Meintur njósnari sængaði hjá minnst tveimur borgarstjórum Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2020 14:53 Embættis- og löggæslumenn segja að verkefni njósnarans hafi líklegast verið að mynda tengsl við rísandi stjörnur í bandarískum stjórnmálum svo hægt væri að nota þau tengsl Kína í hag í framtíðinni. AP/Andy Wong Kínversk kona, sem grunuð um að vera njósnari á vegum leyniþjónustu ríkisins, sængaði hjá minnst tveimur bandarískum borgarstjórum og myndaði tengsl við aðra stjórnmálamenn á vesturströnd Bandaríkjanna á árunum 2011 til 2015. Þeirra á meðal eru tveir þingmenn Demókrataflokksins sem báðir hafa boðið sig fram til forseta. Fang Fang, sem gekk einnig undir nafninu Christine Fang, fór frá Bandaríkjunum þegar Alríkislögregla Bandaríkjanna var að rannsaka hana og hefur aldrei snúið aftur. Þetta kemur fram í ítarlegri grein Axios um mál Fang sem birt var í gær. Meðal þess sem fram kemur í grein Axios er að Fang fluttist til Bandaríkjanna árið 2011 og skráði sig í háskóla. Þá notaði hún stöðu sína sem forseti nemendasamtaka að mynda tengsl við stjórnmálamenn á svæðinu. Hún vann sem sjálfboðaliði við framboð stjórnmálamanna og kom að fjáröflun þeirra. Hún kom meðal annars að fjársöfnun fyrir þingmennina Eric Swalwell, Tulsi Gabbard og Ro Khanna. Christine Fang was "everywhere," to quote several people who knew her. She appears in photos with Eric Swalwell, Ro Khanna, Judy Chu, and Mike Honda, and numerous mayors, state assembly members, town council members, staffers, and other prominent politicos. pic.twitter.com/ihSw5Emrwf— B. Allen-Ebrahimian (@BethanyAllenEbr) December 8, 2020 Fang hitti Swalwell fyrst þegar hann var borgarfulltrúi í Dublin City í Kaliforníu en þegar hann varð þingmaður vöruðu rannsakendur FBI hann við því að hún væri grunuð um að vera útsendari yfirvalda í Kína. Hann sleit öll tengsl við hana og samkvæmt frétt Axios hefur Swalwell ekki verið grunaður um að hafa brotið af sér. Útsendarar vöruðu aðra stjórnmálamenn einnig við umsvifum Fang á tímabilinu. Ekki er þó talið að hún hafi komið höndum yfir leynilegar upplýsingar. Samkvæmt frétt Politico hefur Swalwell áhyggjur af því að upplýsingum um Fang hafi verið lekið til að koma pólitísku höggi á hann. Hann hafi fyrst fengið veður af því að Axios væri að skoða mál hins meinta njósnara í júlí í fyrra. Þá var hann að binda enda á stutt forsetaframboð sitt og sat í tveimur þingnefndum sem komu að ákærunni gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Fang sótti ráðstefnur bandarískra borgarstjóra þar sem hún víkkaði út tengslanet sitt og átt í sambandi við minnst tvo borgarstjóra, á meðan hún var undir eftirliti útsendara FBI. Embættis- og löggæslumenn sem Axios ræddi við segja að verkefni Fang hafi líklegast verið að mynda tengsl við rísandi stjörnur í bandarískum stjórnmálum svo hægt væri að nota þau tengsl Kína í hag í framtíðinni. John Ratcliffe, æðsti yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, sagði í nýlegri grein sem hann skrifaði í Wall Street Journal að Kommúnistaflokkur Kína hefði staðið fyrir umfangsmikilli áróðurs- og áhrifaherferð gagnvart tugum bandarískra þingmanna. Hann sakaði Kínverja einnig um umfangsmikla njósnastarfsemi í Bandaríkjunum. https://www.visir.is/g/20202045643d/segir-kina-aetla-ad-drottna-yfir-bandarikjunum-og-heiminum-ollum Bandaríkin Kína Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Sjá meira
Þeirra á meðal eru tveir þingmenn Demókrataflokksins sem báðir hafa boðið sig fram til forseta. Fang Fang, sem gekk einnig undir nafninu Christine Fang, fór frá Bandaríkjunum þegar Alríkislögregla Bandaríkjanna var að rannsaka hana og hefur aldrei snúið aftur. Þetta kemur fram í ítarlegri grein Axios um mál Fang sem birt var í gær. Meðal þess sem fram kemur í grein Axios er að Fang fluttist til Bandaríkjanna árið 2011 og skráði sig í háskóla. Þá notaði hún stöðu sína sem forseti nemendasamtaka að mynda tengsl við stjórnmálamenn á svæðinu. Hún vann sem sjálfboðaliði við framboð stjórnmálamanna og kom að fjáröflun þeirra. Hún kom meðal annars að fjársöfnun fyrir þingmennina Eric Swalwell, Tulsi Gabbard og Ro Khanna. Christine Fang was "everywhere," to quote several people who knew her. She appears in photos with Eric Swalwell, Ro Khanna, Judy Chu, and Mike Honda, and numerous mayors, state assembly members, town council members, staffers, and other prominent politicos. pic.twitter.com/ihSw5Emrwf— B. Allen-Ebrahimian (@BethanyAllenEbr) December 8, 2020 Fang hitti Swalwell fyrst þegar hann var borgarfulltrúi í Dublin City í Kaliforníu en þegar hann varð þingmaður vöruðu rannsakendur FBI hann við því að hún væri grunuð um að vera útsendari yfirvalda í Kína. Hann sleit öll tengsl við hana og samkvæmt frétt Axios hefur Swalwell ekki verið grunaður um að hafa brotið af sér. Útsendarar vöruðu aðra stjórnmálamenn einnig við umsvifum Fang á tímabilinu. Ekki er þó talið að hún hafi komið höndum yfir leynilegar upplýsingar. Samkvæmt frétt Politico hefur Swalwell áhyggjur af því að upplýsingum um Fang hafi verið lekið til að koma pólitísku höggi á hann. Hann hafi fyrst fengið veður af því að Axios væri að skoða mál hins meinta njósnara í júlí í fyrra. Þá var hann að binda enda á stutt forsetaframboð sitt og sat í tveimur þingnefndum sem komu að ákærunni gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Fang sótti ráðstefnur bandarískra borgarstjóra þar sem hún víkkaði út tengslanet sitt og átt í sambandi við minnst tvo borgarstjóra, á meðan hún var undir eftirliti útsendara FBI. Embættis- og löggæslumenn sem Axios ræddi við segja að verkefni Fang hafi líklegast verið að mynda tengsl við rísandi stjörnur í bandarískum stjórnmálum svo hægt væri að nota þau tengsl Kína í hag í framtíðinni. John Ratcliffe, æðsti yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, sagði í nýlegri grein sem hann skrifaði í Wall Street Journal að Kommúnistaflokkur Kína hefði staðið fyrir umfangsmikilli áróðurs- og áhrifaherferð gagnvart tugum bandarískra þingmanna. Hann sakaði Kínverja einnig um umfangsmikla njósnastarfsemi í Bandaríkjunum. https://www.visir.is/g/20202045643d/segir-kina-aetla-ad-drottna-yfir-bandarikjunum-og-heiminum-ollum
Bandaríkin Kína Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Sjá meira