Bolsonaro rekur yfirmann lögreglunnar, dómsmálaráðherrann segir af sér Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2020 15:37 Samskipti Bolsonaro (t.v.) og Moro (t.h.) höfðu stirðnað undanfarið. Moro sagði af sér í dag vegna ákvörðunar forsetans um að reka yfirmann alríkislögreglunnar. Vísir/EPA Sergio Moro, dómsmálaráðherra Brasilíu, sagði af sér í dag vegna ákvörðunar Jairs Bolsonaro forseta um að reka yfirmann alríkislögreglunnar. Bolsonaro hefur ekki gefið neina formlega skýringu á brottrekstrinum. Tilkynnt var um brottrekstur Mauricio Valeixo, forstjóra alríkislögreglunnar í lögbirtingarblaði. Moro skipaði Valeixo og hótaði dómsmálaráðherrann að segja af sér nema hann fengi að velja eftirmann hans í embættið. Reuters-fréttastofan segir óljóst hvers vegna Bolsonaro vildi ryðja Valeixo úr vegi. Forsetinn hefur verið áhugasamur um að stokka upp í yfirstjórn alríkislögreglunnar í Río de Janeiro þar sem hann var áður þingmaður. Valeixo og Moro hafa hins vegar verið á móti þeim sem Bolsonaro hefur nefnt til að taka við lögreglunni þar. „Ég verð að standa vörð um ferilskrá mína og umframt allt þá skuldbindingu sem ég tók við...að við myndum standa einörð gegn spillingu, skipulagðri glæpastarfsemi og ofbeldisglæpum,“ sagði Moro á blaðmannafundi þar sem hann kynnti afsögn sína í dag, að sögn The Guardian. Moro var áður þekktur dómari og hefur verið í fararbroddi í yfirlýstum tilraunum Bolsonaro til að taka á landlægri spillingu í Brasilíu. Bolsonaro bauð sig fram til forseta með loforði um að taka á spillingu og að rannsóknir á henni yrðu lausar undan pólitískum afskiptum. Brotthvarf Moro, sem hefur notið vinsælda almennings, er talið verða ríkisstjórn Bolsonaro mikil blóðtaka. Dómsmálaráðherrann hefur ekki verið óumdeildur. Í fyrra skutu upp kollinum smáskilaboð sem gengu á milli Moro og saksóknara þegar hann var dómari í spillingarmáli gegn Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta. Moro gaf þar saksóknurum ráð um hvernig þeir ættu að haga málatilbúnaði sínum. Brasilía Tengdar fréttir Bolsonaro og fylgismenn hans mótmæltu aðgerðum gegn faraldrinum Stuðningsmenn forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, flykktust út á mótmælafundi ásamt forsetanum gegn aðgerðum Brasilíu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 19. apríl 2020 23:39 Ráðherrann látinn fara vegna deilna um „litla flensu“ Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur látið heilbrigðismálaráðherrann Lúiz Henrique Mandetta, láta taka poka sinn. 17. apríl 2020 07:04 Bolsonaro gerir lítið úr kórónuveirunni og sakar fjölmiðla um að ala á ótta Forsetinn segir að líf fólks megi ekki stoppa þrátt fyrir útbreiðslu veirunnar. 25. mars 2020 23:00 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fleiri fréttir Stórauka útlát til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Sergio Moro, dómsmálaráðherra Brasilíu, sagði af sér í dag vegna ákvörðunar Jairs Bolsonaro forseta um að reka yfirmann alríkislögreglunnar. Bolsonaro hefur ekki gefið neina formlega skýringu á brottrekstrinum. Tilkynnt var um brottrekstur Mauricio Valeixo, forstjóra alríkislögreglunnar í lögbirtingarblaði. Moro skipaði Valeixo og hótaði dómsmálaráðherrann að segja af sér nema hann fengi að velja eftirmann hans í embættið. Reuters-fréttastofan segir óljóst hvers vegna Bolsonaro vildi ryðja Valeixo úr vegi. Forsetinn hefur verið áhugasamur um að stokka upp í yfirstjórn alríkislögreglunnar í Río de Janeiro þar sem hann var áður þingmaður. Valeixo og Moro hafa hins vegar verið á móti þeim sem Bolsonaro hefur nefnt til að taka við lögreglunni þar. „Ég verð að standa vörð um ferilskrá mína og umframt allt þá skuldbindingu sem ég tók við...að við myndum standa einörð gegn spillingu, skipulagðri glæpastarfsemi og ofbeldisglæpum,“ sagði Moro á blaðmannafundi þar sem hann kynnti afsögn sína í dag, að sögn The Guardian. Moro var áður þekktur dómari og hefur verið í fararbroddi í yfirlýstum tilraunum Bolsonaro til að taka á landlægri spillingu í Brasilíu. Bolsonaro bauð sig fram til forseta með loforði um að taka á spillingu og að rannsóknir á henni yrðu lausar undan pólitískum afskiptum. Brotthvarf Moro, sem hefur notið vinsælda almennings, er talið verða ríkisstjórn Bolsonaro mikil blóðtaka. Dómsmálaráðherrann hefur ekki verið óumdeildur. Í fyrra skutu upp kollinum smáskilaboð sem gengu á milli Moro og saksóknara þegar hann var dómari í spillingarmáli gegn Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta. Moro gaf þar saksóknurum ráð um hvernig þeir ættu að haga málatilbúnaði sínum.
Brasilía Tengdar fréttir Bolsonaro og fylgismenn hans mótmæltu aðgerðum gegn faraldrinum Stuðningsmenn forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, flykktust út á mótmælafundi ásamt forsetanum gegn aðgerðum Brasilíu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 19. apríl 2020 23:39 Ráðherrann látinn fara vegna deilna um „litla flensu“ Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur látið heilbrigðismálaráðherrann Lúiz Henrique Mandetta, láta taka poka sinn. 17. apríl 2020 07:04 Bolsonaro gerir lítið úr kórónuveirunni og sakar fjölmiðla um að ala á ótta Forsetinn segir að líf fólks megi ekki stoppa þrátt fyrir útbreiðslu veirunnar. 25. mars 2020 23:00 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fleiri fréttir Stórauka útlát til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Bolsonaro og fylgismenn hans mótmæltu aðgerðum gegn faraldrinum Stuðningsmenn forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, flykktust út á mótmælafundi ásamt forsetanum gegn aðgerðum Brasilíu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 19. apríl 2020 23:39
Ráðherrann látinn fara vegna deilna um „litla flensu“ Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur látið heilbrigðismálaráðherrann Lúiz Henrique Mandetta, láta taka poka sinn. 17. apríl 2020 07:04
Bolsonaro gerir lítið úr kórónuveirunni og sakar fjölmiðla um að ala á ótta Forsetinn segir að líf fólks megi ekki stoppa þrátt fyrir útbreiðslu veirunnar. 25. mars 2020 23:00