu opinbera aðgang að einkaleyfum sínum fyrir aðgang að kínverskum mörkuðum. Þeim einkaleyfum hafi svo verið lekið til kínverskra fyrirtækja. Ratcliffe nefnir einnig mál yfirmanns efnafræðideildar Harvard háskólans sem var nýverið ákærður fyrir að hafa þegið 50 þúsund dali á mánuði frá Kína. Hann er sakaður um að hafa hjálpað Kínverjum að ná til vísindamanna og tala þá inn á að stela tækni fyrir Kína. Ríkisstjórn Donald Trumps skipaði Kínverjum fyrr á þessu ári að loka ræðisskrifstofu ríkisins í Houston og var það gert til að verja bandarísk hugverk og einkaupplýsingar Bandaríkjamanna, samkvæmt ráðamönnum vestanhafs. Sjá einnig: Kínverjum skipað að loka ræðisskrifstofu í Houston Í grein sinni sagði Ratcliffe einnig að leiðtogar í Bandaríkjunum þyrftu að taka höndum saman, þvert á flokka til að takast á við þá ógn sem þeim stafar af Kína. Samskipti ríkjanna hafa beðið mikla hnekki á undanförnum mánuðum og jafnvel árum. Bandaríkjamenn hafa ítrekað sakað Kínverja um þjófnað á bandarískum hugverkum. Þá hafa Bandaríkin einnig harðlega mótmælt ólöglegu tilkalli Kína til Suður-Kínahafs þar sem heilu eyjurnar hafa verið byggðar upp og vopnum og herstöðvum komið fyrir á þeim. Alþjóðagerðardómurinn í Haag úrskurðaði árið 2016 að tilkallið væri ólöglegt. Málefni Taívan hafa einnig komið niður á samskiptum ríkjanna. Nú í september varaði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sérstaklega við hættunni á nýju köldu stríði milli Bandaríkjanna og Kína. Sjá einnig: Varaði við köldu stríði Kína og Bandaríkjanna Ratcliffe fjallaði um það í grein sinni að ráðamenn í Kína hafa varið miklu púðri í hernaðaruppbyggingu á undanförnum árum og hefur hernaðargeta Kínverja aukist til muna. Bandaríkjamenn hafa sagt að Kínverjar hafi getað nútímavætt herafla sinn mun ódýrar en aðrir með því að kaupa og jafnvel stela tækni af öðrum ríkjum. Ratcliffe segir í grein sinni að kínverskir vísindamenn hafi gert tilraunir á hermönnum. Þeim tilraunum sé ætlað að auka getu hermanna. Hann fer ekki nánar í það og skrifstofa hans og Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) hafa ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Fjölmiðlar segja þó frá því að greinar hafi verið skrifaðar af fræðimönnum í Bandaríkjunum um þessar mögulegu tilraunir. ABC News vitna í grein þar sem því var haldið fram að Kínverjar væru að kanna hvort hægt væri að breyta erfðaefni hermanna til að bæta getu þeirra, með tækni sem í daglegu tali kallast CRISPR. Þær Emmanuelle Charpentier og Jennifer Doudna hlutu Nóbelsverðlaun í efnafræði í október fyrir þeirra þátt í þróun á aðferð til þess að breyta erfðamengi sem hefur verið nefnd CRISPR/Cas9. Tæknin er sögð byltingarkennd fyrir lífvísindi. Sjá einnig: Erfðagalli fjarlægður úr fósturvísi í fyrsta sinn CNN hefur eftir heimildarmönnum sínum að grein Rattcliffe sé hluti af umfangsmeiri viðleitni ríkisstjórnar Trumps til að hafa áhrif á samband Bandaríkjanna og Kína í forsetatíð Joe Bidens. Trump-liðar séu einnig sannfæðir um að viðvarnir þeirra muni reynast sannar. Ratcliffe mætti einnig í viðtal hjá CBS News í gærkvöldi þar sem hann ræddi Kína. Director of National Intelligence John Ratcliffe tells @CBS_Herridge that China is using blackmail, bribery and covert influence to target members of Congress and make sure only laws that are favorable to China are passed" https://t.co/zloXmJ4vmk pic.twitter.com/s3fb1m7359— CBS News (@CBSNews) December 3, 2020 Director of National Intelligence John Ratcliffe tells @CBS_Herridge that China's president and Communist Party leaders lied to the rest of the world about what they knew of COVID-19, and that China has attempted to steal our research on vaccines https://t.co/zjpkWcsn4R pic.twitter.com/FabuCZH53Y— CBS News (@CBSNews) December 3, 2020
Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Hernaður Tengdar fréttir Kínverjar reyni að endurskrifa sögu Covid-19 Um ári eftir að nýja kórónuveiran stakk fyrst upp kollinum í Wuhan í Kína er útlit fyrir að ráðamenn í Kína séu að reyna að endurskrifa sögu veirunnar og Covid-19, sjúkdómsins sem hún veldur. Ríkismiðlar Í Kína hafa fjallað ítarlega um það að veiran hafi fundist utan landamæra Kína fyrir desember í fyrra. 29. nóvember 2020 14:41 Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30 Hóta að refsa Bandaríkjunum vegna Taívan Kínverjar hafa hótað Bandaríkjunum aðgerðum eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Taívan tilheyrði ekki Kína. 13. nóvember 2020 10:35 Halda aftur flotaæfingar í Suður-Kínahafi og víðar Yfirvöld Kína halda nú fimm mismunandi flotaæfingar á hafsvæðum í Austur-Asíu. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem herinn heldur svo umfangsmiklar æfingar og á sama tíma er spenna að aukast mikið á svæðinu. 28. september 2020 16:41 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Kínverjar reyni að endurskrifa sögu Covid-19 Um ári eftir að nýja kórónuveiran stakk fyrst upp kollinum í Wuhan í Kína er útlit fyrir að ráðamenn í Kína séu að reyna að endurskrifa sögu veirunnar og Covid-19, sjúkdómsins sem hún veldur. Ríkismiðlar Í Kína hafa fjallað ítarlega um það að veiran hafi fundist utan landamæra Kína fyrir desember í fyrra. 29. nóvember 2020 14:41
Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30
Hóta að refsa Bandaríkjunum vegna Taívan Kínverjar hafa hótað Bandaríkjunum aðgerðum eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Taívan tilheyrði ekki Kína. 13. nóvember 2020 10:35
Halda aftur flotaæfingar í Suður-Kínahafi og víðar Yfirvöld Kína halda nú fimm mismunandi flotaæfingar á hafsvæðum í Austur-Asíu. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem herinn heldur svo umfangsmiklar æfingar og á sama tíma er spenna að aukast mikið á svæðinu. 28. september 2020 16:41