Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. apríl 2021 23:42 Réttarhöldin yfir Derek Chauvin hafa vakið upp mikil mótmæli að nýju. EPA-EFE/CRAIG LASSIG Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. Réttarhöld yfir Chauvin, lögreglumanninum fyrrverandi sem sakaður er um að hafa orðið Floyd að bana, setanda nú yfir. Chauvin er sagður hafa valdið dauða Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur við handtöku í maí í fyrra. Seth Bravinder, bráðaliði, sagði að hann hafi beðið Chauvin að hætta að krjúpa á hálsi Floyd svo að hann gæti veitt honum skyndihjálp. Hann sagði að í fyrstu hafi útkallið sem barst ekki verið flokkað þannig að líf væri í hættu en það breyttist fljótt. Hann sagði að í fyrstu hafi hann haldið að lögreglumenn á vettvangi og Floyd tækjust á en þegar þeir hafi mætt á vettvang hafi fljótt komið í ljós að Floyd væri ekki með lífsmarki. „Ég reyndi að gefa honum annað tækifæri til að lifa lífinu“ Í myndbandsupptökum sem teknar voru á vettvangi sést Bravinder benda á Chauvin og sagði Bravinder að hann hafi þá verið að biðja Chauvin um að færa sig svo að hann „kæmist að sjúklingnum.“ Derek Smith, félagi Bravinders, staðfesti þetta og sagðist hafa athugað hvort hann gæti fundið púls hjá Floyd. „Til þess að vera alveg skýr þá hélt ég að hann væri dáinn,“ sagði Smith í dag. „Þegar ég mætti á vettvang var enginn að veita sjúklingnum læknisaðstoð,“ sagði Smith. Bráðaliðarnir lýstu því hvernig þeir færðu Floyd yfir á sjúkrabörur og inn í sjúkrabíl til þess að hefja fyrstu hjálp. Smith sagði að á einum tímapunkti hafi hann haldið að hann gæti séð rafvirkni frá hjarta Floyds og hann hafi í kjölfarið gefið honum raflost í von um að koma hjartanu aftur af stað. „Hann var manneskja og ég var að reyna að gefa honum annað tækifæri til að lifa lífinu,“ sagði Smith. Þá lýsti Bravinder því að á leiðinni á sjúkrahúsið hafi hann stöðvað sjúkrabílinn til að hjálpa Smith eftir að hjartalínurit sýndi að engin virkni væri í hjarta Floyds. Allar frekari tilraunir til endurlífgunar mistókust. Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Sýndu nýjar myndir af handtöku Floyds Ákæruvaldið í réttarhöldunum yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumanninum sem ákærður hefur verið fyrir að hafa banað George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur, sýndi kviðdómi í gær myndbönd af handtöku og dauða Floyds sem tekin voru á búkmyndavélar lögreglumanna á vettvangi. 1. apríl 2021 07:59 Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55 „Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23 Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Fleiri fréttir Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Sjá meira
Réttarhöld yfir Chauvin, lögreglumanninum fyrrverandi sem sakaður er um að hafa orðið Floyd að bana, setanda nú yfir. Chauvin er sagður hafa valdið dauða Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur við handtöku í maí í fyrra. Seth Bravinder, bráðaliði, sagði að hann hafi beðið Chauvin að hætta að krjúpa á hálsi Floyd svo að hann gæti veitt honum skyndihjálp. Hann sagði að í fyrstu hafi útkallið sem barst ekki verið flokkað þannig að líf væri í hættu en það breyttist fljótt. Hann sagði að í fyrstu hafi hann haldið að lögreglumenn á vettvangi og Floyd tækjust á en þegar þeir hafi mætt á vettvang hafi fljótt komið í ljós að Floyd væri ekki með lífsmarki. „Ég reyndi að gefa honum annað tækifæri til að lifa lífinu“ Í myndbandsupptökum sem teknar voru á vettvangi sést Bravinder benda á Chauvin og sagði Bravinder að hann hafi þá verið að biðja Chauvin um að færa sig svo að hann „kæmist að sjúklingnum.“ Derek Smith, félagi Bravinders, staðfesti þetta og sagðist hafa athugað hvort hann gæti fundið púls hjá Floyd. „Til þess að vera alveg skýr þá hélt ég að hann væri dáinn,“ sagði Smith í dag. „Þegar ég mætti á vettvang var enginn að veita sjúklingnum læknisaðstoð,“ sagði Smith. Bráðaliðarnir lýstu því hvernig þeir færðu Floyd yfir á sjúkrabörur og inn í sjúkrabíl til þess að hefja fyrstu hjálp. Smith sagði að á einum tímapunkti hafi hann haldið að hann gæti séð rafvirkni frá hjarta Floyds og hann hafi í kjölfarið gefið honum raflost í von um að koma hjartanu aftur af stað. „Hann var manneskja og ég var að reyna að gefa honum annað tækifæri til að lifa lífinu,“ sagði Smith. Þá lýsti Bravinder því að á leiðinni á sjúkrahúsið hafi hann stöðvað sjúkrabílinn til að hjálpa Smith eftir að hjartalínurit sýndi að engin virkni væri í hjarta Floyds. Allar frekari tilraunir til endurlífgunar mistókust.
Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Sýndu nýjar myndir af handtöku Floyds Ákæruvaldið í réttarhöldunum yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumanninum sem ákærður hefur verið fyrir að hafa banað George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur, sýndi kviðdómi í gær myndbönd af handtöku og dauða Floyds sem tekin voru á búkmyndavélar lögreglumanna á vettvangi. 1. apríl 2021 07:59 Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55 „Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23 Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Fleiri fréttir Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Sjá meira
Sýndu nýjar myndir af handtöku Floyds Ákæruvaldið í réttarhöldunum yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumanninum sem ákærður hefur verið fyrir að hafa banað George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur, sýndi kviðdómi í gær myndbönd af handtöku og dauða Floyds sem tekin voru á búkmyndavélar lögreglumanna á vettvangi. 1. apríl 2021 07:59
Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55
„Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23