Innlent

Fréttir Stöðvar 2

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu klukkan 18:30.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu klukkan 18:30.

Uppfært: Fréttatímann í heild má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.

Lífeyrissjóðir bíða eftir hlutafjárútboði Icelandair en þeir eiga tæpan helming í félaginu. Formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir að aðeins verði fjárfest ef fyrirsjáanlegt sé að fjármunir skili viðunandi ávöxtun. Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur að félagið fari í þrot komi sjóðirnir ekki með fjármagn. Nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Í fréttatímanum kynnum við okkur líka nýja verðlagskönnun ASÍ sem sýnir að vöruverð í matvöruverslunum hefur hækkað síðan í febrúar og ræðum við stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja sem óttast að þurfa að grípa til fjöldauppsagna um mánaðamótin eða fara í þrot.

Þá minnum við á nýjan þátt af fréttaskýringaþættinum Kompás, sem nálgast má á Vísi og í opinni dagskrá strax á eftir fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar tilheyri áhættuhópum sem eru líklegri en aðrir til að veikjast alvarlega af völdum kórónuveirunnar og í þættinum verður skyggnst á bak við tjöldin hjá fólki í verndarsóttkví sem ekki sér fyrir endann á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×