Opið bréf til Lilju Alfreðsdóttur um aðgengi tíðarvara í grunn- og framhaldsskólum Hekla Rist, Anna María Allawawi Sonde, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Saga María Sæþórsdóttir skrifa 16. desember 2020 20:30 Kæra Lilja Dögg. Við heitum Anna (14 ára nemandi við Langholtsskóla), Saga (15 ára nemandi við Langholtsskóla), Gunnhildur (18 ára nemandi við Harvard) og Hekla (18 ára nemandi við Menntaskólann við Sund), og erum 4 ungar stelpur sem höfum verið að fylgjast með umræðum um niðurgreiðslur á tíðavörum á Alþingi og vorum mjög vonsviknar þegar við fréttum það að tillögur um aðgengi að gjaldfrjálsum tíðarvörum hafi verið felldar aðeins með einu atkvæði í 2. umræðu fjárlaga, sérstaklega í ljósi þess að nágrannaland okkar, Skotland, var að samþykkja slíka tillögu og ungmenni þar farin að njóta fullu og jöfnu aðgengi að tíðarvörum. Það að ungt fólk og láglaunafólk hafi aðgengi að tíðarvörum er okkar hjartans mál, og höfum við verið að vekja athygli á því á samfélagsmiðlum þar á meðal, Instagram með reikningnum @bleikframtid og á TikTok þar sem tugir þúsunda ungmenna hafa verið að ræða málið um aðgengi á tíðarvörum. Það er ljóst að ungu fólki finnst að því ætti ekki að vera mismunað á því hvort manneskja sé með leg eða ekki, og eru sammála um að allir ættu að fá sama aðgengi að tíðarvörum og klósettpappír. Við erum því að vonast til þess að þú getir tekið málið upp við fjárlaganefnd og hjálpað nefndinni að útfæra hugmyndir Andrés Inga fyrir fólk í grunn- og framhaldsskólum áður en þingið klárar fjárlög fyrir næsta ár. Þannig getur þú tryggt að strax á næsta ári sitji fólk við sama borð óháð búsetu og fjárhagsstöðu sveitafélags hvað varðar aðgengi að tíðarvörum, og að vörurnar uppfylli gæða- og umhverfiskröfur, en séu líka ódýrar því væntanleg eru stórkaup á þessum vörum. Aðgengi tíðarvara er flókið mál, en með því að byrja á því að gera tíðarvörur jafn aðgengilegar og klósettpappír í grunn- og framhaldsskólum erum við að taka fyrsta skrefið í mikilvægri baráttu fyrir aðgengi að tíðarvörum. Því biðjum við þig Lilja um að ganga í þetta mál og sýna fordæmi á norðurlöndunum hvað varðar aðgengi að tíðarvörum. Við vitum að þingið hefur stuttan tíma til þess að ganga frá þessu, en við vitum að þú skilur hversu gríðarlega mikilvægt þetta er fyrir þúsundir ungs fólks. Gangi þér vel Lilja, við bíðum spennt eftir næsta skrefi í jafnréttisbaráttunni. Kær kveðja, Anna María Allawawi Sonde Hekla Rist Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir Saga María Sæþórsdóttir Og þau fjölmörgu ungmenni sem hafa aðstoðað okkur í baráttunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæra Lilja Dögg. Við heitum Anna (14 ára nemandi við Langholtsskóla), Saga (15 ára nemandi við Langholtsskóla), Gunnhildur (18 ára nemandi við Harvard) og Hekla (18 ára nemandi við Menntaskólann við Sund), og erum 4 ungar stelpur sem höfum verið að fylgjast með umræðum um niðurgreiðslur á tíðavörum á Alþingi og vorum mjög vonsviknar þegar við fréttum það að tillögur um aðgengi að gjaldfrjálsum tíðarvörum hafi verið felldar aðeins með einu atkvæði í 2. umræðu fjárlaga, sérstaklega í ljósi þess að nágrannaland okkar, Skotland, var að samþykkja slíka tillögu og ungmenni þar farin að njóta fullu og jöfnu aðgengi að tíðarvörum. Það að ungt fólk og láglaunafólk hafi aðgengi að tíðarvörum er okkar hjartans mál, og höfum við verið að vekja athygli á því á samfélagsmiðlum þar á meðal, Instagram með reikningnum @bleikframtid og á TikTok þar sem tugir þúsunda ungmenna hafa verið að ræða málið um aðgengi á tíðarvörum. Það er ljóst að ungu fólki finnst að því ætti ekki að vera mismunað á því hvort manneskja sé með leg eða ekki, og eru sammála um að allir ættu að fá sama aðgengi að tíðarvörum og klósettpappír. Við erum því að vonast til þess að þú getir tekið málið upp við fjárlaganefnd og hjálpað nefndinni að útfæra hugmyndir Andrés Inga fyrir fólk í grunn- og framhaldsskólum áður en þingið klárar fjárlög fyrir næsta ár. Þannig getur þú tryggt að strax á næsta ári sitji fólk við sama borð óháð búsetu og fjárhagsstöðu sveitafélags hvað varðar aðgengi að tíðarvörum, og að vörurnar uppfylli gæða- og umhverfiskröfur, en séu líka ódýrar því væntanleg eru stórkaup á þessum vörum. Aðgengi tíðarvara er flókið mál, en með því að byrja á því að gera tíðarvörur jafn aðgengilegar og klósettpappír í grunn- og framhaldsskólum erum við að taka fyrsta skrefið í mikilvægri baráttu fyrir aðgengi að tíðarvörum. Því biðjum við þig Lilja um að ganga í þetta mál og sýna fordæmi á norðurlöndunum hvað varðar aðgengi að tíðarvörum. Við vitum að þingið hefur stuttan tíma til þess að ganga frá þessu, en við vitum að þú skilur hversu gríðarlega mikilvægt þetta er fyrir þúsundir ungs fólks. Gangi þér vel Lilja, við bíðum spennt eftir næsta skrefi í jafnréttisbaráttunni. Kær kveðja, Anna María Allawawi Sonde Hekla Rist Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir Saga María Sæþórsdóttir Og þau fjölmörgu ungmenni sem hafa aðstoðað okkur í baráttunni.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar