Framundan er sýnataka á mánudaginn og þá kemur í ljós hvert framhaldið verður.
„Við krossleggjum fingur að þetta fari á sem bestan veg,“ segir Sigríður í samtali við Vísi.
Nemendur í þremur bekkjum í Laugarnesskóla, grunnskóla í Reykjavík, eru komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af Covid-19. Þetta staðfestir Sigríður Heiða Bragadóttir skólastjóri við Vísi. Auk nemendanna, sem eru 55, eru fjórir starfsmenn í sóttkví sömuleiðis.
Framundan er sýnataka á mánudaginn og þá kemur í ljós hvert framhaldið verður.
„Við krossleggjum fingur að þetta fari á sem bestan veg,“ segir Sigríður í samtali við Vísi.