Mögulega á leið inn í nýja umbrotahrinu en ekki þar með sagt að hún „snúi öllu á hvolf“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. mars 2021 17:09 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Vísir/Vilhelm Mjög ólíklegt er að hraun loki öllum vegum á Reykjanesi, komi til eldgoss, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings. Mesta hraunrennslið yrði í upphafi eldgossins og toppurinn gæti varað í einhverja daga. Hann telur líklegt að við séum á leið inn í nýtt umbrotatímabil á Reykjanesi - en það þýði þó ekki að allt „snúist á hvolf“. Þetta kom fram í þættinum Pallborðinu á Vísi nú síðdegis, þar sem Þorvaldur ásamt Kristínu Jónsdóttur fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ræddi stöðuna á jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga. Klippa: Pallborðið: Jarðhræringar á Reykjanesi - fyrri hluti Brenndur af ummælum í viðtali um Grímsvötn Staðan hefur lítið breyst nú síðdegis frá því sem verið hefur; virknin enn nokkuð bundin við svæðið sunnan við Keili og við Fagradalsfjall. Allt bendir til þess að muni gjósa verði gosið hættulítið. Víðir sagði aðspurður erfitt að segja hvaða áhrif slíkt gos myndi hafa á svæðið. Það fari allt eftir því hvar hraun komi upp og hvernig flæðið verði. „Ég er rosalega lítið fyrir að draga stórar ályktanir áður en atburðirnir verða. […] Stundum hef ég fengið það í andlitið. Í maí 2011 þá var ég í viðtali út af umbrotum í Grímsvötnum og ég sagði í því viðtali að þetta yrði örugglega lítið gos en við vitum öll hvernig það var. Þannig að ég ætla að segja bara sem minnst núna,“ sagði Víðir. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm Verulegt gjóskufall ekki bundið við sjávargos Þorvaldur benti á að það komi að því að gjósi á svæðinu. Undanfarið hafa hann og vísindamenn hjá Háskóla Íslands horft á þá þætti sem ráða því hvar gos gæti komið upp, reyna að spá fyrir um líklegustu staðina „Og síðan kanna hvaða helstu rennslisleiðir hraun myndi fara ef til hraungoss kæmi. En þið megið ekki gleyma því að þó verði hraungos þá fylgir basaltvirkni bæði kvikustrókavirkni og gjóskufall. Hversu mikið það er fer alveg eftir því hversu mikil framleiðnin er í gosinu. Og gosin þurfa ekki að fara í sjó til að búa til verulegt gjóskufall, við skulum hafa það líka í huga,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur sagði að ekki væri vitað hversu djúpt kvikan sem nú er fylgst með er í jörðu. „En reynslan segir okkur að það er greinilega mjög öflugt kvikugeymsluhólf á svona 8-10 kílómetra dýpi undir Reykjanesinu og mjög líklegt að kvikan sem kemur upp í eldgosinu komi frá slíkum hólfum fyrst og fremst,“ sagði Þorvaldur. „Atburðarásin í gosinu sjálfu byrjar oft með mestu framleiðninni í byrjun. Við getum búist við að hún toppar fljótlega eftir að gos hefjist, það gætu verið klukkustundir, að gætu verið dagar. […] Það sem við þurfum fyrst og fremst að hafa áhyggjur af í upphafi svona gosa er að hraunin sem myndast fyrst myndu sennilega flæða hraðast.“ Enn gætu orðið stórir skjálftar Þá sagði Kristín að halda verði þeirri sviðsmynd inni að enn gætu orðið skjálftar að stærð 5,9 og 6. Á meðan hreyfingarnar eru í gangi er líka enn hætta á skjálftanum við Bláfjöll að stærð allt að 6,5. Þá benti Víðir á að gasmengun af mögulegu eldgosi þyrfti að vera í gríðarlegu magni til að verða hættuleg fólki. Þó að við skoðuðum stærstu gosin sem verða á Reykjanesskaganum yrði gasmengun í mesta lagi af þeim skala sem ylli óþægindum. Þorvaldur benti þó á í framhaldi af þessu að Covid-grímur myndu duga skammt gegn gasmengun af völdum eldgoss. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands.Vísir/vilhelm „Ef gosið verður tiltölulega öflugt getur gasmengunin orðið veruleg. Og hvað varðar hraunin; um leið og við vitum hvar upptökin eru er tiltölulega auðvelt að reikna út hversu mikinn viðbragðstíma menn hafa á ákveðnum stöðum,“ sagði Þorvaldur. Þetta væri það sem hefur verið unnið að í Háskólanum svo að hægt sé að segja fólki hversu langan tíma það hefur til að bregðast við. Aldrei nema einn eða tveir vegir í hættu Þá sagði Kristín ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. Gera yrði ráð fyrir hinu versta og vona hið besta. Þorvaldur tók undir það. „En miðað við söguna væri ekki óvenjulegt að við værum að fara inn í umbrotatímabil á Reykjanesi. Við erum komin á tíma ef við skoðum söguna. Menn tala oft um 800 ár og það er einmitt svo langt síðan síðasta hrina stöðvaðist. […] En segjandi það er ekki þar með sagt að hún snúi öllu á hvolf, langt í frá.“ Innt eftir því hvort helstu vegum í grennd við virknisvæðið á Reykjanesi verði lokað, komi til eldgoss, sagði Víðir að það yrði að koma í ljós hvernig lokunum yrði háttað. Þorvaldur benti jafnframt á að ef horft væri á jarðfræðina væri afar ólíklegt að sprungur opnist þannig að hraun flæði og loka öllum vegum. „Það yrði mjög sérstakt gos. Þannig að þó að einhverjir vegir væru í hættu þá væru það bara einn eða tveir í einu. Það yrði alltaf einhver vegur opinn fyrir fólk til að koma sér undan.