Bent á sprengjugerð Warner fyrir rúmu ári Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2020 12:18 Anthony Warner sprengdi sig og húsbíl sinn í loft upp í miðbæ Nashville að morgni jóladags. VÍSIR/FBI/AP Lögreglan í Nashville fékk í fyrra tilkynningu um að maðurinn sem sprengdi húsbíl sinn í loft upp þar í borg um jólin, hefði verið að setja saman sprengjur. Tveir lögregluþjónar fóru heim til hans en fundu hann ekki og sáu ekki inn í húsbíl hans, þar sem hann átti að vera að stunda sprengjugerðina. Þeir yfirgáfu því heimili hans og skrifuðu skýrslu sem ekkert varð úr á endanum. Aðdragandi málsins er sá að í ágúst í fyrra voru lögregluþjónar kallaðir að heimili Pamelu Perry í Nashville. Lögmaður hennar hafði sagt hana hafa hótað því að fremja sjálfsvíg og að hún væri vopnuð. Perry þessi var kærasta Anthony Warner, sem sprengdi sig í loft upp í húsbíl sínum. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni og opinberum skjölum sem AP fréttaveitan vitnar í sat Perry á palli fyrir framan heimili sitt og var hún með tvær óhlaðnar skammbyssur þegar lögregluþjóna bar að garði. Hún sagði byssurnar í eigu Warner og sagðist ekki vilja hafa þeir lengur á sínu heimili. Perry, sem var þá 62 ára gömul, var að endingu færð til sálfræðings þar sem hún gekkst geðrannsókn. Áður sagði hún þó lögregluþjónum, samkvæmt því sem Raymond Throckmorton, lögmaður hennar sagði héraðsmiðlinum Tennessean, að hún óttaðist um öryggi sitt og að Warner myndi skaða hana. Hún sagði einnig að Warner væri alltaf að tala um herinn og að setja saman sprengjur. Fundu ekki vísbendingar um glæpsamlegt athæfi Þá fóru lögregluþjónarnir tveir heim til Warner og bönkuðu á dyrnar. Enginn kom til dyra og sáu þeir húsbíl hans í bakgarðinum. Lögregluþjónarnir höfðu þó ekki heimild til að fara þar inn og sáu þeir ekki inn í bílinn. Að lokum fóru þeir og þar sem þeir höfðu ekki fundið neinar vísbendingar um glæpsamlegt athæfi og komust ekki inn á afgirta eign Warner, létu þeir yfirmenn sína og rannsóknarlögregluþjóna vita af málinu. Lögeglan segir að haft hafi verið samband við Throckmorton, sem var áður einnig lögmaður Warner, sem sagði að skjólstæðingi sínum væri illa við lögreglu og myndi ekki heimila leit á eign sinni, samkvæmt lögreglu. Í samtali við blaðamann AP segir Thorckmorton að hann muni ekki til þess að hafa nokkurn tímann meinað lögreglu að leita í landareign Warner. Hann hafi ekki lengur verið skjólstæðingur sinn á þessum tíma. Samkvæmt Tennessean var fyrirspurn send til Alríkislögreglu Bandaríkjanna en þar á bæ var Warner hvergi á skrá. Hann hafði einungis einu sinni verið handtekinn og var það árið 1978 og fyrir brot tengdu marijúana. Rannsókn lögreglunnar í Nashville virðist hafa endað þar. Vita enn ekki af hverju Enn liggur ekki fyrir af hverju Warner sprengdi sig í loft upp við byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í Nashville. Lögregluþjónar voru kallaðir til í miðbæ Nashville þegar fregnir bárust af skothríð þar. Þegar lögregluþjónar nálguðust húsbíl heyrðu þeir viðvörun í hátalarakerfi bílsins að hann myndi springa eftir fimmtán mínútur. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarakerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petula Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp. Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsaka hvort sprengingin tengist 5G-samsæriskenningum Lögregluþjónar í Nashville í Bandaríkjunum eru sagðir rannsaka hvort maðurinn sem talinn er hafa sprengt sig og húsbíl sinn í loft um jólin hafi hræðst 5G samskiptatækni. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í borginni að morgni jóladags. 27. desember 2020 20:22 Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Þeir yfirgáfu því heimili hans og skrifuðu skýrslu sem ekkert varð úr á endanum. Aðdragandi málsins er sá að í ágúst í fyrra voru lögregluþjónar kallaðir að heimili Pamelu Perry í Nashville. Lögmaður hennar hafði sagt hana hafa hótað því að fremja sjálfsvíg og að hún væri vopnuð. Perry þessi var kærasta Anthony Warner, sem sprengdi sig í loft upp í húsbíl sínum. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni og opinberum skjölum sem AP fréttaveitan vitnar í sat Perry á palli fyrir framan heimili sitt og var hún með tvær óhlaðnar skammbyssur þegar lögregluþjóna bar að garði. Hún sagði byssurnar í eigu Warner og sagðist ekki vilja hafa þeir lengur á sínu heimili. Perry, sem var þá 62 ára gömul, var að endingu færð til sálfræðings þar sem hún gekkst geðrannsókn. Áður sagði hún þó lögregluþjónum, samkvæmt því sem Raymond Throckmorton, lögmaður hennar sagði héraðsmiðlinum Tennessean, að hún óttaðist um öryggi sitt og að Warner myndi skaða hana. Hún sagði einnig að Warner væri alltaf að tala um herinn og að setja saman sprengjur. Fundu ekki vísbendingar um glæpsamlegt athæfi Þá fóru lögregluþjónarnir tveir heim til Warner og bönkuðu á dyrnar. Enginn kom til dyra og sáu þeir húsbíl hans í bakgarðinum. Lögregluþjónarnir höfðu þó ekki heimild til að fara þar inn og sáu þeir ekki inn í bílinn. Að lokum fóru þeir og þar sem þeir höfðu ekki fundið neinar vísbendingar um glæpsamlegt athæfi og komust ekki inn á afgirta eign Warner, létu þeir yfirmenn sína og rannsóknarlögregluþjóna vita af málinu. Lögeglan segir að haft hafi verið samband við Throckmorton, sem var áður einnig lögmaður Warner, sem sagði að skjólstæðingi sínum væri illa við lögreglu og myndi ekki heimila leit á eign sinni, samkvæmt lögreglu. Í samtali við blaðamann AP segir Thorckmorton að hann muni ekki til þess að hafa nokkurn tímann meinað lögreglu að leita í landareign Warner. Hann hafi ekki lengur verið skjólstæðingur sinn á þessum tíma. Samkvæmt Tennessean var fyrirspurn send til Alríkislögreglu Bandaríkjanna en þar á bæ var Warner hvergi á skrá. Hann hafði einungis einu sinni verið handtekinn og var það árið 1978 og fyrir brot tengdu marijúana. Rannsókn lögreglunnar í Nashville virðist hafa endað þar. Vita enn ekki af hverju Enn liggur ekki fyrir af hverju Warner sprengdi sig í loft upp við byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í Nashville. Lögregluþjónar voru kallaðir til í miðbæ Nashville þegar fregnir bárust af skothríð þar. Þegar lögregluþjónar nálguðust húsbíl heyrðu þeir viðvörun í hátalarakerfi bílsins að hann myndi springa eftir fimmtán mínútur. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarakerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petula Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp.
Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsaka hvort sprengingin tengist 5G-samsæriskenningum Lögregluþjónar í Nashville í Bandaríkjunum eru sagðir rannsaka hvort maðurinn sem talinn er hafa sprengt sig og húsbíl sinn í loft um jólin hafi hræðst 5G samskiptatækni. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í borginni að morgni jóladags. 27. desember 2020 20:22 Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Rannsaka hvort sprengingin tengist 5G-samsæriskenningum Lögregluþjónar í Nashville í Bandaríkjunum eru sagðir rannsaka hvort maðurinn sem talinn er hafa sprengt sig og húsbíl sinn í loft um jólin hafi hræðst 5G samskiptatækni. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í borginni að morgni jóladags. 27. desember 2020 20:22
Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30