Slökkvilið hefur verið kallað út að húsi á Klapparstíg í miðborg Reykjavíkur eftir að tilkynning barst um mikinn reyk af fimmtu hæð í sex hæða fjölbýlishúsi.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst tilkynning klukkan 10:20.
Uppfært klukkan 11:00: Eldurinn kom upp í herbergi í einni íbúð og náðu slökkviliðsmenn að einangra eldinn. Slökkvistarfi er nú lokið og unnið er að reykræstingu samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.