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Pallborðið Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Þetta kom fram í þættinum Pallborðinu á Vísi nú síðdegis, þar sem Þorvaldur ásamt Kristínu Jónsdóttur fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ræddi stöðuna á jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga. Klippa: Pallborðið: Jarðhræringar á Reykjanesi - fyrri hluti Brenndur af ummælum í viðtali um Grímsvötn Staðan hefur lítið breyst nú síðdegis frá því sem verið hefur; virknin enn nokkuð bundin við svæðið sunnan við Keili og við Fagradalsfjall. Allt bendir til þess að muni gjósa verði gosið hættulítið. Víðir sagði aðspurður erfitt að segja hvaða áhrif slíkt gos myndi hafa á svæðið. Það fari allt eftir því hvar hraun komi upp og hvernig flæðið verði. „Ég er rosalega lítið fyrir að draga stórar ályktanir áður en atburðirnir verða. […] Stundum hef ég fengið það í andlitið. Í maí 2011 þá var ég í viðtali út af umbrotum í Grímsvötnum og ég sagði í því viðtali að þetta yrði örugglega lítið gos en við vitum öll hvernig það var. Þannig að ég ætla að segja bara sem minnst núna,“ sagði Víðir. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm Verulegt gjóskufall ekki bundið við sjávargos Þorvaldur benti á að það komi að því að gjósi á svæðinu. Undanfarið hafa hann og vísindamenn hjá Háskóla Íslands horft á þá þætti sem ráða því hvar gos gæti komið upp, reyna að spá fyrir um líklegustu staðina „Og síðan kanna hvaða helstu rennslisleiðir hraun myndi fara ef til hraungoss kæmi. En þið megið ekki gleyma því að þó verði hraungos þá fylgir basaltvirkni bæði kvikustrókavirkni og gjóskufall. Hversu mikið það er fer alveg eftir því hversu mikil framleiðnin er í gosinu. Og gosin þurfa ekki að fara í sjó til að búa til verulegt gjóskufall, við skulum hafa það líka í huga,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur sagði að ekki væri vitað hversu djúpt kvikan sem nú er fylgst með er í jörðu. „En reynslan segir okkur að það er greinilega mjög öflugt kvikugeymsluhólf á svona 8-10 kílómetra dýpi undir Reykjanesinu og mjög líklegt að kvikan sem kemur upp í eldgosinu komi frá slíkum hólfum fyrst og fremst,“ sagði Þorvaldur. „Atburðarásin í gosinu sjálfu byrjar oft með mestu framleiðninni í byrjun. Við getum búist við að hún toppar fljótlega eftir að gos hefjist, það gætu verið klukkustundir, að gætu verið dagar. […] Það sem við þurfum fyrst og fremst að hafa áhyggjur af í upphafi svona gosa er að hraunin sem myndast fyrst myndu sennilega flæða hraðast.“ Enn gætu orðið stórir skjálftar Þá sagði Kristín að halda verði þeirri sviðsmynd inni að enn gætu orðið skjálftar að stærð 5,9 og 6. Á meðan hreyfingarnar eru í gangi er líka enn hætta á skjálftanum við Bláfjöll að stærð allt að 6,5. Þá benti Víðir á að gasmengun af mögulegu eldgosi þyrfti að vera í gríðarlegu magni til að verða hættuleg fólki. Þó að við skoðuðum stærstu gosin sem verða á Reykjanesskaganum yrði gasmengun í mesta lagi af þeim skala sem ylli óþægindum. Þorvaldur benti þó á í framhaldi af þessu að Covid-grímur myndu duga skammt gegn gasmengun af völdum eldgoss. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands.Vísir/vilhelm „Ef gosið verður tiltölulega öflugt getur gasmengunin orðið veruleg. Og hvað varðar hraunin; um leið og við vitum hvar upptökin eru er tiltölulega auðvelt að reikna út hversu mikinn viðbragðstíma menn hafa á ákveðnum stöðum,“ sagði Þorvaldur. Þetta væri það sem hefur verið unnið að í Háskólanum svo að hægt sé að segja fólki hversu langan tíma það hefur til að bregðast við. Aldrei nema einn eða tveir vegir í hættu Þá sagði Kristín ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. Gera yrði ráð fyrir hinu versta og vona hið besta. Þorvaldur tók undir það. „En miðað við söguna væri ekki óvenjulegt að við værum að fara inn í umbrotatímabil á Reykjanesi. Við erum komin á tíma ef við skoðum söguna. Menn tala oft um 800 ár og það er einmitt svo langt síðan síðasta hrina stöðvaðist. […] En segjandi það er ekki þar með sagt að hún snúi öllu á hvolf, langt í frá.“ Innt eftir því hvort helstu vegum í grennd við virknisvæðið á Reykjanesi verði lokað, komi til eldgoss, sagði Víðir að það yrði að koma í ljós hvernig lokunum yrði háttað. Þorvaldur benti jafnframt á að ef horft væri á jarðfræðina væri afar ólíklegt að sprungur opnist þannig að hraun flæði og loka öllum vegum. „Það yrði mjög sérstakt gos. Þannig að þó að einhverjir vegir væru í hættu þá væru það bara einn eða tveir í einu. Það yrði alltaf einhver vegur opinn fyrir fólk til að koma sér undan.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Pallborðið Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira